Freyr

Årgang

Freyr - 15.01.1982, Side 52

Freyr - 15.01.1982, Side 52
merkingar við Vestur-Grænland. Tóku 13 skip frá 5 þjóðum þátt í merkingunum. Merktir voru 2364 laxar og endurveiddust 183 þeirra eða 7,7%. Við Grænland veiddust 138, flestir á merkingarárinu. Sex veiddust í Norður-Ameríku, 41 á Bretlandseyjunr, 2 í Frakklandi, 3 á Spáni og einn á íslandi. Á Grænlandsmiðum var safnað margs konar gögnum varðandi dreifingu, stærð, aldur og kynferði laxins, sem þar veiddist. Auk aldursgreiningar á hreistri voru einnig könnuð sérkenni í hreistrinu, sem gætu bent til uppruna laxanna, sem hreistrið var tekið af. t>á voru tekin blóðsýni til rannsóknar á erfanlegum breyti- leika í eggjahvítu í blóðvatni, en með þessari aðferð má greina sundur laxa frá Evrópu og Norður- Ameríku. Ennfremur voru rann- sökuð sníkjudýr á laxi í Evrópu og í Norður-Ameríku, en sú aðferð reyndist gagnslítil til þess að að- greina laxastofna frá nefndum heimsálfum. Laxarannsóknir í náinni framtíð Með verulegri aukningu á lax- veiðum í sjó við Færeyjar sérstak- lega nú tvö síðustu árin hefur skapast nýtt ástand í laxveiðimál- um í þeim löndum sem leggja lax til veiðanna. Samkvæmt niður- stöðum af laxamerkingum, sem áður getur, eiga margar þjóðir þar hlut að máli, að vísu í mismiklum mæli. Rannsóknir á laxi á Fær- eyjasvæðinu eru skammt á veg komnar. Ef auka á verulega við þær eins og brýn þörf er á, verður að koma á samvinnu hlutaðeigandi landa urn þær, ef umtalsverður ár- angur á að nást á næstu árum. Al- þjóðahafrannsóknarráðið hefur samþykkt að beita sér fyrir að koma á slíkri samvinnu á svipaðan hátt og gert var í sambandi við laxarannsóknir við Vestur-Græn- land á sínum tíma. Ef við ætlum okkur að fá haldbæra vitneskju um, hve mikið af okkar laxi veiðist á Færeyja- miðum, verðum við að stórauka laxarannsóknir okkar, auk þess 92 — FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.