Alþýðublaðið - 27.12.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.12.1923, Blaðsíða 3
Ar.f>ÝÐtrB'LÁfiI£> 3 heimsækja sænsurkonu án þess að gefa henrú eitthvað, ef rnað- ur ætti ekki brýnt erind!. Eg fór því með mat á smádiski og gaf henni, og varð hún fpgnari en frá megi segja, því að konan var sársvöng. Samtal okkarvarð lítið, því að það voru að eios tæpir tveir sólarhringar frá því, að barnið hatði fæðst. Samt sagði hún, þegar ég leit á barn- ið: >Ekkiveit ég, til hvers þessir aumingjar eru að fæðastr. Mér brá mjög, þegar ég heyrði þessi orð hjá barnungri móður; þau iýstu svo átakanlegu vonleysi. Það er oitast, að mæðurnar hafa von og þá um leið ósýnilegar nægtir, því að þótt öðrum sýn- ist þær ekkert hafa, þá er eins og þær finni það ekki sjáltar. Það er vonin og kærleikurinn, sem þær stjórnBSt af, — þetta sterka afl, sem guð hefir gætt mæðurnar til að viðhalda mann- kyninu. En hvers vegna var þessi kona svona vonlaus? Það var mér ráðgáta, því að hún átti ung- an og duglegan mann, sem var góður og umhyggjusamur við haná og börnin. Jú, það var fá- tæktin; ég frétti það seinna. Það var komið langt iram á vertíð veturinn áður en barnið fæddist og ekki farið að aflast úr sjó. Var því orðið þröngt í búi hjá þeim, sem áttu aðailega iíf sitt undir því, sem afhðist úr sjón- um. Kaupmenn höfðu Iánað út á aflavonira, en þegar þeir sáu, að svona illa horfði með ver- tiðina, þorðu þeir ekki að lána eignarlausum mönnum meira en þeir voru þegar búnir að gera. Maður þessarar konu var einn af þeim. Hann átti ekki annað en sina eigin kratta. Et hægt var að nota þá, hafði hann nægilegt handa sér og sínum, því að börnin voru þá ekki nema tvö. En nú leytði sjórinn ekki, að hann notaði kraftana, og at- vinnu var hvergi að fá f landí. Hvað átti svo maðurinn að gera sér og tjölskyldu sinni til bjargar? Að fá lán í sjóðum var ekkl hægt, þvf að sjóðirnir voru þannig staddir, að þeir gátu ekki lánað. Hjá einstökum mönn- um var ekki heldur hægt að fá lán; peningaleysið var svo mikið. Hann varð að fá sveitaián; það var ekki meira að íá ián f þeim sjóði en öðrum sjóðum, ef það var rétt skoðað. Sá sjóður hlaut að hafa té; annars var svo illa fyrir séð, að dauðlnn var fyrir dyrum. Það var einmitt það, sem maður þessi gerði. Hann tók sveitarián með það fyrir augum að borga það af vænt- anlegum afla eða þegar betur gengi. En hvað gerði svo hrt pps- netndin? Það var tíunda érið, sem maðurinn var í hreppnum. Hún vildi sjá um, að hann yrðl ekki sveitfastur þar á staðnum, og sendi því tatarlaust reikning til þess hrepps, sem maðurinn var aveittastur í, og heimtaði hann borgaðan. Fátækravottorði hafði hreppsnefndinni tekist að ná hjá aumingja manninum, sem sízt grunaði, hvað við sig ætti að gera. Því næst fær hann þann náðarboðskap frá sínum hreppi, að ef hann þurfi meiri hjálp, megi hann rífa heimili sitt f suodur og koma og fá að borða; með öðrum orðum: hann fékk að lifa. Nú sá ég, af hverju konan sagði: >Ekki veit ég, til hvers þessir aumingjar eru að fæðast.< Hún vár svift aliri von; móðurástin var að deyja; jafnvel hún sjálf gat dáið af hugarstríði. En það fór sem oftar, þegar menn eiga eitthvað bágt; bless- uð sólin sendi geisia sína inn til konunnar og litla barnsins, og þá brá fyrir Dýjum vonar- neista hjá konunni, svo að hún fór heldur að hressast, og Htla barnið gat farið að veita henni ánægju. Alt gekk þolanlega um tíma, en svo, þegar næsti vetur kom, fór skorturinn altur að sverfa að, og þá kom hrepps- Ed^ar Rioa Burroughi: Sonur Tarzaas. Kórak hafði aldrei verið mikill vinur baviananna. Hann hafði látið þá afskiftulausa og þeir hann. Akút hafði farið hjá þeim urrandi, en Kórak bara brett grönum. Honum þótti því ekkert sérlega fyrir að sjá konung þeirra i vandræðum. Forvitnin stöðvaði hann, og rak bann þá augun i óvenjulegan búning Svíanna bak við runna skamt frá. Það skerpti eftirtektina. Hverjir voru þessir óróase.ggir? Hvaða erindi áttu þeir i skóga Mangana? Kórak fór fyrir þá, svo hann fyndi lyktina af þeim og sæi þá betur, og varla var hann kominn alla leið, er liann þekti þá; — það voru þeir, sem höfðu skotið á hann fyrir nokkrum árum. Augu hans leiftruðu. Hann fann liárin risa á höfði sér. Hann horfði á þá eins og pardusdýr, húið til stökks. Hann sá þá standa upp og heyrði þá æpa að baviön- nnnm til þess að hræða þá frá búrinu. Annar þeirra miðaði byssu sinni og skaut i apahópinn. Kórak hélt i svipinn, að apamir. byggjust til atlögu, en tvö skot enn hræddu þá upp i trén. Evröpumennirnir gengu til húrsins. Kóralt hélt, að þeir ætluðu að drega kónginn, Honum var ekkert um kónginn, en honum var ver við þessa hvitu menn. Kóngurinn hafði aldrei reynt að drepa hann, — en það höfðu hvitu mennirnir gert. Kóngur- inn var ihúi skógarins, hinir hvitu menn ekki. Honum stóð þvi nær að hjálpa kónginum. Hann kunni mál baviananna, sem var likt máli Akúts. Hann sá apana hiða átekta kinum megin rjóðursins. Hann kallaöi til þeirm. Hvitu mennirnir snéru sér i áttina til hans. Þeir hóldu, að einhver bavianinn væri kominn að baki þeim, en þeir sáu engan i trjánum. Kórak kallaði aftur. „Ég er dráparinn,11 æpti hann. „Menn þessir eru minir óvinir og ykkar. Ég skal hjálpa ykkur til þess að leysa konung ykkar. Hlaupið á aðskotadýr þessi, þegar ég geri það, og rekum þau í hurtu og hjörgum konung- inum.“ Bavianamir svöruðu einum rómi: „Við hlýðum þér, Kórak.“ Kórak rendi sór niður úr trénu og hljóp til mann- anna; jafnskjótt fylgdu þrjú hundruð bavianar dsami lians. Þegar Svíarnir sáu hálfnaktan, hvitan hermann ráðast gegn þeim með hrugðnu spjóti, skutu þeir á hann, en i fátinu hitti hvorugur, og havianarnir réðust á þá. Eina von þeirra var nú flóttinn. Þann kost völdu þeir og hlupu inn i skóginn. Aparnir fylgdu á eftir og hefðu .drepið þá, ef menn þeh-ra hefðu eigi komið þeim til bjargar nokkur hundruð faðma i burtu. „Tarzan“, „Tarzan snýr aftur“, „Dýr Tarzansí' Hver saga kost.ar að eins 3 kr., — 4 kr. á betri P'ppír. Sendar gegn póstkröfu um alt land. Látið ekki dragast að ná í bækurnar, því að bráðlega hækka þær í verði. — Allir skátar lesa Tarzan- sögurnar. — Fást á afgreiðslu Alþýðublaðsins, I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.