Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 16

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 16
Páll Hersteinsson, veiðistjóri Starfsemi veiðistj óraembættisins / þessari grein mun ég fjalla um helstu atriðin í starfsemi veiðistjóraembœttisins. Áður mun ég þó stikla á stóru um aðdraganda þess, að það var stofnað. Páll Hersteinsson. Fyrstu lögin um samræmdar að- gerðir til útrýmingar refa á íslandi eru talin vera frá stjórnartíð Eiríks konungs presthatara og hafa verið samþykkt á Alþingi árið 1295 sem viðbót við Jónsbók. Segja má, að með þeim lögum hafi verið lagður hornsteinn að núgildandi lögum um þetta efni. í þessum fyrstu lögum segir, að hver sá maður, er hafi 6 sauði á vetri í sinni ábyrgð, skuli veiða einn melrakka gamlan eða tvo unga á ári, ellegar greiða tvær álnir í mat fyrir fardaga. Það kall- aðist dýratollur og var hann not- aður til að greiða kostnað við refaveiðar. Lög þessi héldust að mestu óbreytt fram undir lok 19. aldar, þegar þeim var breytt á þann veg, að sveitarsjóðir tóku á sig allan kostnað við grenjaleitir og refa- veiðar, sem þá voru stundaðar af til þess ráðnum mönnum. Með lögum um refaveiðar og refarækt, nr. 44 frá 19. maí 1930, flyst kostnaður við veiðar dýra utan grenja, svokallaðra hlaupa- dýra, yfir á sýslusjóð, en sveitar- sjóður sér eftir sem áður um kostnað við grenjaleitir og grenja- vinnslu. Þá er einnig kveðið svo á, að hreppstjórar í sveitum og lög- reglustjórar í kaupstöðum skuli hafa eftirlit með því, að geymsla eldisrefa sé örugg. Sleppi refur úr haldi og náist ekki aftur, skuli eigandi sæta að minnsta kosti 200 kr. sekt fyrir hvert sloppið dýr, auk þess að greiða allan annan kostnað því samfara. Tvöhundruð krónur voru há sekt á þeim árum, eða u. þ. b. % af kýrverði. Villiminkur. Minkaeldi hófst hér á landi árið 1931. Guðmundur Bárðarson prófessor og fleiri höfðu spáð því, að minkar mundu brátt sleppa úr haldi og gætu þá gert mikinn usla í fuglalífi, sem ekki væri aðlagað nábýli við þá. Á þessi mótmæli var ekki hlustað, enda margir þeirrar skoðunar, að ntinkar gætu ekki lifað villtir hérlendis, þótt svo ólíklega vildi til að þeir slyppu úr haldi. Sú varð þó reyndin og tóku menn almennt að gera sér grein fyrir þeirri hættu, sem af villi- minkum stafaði, er líða tók á 4. áratug aldarinnar. Með lögum um loðdýrarækt og loðdýralánadeild nr. 38 frá 1937 var stofnað embætti loðdýrarækt- arráðunautar, sem var m. a. ábyrgur fyrir eftirliti með því, að loðdýrabú væru dýrheld, en skv. lögunum voru það enn þá hrepp- stjórar og bæjarstjórar, sem áttu að sjá um að handsama dýr, er sloppið hefðu úr haldi. Árið 1940 var lögunum frá 1937 breytt lítillega og þá m. a. tekið upp það ákvæði, að loðdýrarækt- arráðunautur skyldi, ásamt við- komandi lögreglustjóra eða hreppstjóra, gera viðeigandi ráð- stafanir til að ná loðdýrum, sem sloppið hefðu úr haldi, dauðum eða lifandi. Enn voru eigendur dýranna algjörlega ábyrgir fyrir kostnaði af þeim aðgerðum, auk sekta allt að 2000 kr. Árið 1949 voru samþykkt á Al- þingi lög um eyðingu refa og minka, nr. 56 frá 25. maí það ár. Um þetta leyti voru minkar orðnir útbreiddir á Vesturlandi allt vest- ur í Dalasýslu og á Suðurlandi allt austur í Mýrdal. Loðdýraræktar- skeiðið hið fyrra var þá að líða undir lok, en kapp lagt á að hefta frekari útbreiðslu villiminks. Sýsluntenn áttu nú að sjá um, að hreppsnefndir framfylgdu lögun- um, sem kváðu svo á, að í hverju sveitarfélagi skyldi frantkvæmd skipuleg leit að tófugrenjum og minkabælum. Sýslunefnd mátti, í samráði við hreppsnefndir, ráða sérstakan mann til að stjórna refa- og minkaveiðum í allri sýslunni 8 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.