Alþýðublaðið - 24.12.1923, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 24.12.1923, Qupperneq 2
A L Þ i Ð tí B L A'Ð I fi 1 aub og velliSan — hjá, þeim fáu útvöldu. Ekki vantar skraut og fagrar listir — hjá þeim táu. En ef vér grörum dýpra, þá veröur líkt nppi og á Krists tímum. Örbirgð og vesaldótnur, eymd og ófrelsi leynist undir táguðu yflr- boröi mannlífsins. Og eru ekki hinir ægilegu viðburðir seinustu ára skýr vitnisburður um það. að menningin er ekki einhlít, eða þá að hún heflr lent inn á alveg skakka braut? Og það hygg ég> vera sönnu næst. Hún hefir mist of mikið sjónar á kærleiks- og bræðralags-hugsjón Krists og sakir þess orðið vopn í hendi sjálfselsku og eigingirni. það liggur ormur á gullaldar- gullinu vorra tíma, sami ormur og á dögum Ágústnsar. Það er eigingirnin, sem miðar alt við sjálfan sig og gleymir öðrum mönnum, — og gleymir guði kærleikans og frelsisins, sem opin- beraðist í jólabarninú Jesú Kristi. Vitanlega væri ástandið þó marg- falt verra en það er, ef sú opin- berun hefði ekki verið gefln. því að svo mjög sem öll tæki og þekking tii framkvæmda bæði í góða og illa átt hafa fullkomnast og vaxið, þá væri óbærilegt að hugsa sór ástandið, ef öll áhrif kristindómsins væru þurkuð út. í>egar vór lítum nú til þessara svartnættistíma, sem voru kring um fæðingu Krists, þá dylst oss eigi, að þá var heiminum þörf á frelsara. Og hann kom. Aldrei hafá meiri tímamót verið í heiminum en þau, sem urðu við tæðingu Krists. Aldrei hefir gleðilegri fregn verið sögð í mann- heimi en sú, sem englarnir fluttu, þessi fregn: >Yður er í dag freis- ari fæddur<. Aldtei heflr afdrifa- rikari atburður orðið en fæðing jólabarn8ins, því að þá fæddist, ef svo mætti segja, kærleikur guös inn í kynslóð mannanna. Kærleiksopinberun guðs í Jesú Kris'i er það, sem haldið heflr heiminum uppi frá algerðu hruni og látið hann þokast þó heldur í áttina til umbóta þrátt, fyrir svart- nættið og vonleysið, sem ríkti við fæðingu Jesú. því miður verðum vór að játa, að kærleiksandi Krists heflr enn sew komið er páð alt of litlum tökum á heiminum. Þess vegna er hann eins og hann er. Eu þegar vér athugum það og líka þann samanburð, sem vór höfum gert við fortíðina, þá heid ég, að oss geti ekki blandast hugur um, að heiminum er enn þorf á frels- ara. já, mjög mikil þörf. Og frelsarinn kemur. Hann kemur nú á jólunum og hann er alt af áð koma. Hvar sem jólaboðskapurinn er fluttur, þar er hann í för með. Hvar og hvenær sem orð hans, fagnaðar- erindið, er flutt eða haft um hönd, hvort sem er í margmenni eða í einrúmi, þar kemur hann líka og reynir að látá kærleiks- anda sion hafa áhrif, láta hann fá inngöngu í sálir mannanna og samlíf þeirra, til þess að þeir megi verða sælir og frelsast undan ofurþunga ölugrar heimsstefnu, en njóta blessunar guðs, sem vill vera öllum faðir. Já; jafnvel hvar sem kristinn maður sýnir það í verkinu, að hann er sannariegur Krists lærisveinn, þar fæðist heim- inum frelsunarvon vegna þess, ,að því fieiri sem þetta sýna, því nær kemst heimurinn og mannkynið því takmarki, sem því er ætlað að ná, — því meir frelsast það undan eymd og böli, synd og spillingu. Oss veitist létt að kannast við eymdarástand heimsins og synd hans og spillingu. En oss gleym- ist stundum að stinga jafnframt hendinni f eiglnn barm og athugá ástandið þar. Á ekki hið illa við- líka itök þar og í heiminum fyrir utan oss? Er ekki eigingirnin og sjálfselskan þar oft í hásæti? Eig- um vér ekki vorn þátt í því, að heimurinn er ekki betri en hann er? Þurfum vér ekki sjálflr á frelsara að halda handa 088? Jú; sannarlega! Og það er einmitt fagnaðarefni jólahátiðarinnar, að oss, hverjum einstökum af oss, er íæddur frels- ari Gleðiboðskapur englanna er enn sem nýr eftir allar aldirnar. Og ef við tökum við honum i trú og alvöru, þá getur enn orðið eins og þeir boðuðu: >friður á jörðu með þeim mönnum, sem guð heflr velþóknun á.< Já; það getur orðið, og það er undir oss komið, hvoit það verður. Það er undir hveijiim einstökum komið, og skilyrðið er. hvort hann tekur á móti jólabarninu, ieyflr því að búa hjá sér og hafa áhrif á sig. Það er undir því komið, hvort hann iætur jólin koma og fara sem eintómt nafn eða þá glaum og gleðskap án þess, að þau snerti neitt hjarta hans, — eða hvort hann fiunur til innilegrar og hjartanlegrar gleði yflr fæðingu frelsarans, — frel3ara síns, — og nálgast hann í trú og lotningu til þess að fá hjáip hans og kraft til þess að veiða betri maður en áður. Kristur og kenningar hans er einmiti það, sem heimurinn þarf. Kristur er það, sem vér þurfum. Ef mannkynið færi eftir kenn- ingu hans, þótt ekki væri nema aö hálfu leyti, þá væri heimurinn alt öðru vísi en hann er nú og fæst af því böli, sem heiminn hrjáir, væri þá mjög þungfært. Og ef vér gætum uppfylt alveg að eins eitt af siðaboðum hans, t d. boðorðið um að breyta við aðra menn eins og vór viljum að þeir breyti við oss, þá yrðum vér áreiðanlega eins og nýir menn i nýju umhverfi. Svo mikil yrði bieytingin, að vór mundum varia þekkja sjálfa oss nó heiminn fyrir hið sama á eftir. En oss gengur illa að ná þyí fullkomnunarmarki að geta hlýtt því eina boði. Yér getum þó stefnt að því, og það er fyrir miklu. Og ef vór viljum reyna það, þá er einn alira sterk- asti þátturinn í þeirri viðleitni það að veita Kristi viðtöku sem jólabarni, kveikja fyrir honum jólaljós í hjartanu, heilagan eld, sem aldrei deyi. Pá er oss ekki einungis í dag frelsari fæddur, heldur verður hann æfinlega eign vor. t>á fæðist Krist- ur í hjörtum vorum, elst þar upp og liflr að eilífu. Kristseðlið, sem til er í hverri mannssál, vaknar þá til lífsins við áhiif jólabarns- ins og jólaboðskaparins, vaknar í sálum vorum og tekur að vaxa og þroskast og hafa áhrif á breytni vora og lífsstefnu. fá er líka sálin orðin opin fyrir Kristi sjálfum og áhrifum hans. Og þá er oss í orðsins fyista skilnÍDgi frelsari fæddur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.