Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.01.1982, Qupperneq 45

Freyr - 15.01.1982, Qupperneq 45
Isaveiðar í Hólmavatni. fjarðará og rækju veiðiútleiguna sjálfir. Árni spurði hvort Veiðifé- lag Miðfirðinga hefði sinnt eyðingu meinfugla og minks. Einnig spurði hann, hvort heppi- iegt væri að slíta félagsskap veiði- réttareigenda frá búnaðarfélags- skapnum. Árni Jónasson sagði frá því að hann hefði að beiðni landbúnað- arráðherra tekið sæti í Veiðimála- nefnd árið 1969. Þá hefði breyting orðið á starfsemi hennar og hefðu bændur óttast þá breytingu. Reynslan hefði þó orðið að sam- starf í nefndinni hefði verið gott. Arni minntist á Fiskræktarsjóð, sem hann taldi hafa orðið til framfara. Auk hans veitti Stofn- lánadeild landbúnaðarins, Byggðasjóður og Framleiðnisjóð- ur lán til fiskræktarmála. Þessi dreifing væri ekki hagkvæm, því að hægri höndin vissi ekki ætíð hvað sú vinstri gerði. Árni tók undir roeð Árna isakssyni um að tregða á fjármagnsfyrirgreiðslu til fisk- ræktar væri óskynsamleg. Árni taldi líka rannsóknir vanræktar tniðað við þarfir og hann taldi gerð matsskráa ekki skipulagða rétt. Tvöfalt mat, undir- ogyfirmat væri ekki rétt, heldur bæri að verja meira fé til rannsókna eins og Teitur Arnlaugsson hefði fjallað um. Árni vakti athygli á, að veiðiskýrslur væru afar mikilvæg- ar. Þær væru grundvöllur að mörgu, svo sem gerð arðskráa. Bragi Vagnsson hóf mál sitt með því að þakka Böðvari Sigvaldasyni erindi hans. Bragi sagði að Veiði- félag Flófsár í Vopnafirði væri nú á þessu ári sjálft að yfirtaka útleigu á ánni ogþeir hefðu margt að læra af Miðfirðingum. Bragi minntist á ,,landeigendadaga“ hjá veiðifé- lögum. Hann taldi það fyrir- komulag hæpið og jafnvel ekki löglegt, þar sem það breytti í raun arðskrá. Bragi nefndi að vandamál væri, efof mikiðaf hryggningarlaxi væri í ánum á haustin og auglýsti eftir ráðum við því, þar sem stangafjöldi væri fastbundinn. Hann spurði hver væri réttur þeirra manna sem ættu land að ólaxgengum hluta áa. Einnig lét hann í ljós misjafna reynslu af ís- lensku laxveiðimönnum, þegar lítið veiddist. Magnús Ólafsson í Botni taldi of lítið unnið að leiðbeiningum um fiskirækt sem búgrein. Hann sagðist vera einn af þeim sem gert hefði jarðrask hjá sér til að auka möguleika á fiskirækt. Hann óskaði eftir að Veiðimálastofnun kannaði þessar framkvæmdir og segði álit sitt á þeim. Hann kvað marga hafa áhuga á því sama og hann væri að gera, t. d. á Vest- fjörðum, en hann taldi þennan þátt veiðimála ekki njóta nægilegs skilnings yfirvalda. Jónas Jónsson kvað augljóst að Veiðimálastofnun hefði verið peningalega svelt af hálfu hins opinbera. Hann taldi að ekki yrði bætt úr rannsóknarþörfinni í einu stökki. Rannsóknir væru annars vegar frumrannsóknir sem fiski- fræðingar ynnu á vegum stofnana og hins vegar rannsóknir á heimaslóðum veiðifélaganna, sem þau gætu sjálf lagt nokkurt lið. Jónas vakti athygli á erindi Böðv- ars Sigvaldasonar þar sem greint hefði verið frá hvílíkum árangri heimamenn gætu náð. Rekstur Veiðifélags Miðfirðinga væri dæmi um gott „byggðarmál“ með mikilli atvinnusköpun og menningar- legum rekstri. Ari Teitsson spurði Hákon Jó- hannsson hvaða aðferðir hann teldi líklegastar til að fjölga stang- veiðimönnum, og að auka áhuga þeirra á silungsveiði, þá spurði hann hvernig stangveiðimenn mundu taka því að fjölga leyfðum stöngum og stangveiðidögum. Frummælendur tóku nú til máls. Þór Guðjónsson vakti athygli á að í Búvísindadeild Hvanneyrar og í bændadeildum búnaðarskólanna hefðu veiðimál lengi verið á námsskrá. Þór nefndi það vandamál, að sveiflur hlytu að vera í veiðinni. Stangveiðimenn væru óánægðir með veiðilitla daga og á hinn bóg- inn væri stundum of mikið af hrygningarlaxi á haustin. Böðvar Sigvaldason svaraði Árna G. Péturssyni um „kapital- isman“ í Miðfirði. Hann upplýsti að þriggja manna stjórn væri í Veiðifélaginu og að auki störfuðu tveir menn með henni og þeir hefðu haldið 26 fundi á árinu, og rekstur félagsins væri með sam- vinnufyrirkomulagi. Hann sagði Árna velkomið að ræða um hvernig tengja mætti búnaðarfélagsskapinn við veiði- félagið. Varðandi mink og mein- fugla upplýsti hann að svartbaki hefði verið reynt að eyða á þeirra svæði. Sveitastjórnir hefði með höndum eyðingu á mink, en veiðifélagsmenn hefðu átt við- ræður við hreppsnefnd um þá veiði. Frh. á bls. 51 FREYR — 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.