Freyr

Årgang

Freyr - 15.01.1982, Side 47

Freyr - 15.01.1982, Side 47
Skástrikuðu fletirnir á myndinni sýna laxveiðisvæði Dana og Fœreyinga í Noregs- hafi og við Fœreyjar árin 1979 og 1980. upprunalöndum laxins og hins vegar meö merkingum á laxi á Færeyjamiðum. Þess skal getið, að vegna skilatregðu sjómanna má vænta betri endurheimtu á merkj- um af laxi merktum við Færeyjar á uppvaxtarskeiðinu og veiddum í heimalöndum, en af laxi merktum fyrir sjógöngu í heimalöndum og veiddum á Færeyjamiðum. Af löxum merktum í uppruna- löndunum sem sjógönguseiði hafa 86 veiðst við Færeyjar á árunum 1968—1978, samkvæmt upplýs- ingum Færeyinga. Flestir þeirra eða 41 (47,8%) voru merktir í Noregi, 24 (27,9%) í Svíþjóð og 13 (15,1%) á Bretlandseyjum. Sex voru merktir annars staðar, þar af tveir á íslandi, samkvæmt nefnd- um upplýsingum. Auk þess veiddist enn einn íslenskur lax 1975 á stöng í stöðuvatni á Straumey í Færeyjum. Á árunum 1969—1976 fóru fram merkingar á laxi á veiði- svæðinu við Færeyjar. Merktir voru 1949 laxar og endurveiddust 91 þeirra eða 4,7%. Flestir lax- anna veiddust í Skotlandi eða 33 (36,3%), 31 (34,1%) ÍNoregi, 15 (16,5%) í írlandi og afgangurinn í Englandi, Svíþjóð og Ráðstjórn- arríkjunum. Einn lax veiddist á Færeyjamiðunum og þrír við Vestur-Grænland. Enginn hinna nterktu laxa veiddist hér á landi svo vitað sé. Niðurstöður merkinganna á Færeyjamiðum gefa til kynna, að um þriðjungur laxins, sem veiðist vtð Færeyjar, sé upprunninn í norskum ám og vel helmingur í ám á Bretlandseyjum. Alls endur- veiddust 53 merktir laxar frá Bretlandseyjum eða 58,2%. Umræddar merkingar þarf að endurtaka í verulegum mæli, ef fá á áreiðanlegar niðurstöður. Gera má ráð fyrir að framlag einstakra þjóða til veiðanna við Færeyjar sé breytilegt frá ári til árs. Auk merkinga á sjógöngu- seiðum í heimalöndum og uppvax- andi laxi á Færeyjamiðum, hafa Færeyingar safnað hreistri af laxi á miðunum á árunum 1969—1980, og hafa skoskir fiskifræðingar unnið úr gögnunum. Úr þeim hefur mátt lesa margs konar upp- lýsingar unt laxinn. Meðal annars kemur fram, að lax á fyrsta ári í sjó, sem er undir 60 cm að lengd, og sem bannað er að hirða, kemur helst fram í veiðunum á haustin og fyrri hluta vetrar og þá ásamt laxi, sem er á öðru ári í sjó, en mestur hluti veiðanna byggir á þeim laxi. Á vorin og framan af sumri, eftir um ársdvöl í sjó, er laxinn 50—59 cm að lengd, og fyrri hluta annars vetrar í sjó er hann 65—74 cm að lengd. í Færeyjaveiðum er 50 cm lax á bilinu 1,02—1,39 kg að FREYR — 87

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.