Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 46

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 46
496 FREYR M OiAr Sauðfé verður að fjölga mjög ört í Ástralíu, segir frétt það- an nýlega. Ástæðan er sú, að mjög miklir þurrkar hafa gengið þar í landi um undanfarin tvö ár og valdið stórfelli á búfé. Svo er sagt, að sauðfé hafi fækkað þar frá því í marz í fyrra og til júní í sum- ar, úr 170,6 milljónum í 157,2 milljónir. En fólkið hyggst ekki aðeins bæta þennan skaða, sem nemur um 13 milljónum fjár, heldur er ætlun- in að fjölga því hið bráðasta í 200 milljónir. Þeir eru ekki smátækir fjárbændurnir þar syðra, enda er landið stórt — og víða gott — en þar ferst fé úr hungri og þorsta þegar það getur farið vegna kulda og afleiðinga hans í heimskautalöndum. Texelfé virðist vera sérlega eftirsótt nú, nánast til tekið tízkufyrirbæri. Á uppboðum í Svíþjóð nú í haust hafa góðir texelhrútar selzt fyrir 1300—1500 sænskar krónur, en það er um 11—13 þúsund krón- ur íslenzkar þeir beztu, en meðaltalsverð allra tex- elhrúta, sem seldir voru á uppboðum í haust, var þar um 5.500 krónur. Svo er sagt, að kjöt texel- fjár sé eftirsótt vegna þess að það sé vöðvaríkt og fitulítið. Vélrænt bókhald auðveldar reikningshald búa ákaflega mikið svo að lítill vandi er að gegna því þegar það er komið á, segir Norsk Landbruk nýlega, en í Noregi hefur rafeindafærzla verið starfrækt fyrir 1000 bændabýli síðan 1961. Um 20.000 norskir bændur hafa nú fullkomið reikningshald yfir bú sín og um það bil 40 þúsund bændur hafa færzlur og halda reikningum saman og láta svo gera reikningsyfirlit. Tap við votheysgerð Engin fóðurverkunaraðferð er svo fullkomin, að ekki verði eitthvert tap næringarefna frá því að grasið og grænfóðrið stendur fast á jörðunni unz það kem- ur á jötu búfjárins ,en þetta er ákaflega misjafnt og er háð mörgum atriðum, svo sem rakastigi hrá- efnisins, gerð geymslunnar, hvort íblöndunarefni eru notuð eða ekki og svo er hirðusemi þeirra, er að verkunum vinna síðast að nefna en er alltaf þyngst á metum. Fjölmargar niðurstöður athugana um þessi efni eru til, sú nýjasta, sem FREY hefur borizt, er „að vestan", en þar segir að: efnatap í litlum skurðgryfjum efnatap í stórum skurðgryfjum efnatap í 15 m háum turnum efnatap í harvestorturnum sé 40—45% sé 30—45% sé 15—18% sé 4—14% Fljótandi mykju á ekki að hræra eða hreyfa í geymslunni fyrr en að því kemur að flytja skuli á akur, því að loftað- gangur örvar efnahreyfingar og það er enginn vinn- ingur að missa jurtanærandi efni úr henni. í mykj- unni fer fram gerjun, hæg þegar ekki er hreyft við henni en örvast mjög við lofttilfærzlu svo sem lykt- in segir til um. Ef oft er hrært í þrónni er líka hætta á að botnfall myndist og það er ókostur, en útflutn- ingur mykjunnar skal framkvæmdur strax og hrært hefur verið. Þegar áburðarþróin hefur verið tæmd skal láta renna í botn hennar svo sem 15—25 cm lag af vatni, það hindrar að botnfall verði en botnfall, sem strax kemur í haughúsið, er mjög erfitt að skola burt við tæmingu. Hey, sand og mold á ekki að látan blandast fljótandi mykju. (New England Homestead) Freys veitir að þessu sinni yfirsýn yfir Akraneskaup- stað og nœrliggjandi sveitir til Skarðsheiðar. Á Akra- nesi er sementverksmiðjan, er sér allri þjóðinni fyrir sementi. Þar að auki getur hún miðlað til bœnda þvi kalki, sem þeim er brýn þörf á að fó til jarðvegsbóta og til áburðar. Margir bœndur notfœra sér þegar þjónustu verksmiðjunnar á þessu sviði en miklu fleiri þurfa hennar með. Það er mikilvœgt verkefni á nœstu árum að móta það kerfi, sem hagkvœmast og ódýrast reynist til þess að koma skeljakalkinu heim á hverja bújörð landsins — um allar sveitir þar sem jörð er yrkt og land nytjað. Sementverksmiðjan og bœndasamtökin hafa mikil- vœg hlutverk að leysa í þessu efni. k_____________________________________________ J

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.