Alþýðublaðið - 24.12.1923, Page 1

Alþýðublaðið - 24.12.1923, Page 1
1923 Aðfangadag jóla. Jólablað. Oss er í dag frelsari fæddur Brot úr jólapredikun eftir Ingimar Jónsson, prest á Mosfelli. >Yður er í dag frelsari fœddur, sem er Kristur drottinn.< Þannig hliómaði boðskapur engl- anna á Betlehemsvöllum forðum, og á sömu lund er boðskepur jólanna tll vor. Talsvert víða mundi svarið verða annaðhvort h <tt eða í hljóði: Purfum vór þá nokkurn frelsara ? Vér skulum fyrst líta í kringum oss í heiminum og spyrja: Þarf heimurinn frelsara með? fað er sagt, að sagan endur- taki sig, svo að hvað eftir annað hafl komið tímabil í sögu mann- kynsins, sem sóu talsvert, Jík hvert öðru. Það hefir enn fremur verið sagt, að nútíminn sé að mörgu leyti líkur tímanum fyrir og um fæðingu Krists. Og það er víst, að líkingin er miki). Ef vór litum fyrst á ytra borðið, stjórnarfar og fólagslíf, þá var, eins og kunnugt er, um þær mundir eitt stórt heimsríki, róm- verska ríkið. Það náði svo að segja ýfir allan þann heim. sem þá var þektur. Áður fyrr hafði Jómverska ríkið verið lýðveldí að nafninu til, enda þótt fáir höfð- ingjar róðu mestu, En nú var komið á einveldi og keisarast.jórn. Með byltiugum og borgaraatyrj- öldum var því þrengt upp á þjóð- ina. Um langen undrnfarandi tíma höfðn verið sífeldar styi jaldir ýmist innbyrðis eða út á við, og var barist ýmiet til valda, þegar þöfðingjarnir daildu, eða til lenda, þegar verið var að koma fieiri og fleiri þjóðum undir kúgunarok Rómverja. Rómverzka ríkið var Jjá að verða eins víðlent og vold- ugt og það nokkurn tíma varð, en þroskabraut þess er gegn um blóðsúthellingar, hryðjuverk og kúgun Rómverski keisarinn var þá voldugasti maður heimsins, en blóðferillinn liggur upp að hásæt- inu. Og þó er hann gerður — eða lætur gera sig — að guðl og heimtuð tilbeiðsla handa honum eins og guðdómi. Löndin, sem lutu Rómverjum, urðu að gjalda þeim þunga skatta. Eitt þeirra var Gyðingaland. Mann- talið, sem jólaguðspjallið getur um, var gert til þess að fá grundvöll undir nýja og hækkaða skátta, nýjar álögur á hina marghrjáðu íbúa skattlandanna. En féð rann til diottnaranna, hinna voldugu og auðugu, og var eytt af þeim í óhóf og munáð eða nýjar styrjaldir. Höfum vér nú ekki dæmin deginum Ijósari um líkt ástand? Eru ekki nú einmitt byJtinga- og umbrotatímar? Er ekki enn bar- ist bæði með vopnum og orðum og barist um völd og um lönd hauda hinum auðugu til að auðg- ast á? Eru ekki innanlandsstyrj- aldir í stóru ríkjunum og jafnframt verið að reyna að hrifsa til sín lönd frá öðrum þjóðum? Er ekki kúgun nóg í heiminum enn? Yerða ekki þjóðirnar að strita og þræla og sveitast blóðinu til þess að geta unnið fyrir álögum, sem er sve varið í munað og í stríð? Jú; vér þekkjum öll þessi dæmi alt of vel. Það var talið, að tíminn um fæðingu Krists, stjórnartími Agústusar keisara, væri gullöld í rómverska ríkinu. Gullöldin þýddi það, að rikið heíði áldrei fyrr verið eins voldugt og þá, og að ýmsar mentir stóðu á hærra st.ígi en áður. Og loks þýddi hún það. aö feiknamikill auður hafði safn- ast saman hjá notkrum mönnum. höfðingjum og hinum ráðandi róönnum, en þá var vitanlaga samfara auðnum mjög glæsilegt og ríkmannlegt líf hið ytra, svo að varla hefir slíkt þekst. En ekki var nú gljáinn nema á yzta eða efsta laginu. Þegar lengra kom niður í mannfélagið, var alt, rotnun og eymd og böl. Mikfll hluti mannfólksins voru ánauð- ugir þrælar auðmanna og hölð- ingja, en hinir, sem til hvoruga þess flokks gátu taliat, voru flestir manméttindalausir í vorum skiln- ingi, og öllu var haldið saman með öfiugu hervaldi. Einnig á vorum tímum heflr verið Játið hátt um menningu og framfarir. Eins og skáld og menia- menn keptust við að syngja Jof gullöldinni á dögum Ágústusar og dáðust ab honum sem höfundi hennar, eins hafa menn dáðst að vorum tímum og talið þá taka langt fram öflu, sem áður hefir verið. Og ekki hefir skort manna- dýrkunina heldur, og vitanlega hafa þeir mest verið dýrkaðir, sem sterkastir hafa verið annað- hvoit af völdum eða auði. Jafnvel hafa þær raddir heyrst og ekki svo lágværar, að >menn- ingin< mundi frelsa mennina. Reir heiðu eaga þðrf fyrir frels- ara eða trúarbrögð. Það væru úr- eltar hugmyndir og orðnar óþarfar nú í allri dýrðinni. Rað vantar ekki að yzta sekfln hafi verið vel fáguð á stundum á vorum dögum. Ekki vantar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.