Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.01.1982, Qupperneq 38

Freyr - 15.01.1982, Qupperneq 38
Fegurd—hvíld—fridsœld. Einn af veiðifélögum Hákonar Jóhannssonar, Kristján Kristjánsson við Norðurá. Prúður og háttvís fluguveiðimaður, sem margur út- lendingurinn mcetti taka sér til fyrirmyndar. (Ljósm. Hákon Jóhannsson). Pað er erfitt að segja um hvað margir stunda stangaveiði hér á landi. Um það eru ekki til skýrslur. Eg tel að það muni vera um eða rúmlega 25 þúsund manns. Þar af sennilega um 6 þús., sem stunda laxveiði. Án nokkurs vafa er stangaveiði mjögheilbrigð íþrótt. Menn eru úti allan daginn, ganga með strönd vatnsins eða langs með ánni, oftast fleiri km. í misjöfnu veðri, eins og það er hjá okkur. Oftar en hitt, blæs vindurinn, eða þá að það rign- ir, stundum reyndar hvoru tveggja, enda þótt við fáum einnig góð- viðrisdaga. Petta herðir okkur að- eins og veitir okkur líkamlega styrk, og einnig andlegt jafnvægi. Oft er spurt hvað það sé, sem geri stangaveiðina svo heillandi og eftirsótta, sem raun ber vitni. Vafalaust eru það mörg samverk- andi áhrif, eins og að komast burt frá dagsins önn, að dveljast við ána eða vatnið og njóta friðsældar, ýmist einn eða með góðum félög- um. Virða fyrir sér straumlag og geta sér til um hvar fiskurinn muni helst liggja, virða fyrir sér gróður, landslag og fuglalíf og fylgjast með þeim árangri, sem fiskræktin hefur borið. — Svo er það spennan, sem gagntekur mann, þegar laxinn grípur fluguna og bregður sér á hamslausan leik. Hvernig eru íslenskir stangaveiði- menn? Oft er einnig spurt um hvernig ísl. stangaveiðimenn séu. Þau kynni, sem ég hef haft af ísl. stangaveiðimönnum, og þau eru mikil, eru yfirleitt á einn veg, þegar á heildina er litið. Peir eru góðir stangaveiðimenn, örfáir nokkuð kappsamir, sem er vissulega mann- legt og það eru útlendingar einnig, eins og ótal dæmi eru til um. Þeir eru flestir hverjir tillitssamir og hjálpfúsir og umfram allt góðir veiðifélagar. Einn okkar kunnasti laxveiði- maður og rithöfundur, Björn J. Blöndal segir í sinni ágætu bók ,,Vatnaniður“ að „bestu íþrótta- ntennirnir og félagarnir hafa verið íslendingar.“ Alveg eins og golfvöllurinn er leikvöllur golfmanna eru árnar og vötnin það sama fyrir stangaveiði- menn. Munurinn er aðeins sá að kylf- ingar hafa fullkomin umráð yfir sínum velli, en stangaveiðimenn eiga hinsvegar allt undir náð að sækja til veiðiréttareigenda. Fyrir nokkrum árum birtist við- tal í einu dagblaði við veiðiréttar- eiganda, sem seldi erlendum mönnum veiðileyfi og var hann mjög neikvæður gagnvart íslensk- um stangaveiðimönnum. Skömmu síðar hitti ég manninn, en hann er ákafur golfiðkandi, sem viðtalið átti við veiðiréttareigandann og spurði hann hvað honum fyndist um, ef erlendir golfmenn kæmu hingað og fengju bestu golfvellina til einka afnota yfir hásumarið. Hann svaraði að bragði: „Við myndum kasta þeim í sjóinn.“ Stangaveiðimenn hafa sýnt rneiri háttvísi. Peir eru ekki þrýsti- hópur eins og nú tíðkast, víða út af litlu sem engu tilefni. Þeir setjast ekki að í veiðihúsum eða trufla er- lenda menn við veiðar. Ef til vill erum við of tillitssamir. Ásókn erlendra auðnianna í ís- lenskar laxveiðiár. Eigi að síður veldur hin síaukna ásókn erlendra auðmanna í ís- lenskar laxveiðiár okkur stanga- veiðimönnum verulegum áhyggj- um. Erlendir menn veiða nú í vel- flestum bestu laxveiðiánum á besta tímanum. Því er oft haldið fram að þetta skapi miklar gjaldeyristekjur. Ég er engan veginn þeirrar skoðunar. í athugun, sem gerð var í sambandi við ferðamál fyrir nokkrum árum, er reyndar lítið gert úr þessum lið. Helst er bent á að silungsveiði mætti auka verulega. Henni hefur ekki verið gefinn nægur gaumur. Þar er einnig bent á að sjóstanga- veiðar gætu orðið eftirsóttar af hinum almenna ferðamanni. En hvað um gjaldeyristekjurn- 78 — FREYR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.