Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.01.1982, Qupperneq 30

Freyr - 15.01.1982, Qupperneq 30
Einar Hannesson Veiðifélag — samtök veiðréttarhafa á laxi og silungi Elstu ákvœði laga um sérstök samtök um veiði eru frá árinu 1886 og bera yfirskriftina: Friðun á laxi. Par var heimiluð stofnun félags eigenda við á, efmeirihlutiþeirra vildi, að veiða ífélagi, til að koma á meirifriðun en lög ákváðu. Svipuð ákvœðigagnvartsilungsveiði komu í lög árið 1909, er nefndust: Samþykktir um friðun silungs og veiðiaðferðir í vötnum. Árið 1929 voru samþykkt lög um sérstök fiskræktarfélög, þar sem mönnum er veiðirétt eiga í sama fiskihverfi var heimilað að gera með sér félagsskap um fiskrækt. Nokkrum árum síðar þegar hin gagnmerka, ítarlega veiðilöggjöf 1932 var í undirbúningi, voru fyrr- greind ákvæði um fiskræktarfélög felld inn í lögggjöfina og einnig var bætt inn í hana ákvæðum um veiði- félög. Veiðifélögin höfðu vald til að ráðstafa veiði, en til þess að stofna slíkt félag, þurftu 2h ábú- enda jarða á svæðinu að sam- þykkja félagsstofnunina. Veiðivatn — líffræðileg heilcl. Eins og kunnugt er, mynda ár og vötn eina líffræðilega heild og sá fiskur, sem lifir á svæðinu eða gengur um það, fram og tilbaka, er því sameign allra, sem land eiga að því svæði. Til þess að koma í veg fyrir að ofnýting eigi sér stað og ekki síður hitt, til að opna mögu- leika á að tryggja eðlilegt viðhald og aukningu fiskistofnsins þarf að vera fyrir hendi samstaða allra hlutaðeigandi. Þar kemur veiðifé- lag einmitt til skjalanna: það á að tryggja þetta, ásamt því að veiði- hlut eða arði af veiði sé sanngjarnt skipt milli aðila og í því efni gildir arðskrá veiðifélags. I þessu sam- bandi ber að hafa í huga annan aðaltilgang lax- og silungsveiðilaga sem sé að jafna veiði milli veiði- eigenda. Algengast er að félagssvæði veiðifélags taki yfirheiltfiskihverfi nema sérstaklega standi á. Þá ná sum félög til fleiri en eins fiski- hverfis og gildir það eingöngu um vatnaklasa á afrétti, sem sömu að- ilar eiga hlutdeild í. Félag tekur ætíð til allrar veiði á félagssvæðinu. í sumum tilvikum tekur félag yfir stærra svæði en fiskihverfi, enda sé ætlunin að gera fiskgengt, og/eða nýta hrygningar- og uppeldissvæði ofan ófiskgengra fossa. Jafn atkvæðisréttur. Atkvæðisréttur í veiðifélagi er bundinn við ábúendur lögbýla og eigendur eyðijarða. Þó eru tak- markanir á þessu. Ef maður býr á fleiri en einni jörð, ber honum að- eins eitt atkvæði. Hið sama gildir, ef maður á fleiri en eina jörð, ber honum aðeins eitt atkvæði. Um af- réttarfélögin svonefndu gildir það, að fyrir hvert lögbýli, sem upp- rekstur á á afrétt, kemur eitt at- kvæði en þó með fyrrgreindum takmörkunum. Alþingi ákvað árið 1970 að lög- binda stofnun veiðifélags, en áður höfðu ákvæði um fiskræktarfélög verið felld út, en veiðifélögum gert að skyldu að stunda fiskrækt. Er því skylda að koma á fót veiðifélagi um allar ár og vötn í landinu, svo fremi að fleiri en tveir aðilar eigi hlut að máli. 146 veiðifélög í landinu. Við gildistöku laganna 1970 voru veiðifélög 70 talsins, en nú eru þau 146 að tölu, og hefur fjöldi þeirra því tvöfaldast á þessu 10 ára tíma- bili. Af veiðifélögunum eru 14 sem taka eingöngu tii stöðuvatna. Hins vegar eru um 30 félög sem auk ánna ná einnig yfir stöðuvötn. Veiðifélögin skiptast þannig á landshlutana (kjördæmin): Reykjanes 6, Vesturland 39, Vest- firðir 21, Norðurland vestra 27, Norðurland eystra 20, Austurland 12 og Suðurland 21. Félög er taka eingöngu til stöðu- vatna eru á eftirtöldum svæðum: Elliðavatn, Skorrdalsvatn, Reyðarvatn, vötn á Arnarvatns- heiði, vötn á Auðkúluheiði, vötn á 70 — FREYR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.