Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 44

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 44
gangurfrá 1973 kemur til sögunn- ar verður vatnið afar þéttsetið og því minni fæða handa hverjum einum. Það kemur niður á vaxtar- hraða þessa sterka árgangs en einnig á þeim árgöngum sem á eftir koma. Til þess að fá einhverja hug- mynd um bleikjufjölda í vatninu má nefna að niðurstöður merkinga sem Jón Kristjánsson gerði árið 1973 sýna að þá voru í því nálægt 4000 bleikjur, næstunr allar 8 ára og eldri. Merkingarfrá árinu 1978benda hins vegar til að fjöldi bleikja yfir 23 cm á lengd sé það ár miklu meiri en 1973, jafnvel 60—70 þúsund. Sú spurning leitar því á hvort í Hólmavatn sé að verða of mikið af bleikju og hverjar séu ástæðurnar. Verða hér nefnd nokkur atriði sem eru einkennandi fyrir ofsetið vatn: 1. Aukin fiskmergð. 2. Minni meðallengd. 3. Verri fiskur. 4. Breytt fæðuval. 5. Aukin sýking af sníkjudýrum. Atriði 1, 2 og 5 eiga við um Hólmavatn árið 1978 og 1979, en einnig er líklegt að atriði 4 eigi við. Líkur benda því til að Hólm- avatn sé að verða ofsetið. Ástæð- urnargeta verið margþættaren hér verða nefndar tvær senr fyrst koma til greina þegar ofsetningar- einkenna verður vart: 1. Minnkandi netaveiði. Reynsla undanfarinna ára sýnir að stangaveiði nægir venjulega ekki ein sér til þess að halda bleikju- stofni hóflega stórum. Netaveiði er nauðsynleg samfara stangaveiði ef ekki á illa að fara. 2. Urriði er oftast betri stanga- veiðifiskur en bleikja, þ. e., hann tekur agn miklu betur. Urriði étur gjarnan bleikjuseiði og grisjunarmáttur hans á bleikjuna getur verið drjúgur. T. d. bendir tilraun sem gerð var í Svíþjóð, til þess að þótt þrír fjórðu hlutar allra hrygningarbleikju væru veiddir eitt haustið, kenrst svipað magn af seiðum upp eins og þó ekkert hefði verið veitt. Annað ár var urriðaveiði fjór- földuð miðað við venjulega árs- veiði. Það árið varð bleikjuár- gangurinn þrefallt stærri en venjulega. Þótt lítið sé af urriða í Hóltn- avatni, veiðist hann töluvert á stöng. Hlutfallslega er því veitt mikið af urriða en lítið af bleikju á stöng. Urriðar verða með því móti svo fáir að þeir geta ekki grisjað bleikjustofninn nægilega svo að hann stækkar óhóflega. Jafnframt verða ætisskilyrði fyrir urriðaseiði verri, því að þau verða að berjast við sívaxandi fjölda af bleikju unr botndýrin. Urriða fækkar því enn meir og keðjuverkun er þar með hrundið af stað og verður ekki stöðvuð nema nreð víðtækri grisjun eða stórfelldri ræktun ur- riða. Spvrja rná hvort of miklurn fjölda fiska sé til að dreifa í Hólmavatni, því að samkvæmt frásögunt veiðiréttareigenda hafa sveiflur á bleikjustofninum ætíð verið nriklar. Sum árin hefurveiðst mikið af vænni bleikju en önnur árin nánast ekkert. Þá hefur sýking af völdum sníkjudýra verið mis- munandi mikil. Telja nrá að góð veiði sé u. þ. b. tíunda hvert ár. Rannsóknarveiðarnar 1980 sýna að bleikjuárgangurinn 1973 hefur nrinnkað verulega. Samtímis hefur vaxtarhraðinn aukist nokk- uð hjá yngri fiski og snýkudýrum stórlega fækkað í bleikjunni. Árin 1978 og 1979 varfiskurinn rnikið sýktur af sníkjudýrunr og hugsanlegt að það hafi leitt til fjöldadauða. Einkanlega má ætla að þess hafi gætt nreðal 1973 ár- gangsins þegar hann hrygndi í fyrsta sinn árin 1979. Að athuguðu máli mætti gera því skóna að þróunin gæti orðið sem hér segir. Hólmavatn er grunnt, með- aldýpi sennilega um 3 metrar. Svifdýraviðkoman er þar af leiðandi ekki mikil í samanburði við botndýraviðkomuna. Eins og áður hefur verið á drepið étur bleikjan botndýr fyrstu ár ævinnar og ef hún fær að ráða heldur hún því hátterni áfrant. Þar sem svifdýraviðkoman í Hólmavatni er ekki mikil leiðir aukinn rnergð bleikju til þess að bleikjan étur ekki eingöngu svif- dýr þegar harðnar í ári. í heimi bleikjunnar sannast að enginn er annars bróðir í leik, og stærri bleikjan étur umsvifalaust minni systkini sín á gaddinn. Ef sterkur árgangur kemst upp má segja að hann haldi niðri þeim árgöngum sem á eftir koma. Það er ekki fyrr en þessum dugmikla árgangi tekur að hnigna að grundvöllur skapast fyrir nýjan sterkan árgang. Eins og áður hefur verið á drepið benda niðurstöður af veiðum 1980 til þess að sterka ár- ganginunt frá 1973 hafi hnignað verulega. Skilyrði fyrir eftirlifandi bleikju ættu því að hafa batnað svo um munar. Sá möguleiki er vissu- lega fyrir hendi að ástandið í Hólmavatni verði innan skamms orðið svipað því sem það var upp úr 1970. n Umræður og útdrættir Að því loknu hófust umræður. Fyrstur talaði Arni G. Pétursson. Hann taldi Veiðimálastofnun hafa unnið mikið og gott verk, þrátt fyrir ntannfæð og einkum hefði áhugi Veiðimálastofnunar á að gera tilraunir verið lofsverður. Hann benti á að nauðsyn væri að tengja héraðsráðunauta betur veiðimálum en verið hefði til þess. Árni lét í Ijós aðdáun á „kapital- istunum" sem stæðu að Mið- 84 — FREYR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.