Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 36

Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 36
6. Umsóknir um þátttöku tilkynnist viðkom- andi búnaðarsambandsformanni, skóla- stjóra eða kennurum Bændaskólans á Hólum, sbr. undirskriftir á námsskránni, fyrir 14. janúar 1980. Hólum í nóvember 1979. Vinsamlegast, Haraldur Árnason, skólastj. Námskeið í búfræði Bændaskólinn á Hólum hefur ákveðið að efna til tveggja námskeiða í búfræði, sem standi í þrjár vikur hvort. Fyrra námskeiðið hefst mánudaginn 11. febrúar og lýkur 1. mars nk., en hið síðara hefst mánudaginn 3. mars og lýkur 22. mars. Á námskeiðum þessum verður boðið upp á bæði verklega og bóklega kennslu, sem miðuð verðurvið að veita hagnýtaþekkingu í landbúnaði. Námskeiðin eru öllum opin, en við undirbúning þeirra eru einkum hafðir í huga ungir bændur og þeir, sem eru að hefja búskap og hafa ekki gengið á búnaðarskóla. Skólastjóri og kennarar við Bændaskót- ann á Hólum munu annast leiðbeiningar, en að auki munu ráðunautar Búnaðarfélags ís- lands og fleiri starfsmenn landbúnaðarins halda þar fyrirlestra. Bóklegir tímar verða á morgnana, sex daga vikunnar, en verklegirtímareftir hádegi frá mánudegi til föstudags. Aðkomufyrirlesarar leiðbeina annars veg- ar í þeim greinum, sem eru á námsskrá, og haldahinsvegarfyrirlestrautan stundaskrár. Leitast verður við, að bóklegt nám fari þannig fram, að þátttakendur verði sem virk- astir með hringborðsumræðum o. þ. I. (6 kennslustundir) a. Fóðurmatskerfi, sem notuð eru hér- lendis. b. Fóðuráætlanir. 2. Nautgriparækt. (9 kennslustundir) a. Fóðurþörf nautgripa til viðhalds og framleiðslu. b. Fóðuráætlanir fyrir mjólkurkýr. 3. Mjaltavélar og mjólkurtækni. (6 kennslustundir) 4. Sauðfjárrækt. (6 kennslustudir) a. Næringarþörf og fóðrun sauðfjár, vetrarfóðrun og fengieldi. b. Fóðuráætlun fyrir sauðfjé. II. Jarðrækt. 1. Jarðvegsfræði. (3 kennslustundir) a. Helstu aðferðir við framræslu og jarð- vinnslu. 2. Áburðarfræði. (9 kennslustundir) a. Næringarþörf jurta og önnur vaxtars- kilyrði. b. Tegundir tilbúins áburðar. c. Búfjáráburður. d. Áburðaráætlanir. 3. Nytjajurtir. (15 kennslustundir) a. Útlit og eiginleikar helstu grasteg- unda. b. Meðferð túna og varnir gegn kali. c. Nýræktir, fræ og fræblöndur. d. Nýting úthaga og beitarþol. e. Grænfóðurrækt. f. Matjurtarækt. Námsskrá námskeiðanna verður eftirfarandi: A. BÓKLEGAR GREINAR. I. Búfjárrækt. 1. Fóðurfræði. III. Bútækni. 1. Kynning á lesefni með verklegu námi. (3 kennslustundir) 2. Heyverkun. (6 kennslustundir) a. Áhrif sláttutíma á fóðurgildi heysins. 24 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.