Alþýðublaðið - 24.12.1923, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.12.1923, Blaðsíða 7
alMðubi/aíis Til laadamæri Rnsslands. E*tir Ólaf Iriðrihsson. Þegar ég og samfylgdarmenn mínir vöknuðu 12. nóv. 1922, vorum við í Niw va. Piestir íslendirgar hafa heyrt þeirrar borgar getið, af því að það var þar, að Karl tólfti Svíakon- ungirr vann íyisfá sigur sinn á Rússum. Svíarnir voru 8 þús., en Rússarnir 60 þúsund. Karl réðist á Rússana í snjóbyl og vaon sig- urinn á einurn klukkutíma. Þetta var 30. nóv. árið 1700, Narva er ekki stór bo g, — eitthvað á stærð við Reykjavík, — en mikill hluti borgarinnar liggur í rústum. því að hér var barist grimmilega í nóvernber og dezember 1919. Aust'an við borg- ina rennur Narvafljótið, skolg átt, straumhait og vatnsmikið, senni- lega töluvert stæna en Ölfusá og í’jórsá til samans. Fljótið rennur í djúpum gijúfrum sem það heflr graflð, en eitthvað tvær mílur tyrir norðan borgioa fellur það til sjávar (í Helsingjabotn) Danir áttu eitt sinn Narva, en síðar Svíar, sem mistu borgina til Rússa 1704. Nú tilheyrir hún Eist- landi, — Eesti, eins og þarlendir menn nefna sjálfir land s'tt. Eist- ur urðu sjálfstæðir upp úr ófiiðn- um mikla, en áður var land þeirra að eins einn hluti Rússlands. og keisarastjórnin bannaði að kenna tungu þeirra. Eesti er með minstu rikjum álfunnar. íbúainir eru eitthvað hálf önnur miiljón, en nokkuð af þeim eru Rússar og nokkuð Pjóð- verjar og að austan er eitthvað af Ingermönum, sem eru skyldir Eistum, og að vestán kvað eitt- hvað vera eftir af Lívum, sem lika eru frændur þeirra. Enn þá heitir stórt land Lívland, en það er nú að hálfu leyti í Eistlandi og hálfu leyti í Lettlandi,[en þjóðin Livar er hér um bil horfin: búiu að taka upp ýmisc mál Eista eða Letta, aðallega hinra síðarnefndu, og tunga þeirra sama sem útdauð. fað heflr þó ekki verið kúgun af hálfu þessara þjóða um að kenna, því að bæði Eistur og Lettar hafa sjálflr verið kúgaðir af Rússakeis- ara, þó lítils háttar kensla á lett- nesku væri leyfð. En úr því minst er á framandi tungumál í Eistlandi, er rétt að minnast á Rúney (Runö). sem er í miðjum Rigaflóa og telst nú til Eistlands, Sú eyja er afskekt, þó í siglingaleið sé, áf því að kring um hana eru afarmiklar grynning- ar, og mun það vera orsökin til þess, að eyjarskeggjar hafa getað haldið tungu sinni, sem er af nor- rænu bergi brotin. En álitið er, að Rúneyingar sóu afkomendur nor- rænna víkinga. er bygt hafi eyjuna frá Svíþjóð. Tunga þeirra eyjar- skeggja er töluvert frábrugðin hinum Norðurlandamálunum, en telst ótvírætt til þeirra, eins og Orkneyja tungan, sem heflr verið að líða undir lok og vikja fyrir enskunni síðustu mannsaldrana. Eistuv tala mál, sem er ná- skylt finskunni, að sögn viðlíka skylt og danskan sænskunni. en fólkið er mjög líkt að útliti Norð- urlandabúum og að mór virtist áberandi ljóshært. Það var víst fyrir eitthvað hálfri annari tugöld (ætli óg megi ekki nota það orð), að finskir þjóðflokkar, að mig minnir sam- bland af Tavöstum og Kirjálum, lögðu landið undir sig sunnanvert við Helsingjabotn, — hið núver- andi Eistland. — Sjálfir hurfu þeir upp í þjóðina, sem fyrir var, sem vafalaust var ljóshærð og lang- höfðuð, en tungu þeirra tók und- irokaða þjóðin upp, að sínu leyti eins og forfeður Rúmena tóku upp tungur Rómverjanna, sem lögðu landið undir ’sig, svo að ég nefni þá þjóð, sera eftirtektarverð- ast er að tali dótturmál latín- unnar. En áfram með sögunal Yið vorum komnir t.il Narva, höfðum vevið alla nóttina á leiðinni frá Reval, höfuðborg Eistlands, en þangað komum við sjóleiðis frá ^tokkhólmi, og er það að eins sólahringsferð á gufuskipi. Eistur kalla hðfuðborg-«ína Tallinn, en það kvað þýða Danaborg. Það voru Danir, sem reistu borgina 1219, en þeir áttu þá landlð, Reval hefir nú um 170 þús. íbúa, en er ein- hver miðaldalegasta borgin í Ev- rópu, eítir því, sem segir í Baedeker. ____________ í Reval spurðist ég fyrir um kaup verkalýðsins, og stóríurðaði mig á því, hve lágt það er, enda mun verkalýður Eistlands rótt d aga fram líflð og meira ekki. Kaupið var fyrir aimennan verka- mann 100 eistn sk mörk, en það var að mig minnir, jafnmikið og 60 sænskir aurar! En eins og kunnugt er, er ekki rétt að miða kaup verkamanna eítir gengi myntar þjóðar þeirrar, sem um er að ræða, heldur eftir kaup- getu peninganna í landinu sjálfu. En þetta hundrað marka kaup verkamannanna í Reval er litið betra en það er miðað við gengið; það sá ég, þegar óg fór að spyrj- ast fyrir um verðið á ýmsum vöru- tegundum, Rúgbrauð kostaði til dæmis 27 mörk, 1 J/2 kg. brauð; smjörið kostaði 250 möik kg., eggin 10 mötk, kjötið 37 mörk, hvítasykur högginn 62 mörk. Fyrir dagkaupið getur verkamað- urinn í Reval þvi ekki einu sinni keypt tvö heilbrauð af rúgbrauði, og er þó aðalframleiðsla landsins rúgur; en hór hjá okkur er verka- kaupið nóg fyrir 9 brauðum og þó of lágt. Til þess að geta keypt pund af smjöri (sem hann þó vit- anlega aldiei getur gert) þyrfti eistneski verkamaðurinn að vinna í 2t/js dag! Af eggjum gæti hann keypt 10, af kjöti 6 pund, en af sykri að eins 3^/é pd. fyrir dag- kaupið. fað er ekki furða, þó eist- neski verkamaðurinn og fjölskylda hans nærist aðallega á þurru rúg- brauði! Þessi bágu kjör verka- mannanna í Reval eru mjög Hk því, sem þau hafa alt af verið og voru um alt ríki Rússakeisara. í’að var áberandi, eftir að ég kom til Rússlands, aÖ bera saman kaup verkamanna og vöruveiðið þar, og er ekki að furða, þó verkalýð- ur Eistlands sé >hraðfara< í skoð- unum. Annars er rétt að geta þess, að þar í landi er samfyTking, >united front<, sem Englendingar kalla, >Enhedsfront< á dönsku; það er: kommunistar og social- demokratar vinna 1 fuílri samein- ingu gegn auðvaldinu, eins og við gerum hór á fslandi. Eq það er ilt að halda sór við söguþráðinn, þegar maður segir ferðasögu, en óg verö að reyna það. Lest.in átti að stanza í marg- ar klukkustundir í Narva, svo ég og ileira sr'míeiðafólk fórum að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.