Alþýðublaðið - 24.12.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.12.1923, Blaðsíða 2
á ALÞfÐTJBLÁÐIÐ auð og vellíSan — hjá þeim fáu útvöldu. Ekki vantar skraut og íagrar listir — hjá þeim táu. En ef vér grö'um dýpra, þá verður líkt nppi og á Krists tímum. Örbirgð og vesaldómur. eymd og ófrelsi leynist undir táguðu yfir- borði mannlífsins. Og eru ekki hinir ægilegu viðburðir seinustu ára skýr vitnisburður um það, að menningin er ekki einhlít, eða þá að hún heflr lent inn á alveg skakka braut? Og það hygg ég^ vera söUnu næst. Hún hefir mist of mikið sjónar á kærleiks- os? bræðralaga-hugsjón Krists og sakir þess orðið vopn í hendi sjálfselsku og eigingirni. Pað liggur ormur á gullaldar- gullinu vorra tíma, sami ormur og á dögum Ágústnsar. Pað er eigingirnin, sem miðar alt \ið sjálfan sig og gleymir öðrum mönnum, — og gleymir guði kærleikans og frelsisins, sem opin- beraðist í jólabarninú Jesú Kristt. Vitanlega væri ástandið þó marg- falt verra en þáð er, ef sú opin- berun hefði ekki verið gefln. því að svo mjög sem öll tæki og þekking tii framkvæmda bæði í góða og illa átt hafa fullkomnast og vaxið, þá væri óbærilegt að hugsa sór ástandið, ef öll áhrif kristindómsins væru þurkuð út, Þegar vér lítum nú til þessara Bvartnættistíma, sem voru kring um fæðingu Krists, þá dylst oss eigi, að þá var heiminum þörf á frelsara. Og hann kom. Aldrei hafá meiri tímamót verið í heiminum en þau, sem urðu við tæðingu Krists. Aldrei hefir gleðilegri fregn verið sögð í mann- heimi én Sú, sem englarnir fluttu, þessi fregn: >Yður er í dag frels- ari fæddur*. Aldrei hefk afdrifa- ríkari atburður orðið en fæðing jólabarnsins, því að þa íæddist, ef svo mætti segja, kærleikur guös inn í kynslóð mannanna. Kærleiksopinberun guðs í Jesú Kris'i er það, sem haldið hefir heiminum uppi frá algerðu hruni og látið hann þokast þó heldur í áttina tii umbóta þrátt fyrir svart- nættið og vonieysið, sem ríkti við íæðingu Jesú. Því miður verðum vór að játa, að kærleiksandi Krists heflr enn öem komið er náð alt of litlum tökum á heiminum- Þess vegna er hann eins og hann er. Eii þegar vér athugum það og líka þann samanburð, sam vér höfum gert við fortiðina, þá held ég, að oss geti ekki blandast hugur um, að heiminum er enn Þorf á frels- ara. já, mjög mikil þörf. Og frelsarinn kemUr. Hann kemur nú á jólunum og hann er alt af að koma. Hvar sem jólaboðskapurinn er fluttur, þar er hann í fö'r með. Hvar og hvenær sem orð hans, fagUaðar- erindið, er flutt eða haft um hönd, hvört sem er í margmenni eða i einrúmi, þar kemur hann líka og reynir að látá kærleiks- anda sinn hafa áhrif, iata hann fá inngöngu í sálir mannanna or samlíf þeirra, til þess að þeir megi verða sælir og frelsast undan ofurþunga öfugrar heimsstefnu, en njóta biessunar guðs, sem vill vera öllum faðir. Já; jafnvel hvar sem kristinn maður sýnir það í verkinu, að hann er sannariegur Krists lærisveinn, þar fæðist heim- inum frelsunarvon vegna þesa, að því fieiri sem þetta sýna, því nær kemst heimutinn og mannkynið því takmarki, sem því er ætlað að ná, — því meir frelsast það undan eymd og böli, aynd og spillingu. Oss veitist lótt að kannast við eymdarástand heimsins og synd hans og spillingu. En oss gleym- iist stundum að stinga jafnframt hendinni 1 eiginn barm og athuga ástandið þar. Á ekki hið illa við- líka ítök þar og í heiminum íyrir utan oss? Er ekki eigingirnin og sjalfselskan þar oft í hásæti? Eig- um vér ekki vorn þátt í því, að heimurinn eF ekki betri en hann er? Þurfum vér ekki sjálflr á frelsara að halda handa oss? Jú; sannarlega! > Og það er einmitt fagnaðarefni jólahátíðarinnar, ab oss, hverjum einstökum af oss, er fæddur frels- ari Gleðiboðskapur englanna er enn sem nýr eftir allar aldirnar. Og ef við tökum við honum i trú og alvöru, þá getur enn orðið eins og þeir boðuðu: >friður á jörðu með þeim mönnum, sem guð heflr velþóknun á.< Já; það getur orðið, og það er undir öss komið, hvort það verður. E"að er undir hveijíim eicstökum komið, og skilyrðið er. hvort hann tekur á móti jólabarninu, Jeyfir því að bua hjá sér og hafn áhrif á sig. Það er undir því komið, hvort hann lætur jólin koma og fara sem eintómt nafn eða þá giaum og gleðskap án þess, að þau snerti neitt hjarta bans, — eða hvort hann fiunur til innilegrar og hjartanlegrar gleði yfir fæðingu frelsarans, — frelsara síns, — og nálgast hann í trú og lotningu til þesa að fá hjálp hans og kraft til þess að veiða betri maður en áður. Kristur og kenningar hans er einmitt þab, sem heimurinn þavf. Kristur er það, sem vér þurfum. Ef mannkynið færi eftir kenn- ingu hans, þótt ekki væri nema að hálfu leyti, þá væri heimurinn alt öðru vísi en hann er nú og fœst af því böli, sem heiminn hrjáir, yæri þá mjög þungfært. Og ef vór gætum uppfylt alveg að eins eitt af siðaboðum hans, t d. boðorðið um að breyta við aðra menn eins og vór viljum að þeir breyti við oss, þá yrðum vér áreiðanlega eins og nýir menn i nýju umhverfl. Svo mikil yrði b'.eytingin, að vór mundum varla þekkja sjálfa oss né heiminn fyrir hið sama á eftir. En oss gengur illa að ná því fullkomnunarmarki að geta hlýtt því eina boði, Vér getura þ6 stefnt að því, og það er fyrir miklu. Og ef vór viljum reyna það, þá er einn allra sterk- asti þátturinn í þeirii viðleitni það að veita Kristi viðtöku sem jólabarni, kveikja fyrir honum jólaljós í hjartanu, heilagan eld, sem áldrei deyi. , Pá er oss ekki einungis í dag frelsari fæddur, heldur verður bann æflnlega eign vor. Yé. fæðist Krist- ur í hjörtum vorum, elst þar upp og lifir að eilífu. Kristseðlið, sem til er i hverri mannssál, vaknar þ4 til lífsins við áhiif jólabarns- ídb og jólaboðskaparins, vaknar í aálum vorum og tekur að vaxa og þroskast og hafa áhrif á breytni vora og lífsstefnu. fá er líka sálin orðin opin fyrir Kristi sjálfum og áhrifum hans, Og þá er oss í orðsins fylsta skilningi frelsari fæddiir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.