Alþýðublaðið - 24.12.1923, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.12.1923, Blaðsíða 4
4 AlI>'fÐTJBL A.í)ífe Lejndarðómir starfsiis Brot iHli* Ksrma-yoga. eftir Swami Yivékananda. (Swami Vivekananda vár indverflkur . munkur og dulspekingur, fæddur 1863, diinn 1901 eða 1902. Hann fór víða um beim og vakti bvarvetna frábæra athygli fyrir manngöfgi, andríki og mælsku. 1 Iridlandi gerðist hann fyrst brautryðjandi margra framfara, en á BÍðari árum æfinnar gaf hann sig ein- göngu við andlegum efnum. Bann hefir ritað fjölda bóka, margar á ensku, og floflt eru rit hanB skrifuð af óvenjulegri snild. Eitt af þeim er Karma-yoga. Það mætti kalla fltarfarækt á íslenzku. I’atta litla brot, sem hér birtist, er tekið á víð og dreif úr III. kafla bókarinnar.) Það er sannarlega œikilsvert. að veita öðrum líkamlega hjálp með þvf að seðja líkamsþarfir þeirra, en hjálpin er meiri, þegar þörfln er melri og hjálpin frekár til fram- búðar. fað er sannarlega hjálp ef hœgt er að bæta úr stundarþörf- um manns, en meiri hjálp er það, ef unt er að bæta úr ársþörfum hans, og mesta hjálp, sem áuðið er að veita, er að útrýma þörfum hans að fullu og öllu. Að eins andleg þekking getur útrýmt ves- aldómi vorum áð fullu og öllu. Öll önnur þekking bætir að eins úr stundarþörfum vorum. Ef únt er að breyta eðli mannsins, þá fyrst verða þarfir hans að fullu og öllu að engu. Þörfunum verður að eins útrýmt með andlegri þekkingu. Bess vegna er andleg hjálp mesta hjálpin, sem auðið er að veita, Sá, sem veitir andlega þekking, er mesti velgerðarmaður mannkynsins, og þeir, er bætt hafa úr andlegum þörfum manna, hafa verið máttugustu mennirnir, því að það er undirstaða alira annara verka. Sá, sem er andlega sterkur og heilbrigður, verður sterkur á öllum öðrum sviðum, ef haun vill, og líkamlegum þörfum verður jafnvel ekki fullnægt fyrr en mann- kynið heflr, öðlast andlegan styrk. Skynsemishjálp gengur næst and- legri hjálp. Bekkingargjöf er miklu dýrmætari eh matargjafir og fata. Hún er jaftível dýrmætari en líf- gjöf, af því að undirstaða hins sanna lífS er þekking. Fávizka er dauði. Bekking er líf. Lif í myrkri, sem er fálm gegnum fávizku og vesaldóm, er mjög lítilsvert. Pessu næst er auðvitað líkamleg hjálp. Vér verðum þess vegna að forð- ast þann misskilning, þegar vér veitum einhverjum hjálp, að lík- amleg hjálp sé eina hjálpin, sem urit sé að veita, Líkamleg hjálp er síðast og sizt, af því hún veitir ekki varanlega fullnæging. Át sefar htrngur, en hungrið kemur aftur. Sársaukanum linnir ekki fyrr en mér er fullnægt að fullu og öllu. Bá þjáir hungur mig ekki framar; bágindi, sársauki og sorgir hafa engin áhrif á mig. Bass vegna er sú hjálpín dýrmætust, sem miðar að því að styrkja oss andlega. Næst henni kemur skynsemishjálp og þar á efiir líkamleg hjálp. ... Bað er meginkjarni þessarar kenningar, að þú starflr eÍDS og meistari, en ekki eins og þræll. Starfaðu látlaust,, en starfaðu ekki eins og þræll. Sérðu ekki, hvernig allir starfa? Engum hlotnast hvild. Níutíu og níu hundraðshlutar mánnkynsins starfa eins og þrælar og afleiðingin er eymd. Petta er eigingjarnt starf. Starfaðu frjáls! Starfaðu af ást! Hugtakið ást er ekki auðskilið. Ast á sér aldrei stað, íyrr en frelsið er fengið. frællinn á eDga ást. Ef þú kaupir þræl, setur hann í viðjar og lætur hann vinna fyrir þig. erfiðar hann baki brotnu. En þar er ekki um ást að ræða. Svo vinnum vér eins og þrælar í þágu heimsins. Vér vinnum ekki af ást, og verk vor eru ósönn. Eins er um störf vor í þágu ættingja og vina. Hugsum oss mann, sem elskar konu. Hann vill hafa hana hjá sér og sárþjáist sí og æ af afbtýðisemi. Hann heimtar, að hún sitji hjá sér og standi hjá sér, eti og hagi sér eftir sínum bendingum. Hann er þræll hennar. Þetta er ekki ást. Bað er sjdklegt þrælseðli, sem ’ hylur sig undir yfirskini ástar. Ást getur það ekki verið af því, að það huflr þjáningar í för með sór. Ef konan gerir ekki það, sem maðurinn vill, veldur það sárs- auka. Ást getur aldrei af sór sárs- auka. Ást heflr að eins sælu í för með sér, Ef ekki, er þar ekki nm ást að ræða. Þetca er ekki ást, þót.t vér köllum það svo. Begar þér tekst að elska svo manninn þinn, konuna þína, börnin þín, veröldina, alheiminn, að það hafl ekki þjáningar í för með sér, afbrýðisemi né neinar eigiugjarnar tilfinningar, ertu íær u'm að vera óháður. Krishna segir: »Lít,tu til mín, Arjuna! Gervallur alheimurinu lið- ur undir 'lok, ef ég hætti að starfa eitt einasta augnablik. En samt hefi ég eugra launa að vænta frá alheiminum. Ég er drottinn. Eg hefi engra laúna að vænta frá al- heiminum. En hví vinn ég? Af því að ég elska heiminn.y Guð er óháður, af því að hann elskar. Sönn ást gerir oss óháða. Éú mátt vita, að það er líkam- legt, að maðurinn er háður, heldur dauðahaldi í hlutina, — eins konar líkamlegur samdráttur milli efnishfuta, eitthvað, sem dregur tvo líkami stöðugt hvorn nær öðrum og veldur sársauka, þegar líkamarnir geta ekki nálg- ast. lengur hvor annan, En sönn ást er óháð líkamlegum samdrælti. Astin er söm og jöfo, þótt lík- aminn sé þúsundir mílna burtu. Hún deyr ekki. Hún hefir aldrei þjáningar í för með sér. . . . Gerðu það, sem þú getur fyrir einstaklinga, borgir og ríki, en stattu eins gagnvart því og börn- um þínum —, vænstu einskis. Ef þú getur alt af tekist á hendur hlutverk gjafarans, skoðað gjaflr þínar frjálsa fórn t.il heimsins, án nokkurrar hugsunar utn endur- gjald, vinnurðu verk, sem binda þig ekki. Fjötrarnir stafa af því, að vér æskjum einhvers. Hugmyndin um fullKomna sjálfs- fórn er skýrð í þessari sögu. Eftir orustuna við Kurukshetra héldu Pandu-bræðurnir fimm mikla fórn- arhátíð og gáfu fátækum stórgjaflr. Fölkið dáðist alt að því, hversu fórnarhátíðin væri vegleg og rík- magnleg, og sagði, að slík fórnar- hátíð hefði aldrei verið haldin 1 heiminum fyrr. En eftir hátíðina bár þar að dálítinn mongúa. Hann var gyltur á annari hliðinni, en brúnn á hinni, og hann tók að velta sér á fórnargólfi hallarinnar. Síðan sagði hann til þeirra, sem við voru staddir: »fér eruð allir lygarar. Þetta er ekki fóra.'C »Hvað er þetta?< hrópuðu þeir,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.