Alþýðublaðið - 24.12.1923, Síða 3

Alþýðublaðið - 24.12.1923, Síða 3
JóIablaS. ALÞf ÐTJBL'AÐIÐ t UNDTR tmnimnimmimnniniiiiwiMinimmrntiiiii iiiHiimiiimmmmmmmmmmiimmmmmmmmmimmmmmmmn Skuggsýnt er um skemstan dag og skamt á milli hríða. Þá er önugt þeim, sem mörgu kvíða, stundin lengi að líða, langt til vors að bíða í svölu hreysi um sólarlag, er sviðrar um gluggann éljaslag. Milli þilja er músanag; myrkrið lœðist víða. Þú finnur það að fólum þínum skríða. Berst að eyrum líksöngslag; lágum rómi feigðarbrag draugar syngja og svellvðum þekjum ríða. Opnar undir svíða. Við alt er nú að stríða. Vonir lands og lýða liggja í rústum víða. Hver mun klakann þýða, sem kominn er milli hlíða. Löngum, þegar lœgst er sól, Ijósin dauf og kaffent skjól, úr húminu rísa heilög jól. Hœkkar stjarnan fríða. Hringt er þá til helgra jólatíða. Theódóra Thoroddsen, BIORN BRE’IÐVÍKINGAKAPPI >Guls mundum vit vilja viðar ok blás í miðli — grand fœ ek af stoð stundum strengs — þenna dag lengstan*. I. Frá ströndum Islands sigldi Björn á sœ. Hann sá í anda kvikan glampa’ um limin, hinn gula skóg við haustsins bláa himin og hugumljúfa svannans grœna bœ. Því virtist orpið öllu’ á tóman snœ, og undrun vakti honum dularsviminn, er seiddi þrá hans fram um fosshvít brimin í forvitninnar œfmtýrablœ. Hvers mátti vœnta? Var ei glatað alt9 Og var ei fyrir stafni hafið kalt með auðn og myrkur, ógn og löðrið saltf Hvers mátti vœnta? Einskis! En þó var, sem œskubjarma legði’ á sollinn mar. og falinn grun í sinni sál hann bar. II. Hann hrepti storma’ og hafvillur að lokum, — af holskeflanna múg var skipið elt, unz gegnum loftið grátt af scevar-rokum hann grilti mishœð, sem hatm Irland hélt. g En röndin blá við austur sökk í svefni, og sól sló veslurhliðum upp á gátt. Með gullin blik og bjarma fyrir stefni kvað bláfold sina aldadrápu hátt. En skýjajötnar blakkir brúnum lyftu, sem byði þeim að víkja œðri hönd. Og Björn lét ráða byr og farmannsgiftu, hvort bœri’ í djúpið eða’ að nýrri strönd. F Þeir undu nú upp segl, er fyr þeir sviflu, og sigldu beint á kvöldsins roða-lönd. m. Það sýnist heimska’, að sigla nýja vegi, á súðum láta vaða stökka gnoð, — en hugur sumra stenzt þá eggjun eigi, er œfintýri’ og hœttur senda boð. Þeir hrœðast ei, þótt oft á dökkum legi að engu verði traust og vina-stoð. Þeir horfa móti hárra vona degi, og hjartað þráir fegra sólarroð. — Og áfram sigldi Björn í blíðu’ og stríðu. Hann bar sitt hugboð einn og djúpa þrá, unz fyrst hann eygði yfir hafi víðu, hvar annar blámi lyftisl hœgl úr sjá. Og loks á bak við unn og eyðisand í árdagsfegurð skein hið nýja land. IV. Hið nýja land, er fornar sagnir segja að svífi lengst í veslur-roðans átt, var stórt og dýrðlegt: Dimmir skógar þegja, — sem draumur vorsins hvelfist loftið blátt. Það hafði legið óþekt aldanátt, sem upp úr hafi stigin vœri Freyja og biði hljóð þess manns, er hefði mátt og manndóm til að sigra eða deyja. — Björn kom ei aftur. Farmenn sögðu frétt, er fundu hann sem kóng í nýrri álfu; og heim lil Fróðár hetjan kveðju sendi. Því ástin gleymist ekki, þótt menn lendi við ókunnugra heima vararklett: Hún vinnur bug á hafi’ — og heli sjálfu. Jakob Jóh. Smári.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.