Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 17

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 17
eða hluta hennar. t>eim er leituðu grenja og minkabæla var greitt kaup fyrir, auk verðlauna, er voru hin sömu fyrir hvern veiddan ref og mink. Kostnaði var skipt þann- ig, að fyrir refaveiðar greiddu ríkissjóður, sýslusjóður og sveitar- sjóður V3 hver, en fyrir minka- veiðar greiddi ríkissjóður % kostn- aður og sýslusjóður og sveitar- sjóður Vé hvor. Að lokum voru þau nýmæli í lögunum, að oddviti hvers sveitarfélags skyldi ábyrgur fyrir eitrun fyrir refi þriðja hvert ár á afréttum og heimalöndum. Með lögum nr. 56, frá 23. mars 1955, var sveitarstjórnum gert skylt að eitra fyrir refi árlega, en auk þess skyldi Búnaðarfélagi ís- lands send skýrsla árlega um ár- angur veiðiaðgerða og kostnað við þær. Einnig var í lögunum ákvæði um árlega grenjaleit í eyði- hreppum. Stofnun embættis veiðistjóra Samkvæmt þingsályktun, sem samþykkt var á Alþingi hinn 22. mars 1956, skipaði landbúnaðar- ráðherra nefnd þriggja manna til að gera tillögur um skipulagðar og samræmdar aðgerðir um land allt í því skyni að vinna að útrýmingu refa og minka. Nefndin skilaði af sér frumvarpi til laga ári síðar og Alþijngis sninþyrklt um melraekaveide. Anno 14-Sfi var samjtyckll u Alþijnge ufn melraekaveide ad livor sA madtir sem d (i sautle d velur j sinne Aliyrd sktil liika - melrticka. vngan'edur gandafi. d 12 mdnudum. edur giallile ij alner | rnal fyrer fardnga. linn hvor ei Irell'- ur golltled foslutlagemi .1 fardogum lwke 4 alner .1 dlogur. og niedlake einhvor lirepp.stiore. sem til erskipadur. og sa>ke sein vitafie lretta hvorttveggia. Og hafc sd sein sœker lralfa alogu. enn dyratollur lialfnr leggist lil melradcaveidar. utau hre|ipstiorum synesl mejre þorf fdhekum nionuuin. Texti úr Islensku fornbréfasafni, VIII. bindi, bls. 75. Hann sýnir orðrétta endurnýjun Alþingis frá árinu 1485 á samþykkt sem talin er vera viðbót við Jónsbók (1281) frá árinu 1295. Par segir í endursögn: ,Alþingissamþykkt um melrakkaveiði. Árið 1485 var samþykkt á Alþingi um melrakkaveiði að hver sá maður sem á 6 sauði (ásetta) á vetur á sinni ábyrgð skal taka, þ. e. veiða, tvo melrakka, ungan eða gamlan á 12 mánuðum, eða gjalda tvcer álnir í mat fyrir fardaga. En sá sem eigi hefur goldið föstudaginn í fardögum Ijúki, þ.e e. greiði, 4 álnir í álögur og innheimti það sá hreppstjóri sem til er skipaður og sæki sem vitafé, þ. e. viðurkennda sekt, þetta hvort tveggja. Og hafi sá sem sœkir, þ. e. innheimtir, hálfa álögu en dýratollur hálfur leggist til melrakkaveiða nema hreppstjóra svnist meiri börf fátœkum mönnum. “ Sveinn Einarsson gegndi starfi veiðistjóra frá stofnun embœttisins árið 1958 til dauðadags árið 1984. var það lagt fyrir Alþingi árið 1957. Frumvarpið varð, lítið breytt, að lögum nr. 52, 5. júní 1957. Helstu nýmæli í lögunum voru að þau, að landbúnaðarráðherra skyldi skipa sérstakan veiðistjóra, er hafi sérþekkingu á lifnaðarhátt- um minka og refa og veiðiaðferð- um þeim, er unnt sé að beita gegn þeim. Veiðistjóri á að vera refa- og minkaveiðimönnum um allt lant til aðstoðar og leiðbeiningar, afla upplýsinga um refa- og Porvaldur Björnsson fulltrúi veiðistjóra frá árinu 1981. minkastofnana og útbreiðslu þeirra í landinu, gera tilraunir með veiðiaðferðir og samræma veiðiaðgerðir um land allt. Auk þess er í lögunum heimild fyrir menntamálaráðherra að fela veiðistjóra umsjón svartbaks- stofnsins og annarra þeirra fugla, er tjóni geti valdið, sem og hreindýrastofnsins. Frumvarpinu fylgdi ítarleg og merkileg greinargerð. Þar var m. a. bent á, að í öllum nágranna- löndum okkar væru hagnýtar dýrafræðirannsóknir í höndum sérstakra stofnana, þar sem ynnu sérmenntaðir dýrafræðingar og heyrði vinnsla s.k. vargdýra eða tilraunir, er að henni lytu, undir stofnanir þessar. Nefndin vitnar í greinargerðinni í bréf frá dr. Finni Guðmundssyni, þar sem hann lætur í ljós það álit sitt, að eðlilegt væri, að ýmis önnur mál, engu veigaminni en eyðing refa og minka, væru látin heyra undir veiðistjóra, t. d. rannsóknir er lúta að nytjun hlunninda ýmiss konar, svo sem selveiða, fugla- veiða, nytjun bjargfugls, æðar- varps, eftirlit hreindýrastofnsins íslenska o. s. frv. Kvaðst nefndin vera sammála þessum tillögum dr. Finns, en taldi það utan við verk- svið sitt að taka þær upp í frum- Freyr 9

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.