Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 19

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 19
Tímabil (Dagur/Mánuður) / nokkur ár hefur upplýsinga verið aflað um refastofninn með því að fá refaskyttur til þess að senda kjálka úr felldum dýrum til aldursgreiningar, ásamt ýmsum upplýsingum um viðkomandi dýr (og greni þar sem við á). A myndinni eru sýnd tvö dœmi um þcer upplýsingar sem fást á þennan hátt. A. í upphafi grenjatímans (fyrir 10. júní) næst grenlœgjan á nœstum því hverju greni. Pegar líður á grenjatímann minnka líkurnar á að ná tófunni (niður í u. þ. b. 8 tófur á hverjum 10 grenjum), en líkurna aukast á að ná refnum (upp í 7 refi á hverjum 10 grenjum). Tölurnar efst sýna fjölda grenja í úrtakinu. B. í upphafi grenjatímans (fyrir 10. júní) eru allar tófur mjólkandi, en u. þ. b. helmingur er orðinn geldur um miðjan júlí. Sé gert ráð fyrir, að tófur gjóti að meðaltali um miðjan maí, virðast þær mjólka í 2 mánuði að meðaltali. Tölurnar sýna fjölda grenlægja í úrtakinu. berum stofnunum að sýna aðhald- semi í fjármálum. Því liggur í augum uppi, að fyllstu hagkvæmni verður aðgæta við veiðarnar. Af þessum sökum er jafnvel mikiivægara en áður, að veiði- menn kunni til verka og noti við veiðarnar árangursríkar aðferðir. Þess vegna hefur í engu verið slakað á leiðbeiningum um veiði- aðferðir og tækni og fer mikill hluti af starfsorku veiðistjóra og aðstoðarmanns hans til þeirra hluta. Veiðihundabú er starfrækt á vegum embættisins og er hund- um af úrvalskyni dreift þaðan víða um land, þótt það verði að viður- kennast, að framboð fullnægir sjaldnast eftirspurn. í maí 1985 hóf göngu sína „Fréttabréf veiðistjóra“, sem kemur út tvisvar á ári, í maí og desember. Það er sent öllum refa- og minkaveiðimönnum, oddvit- um, sveitarstjórum, bæjar- stjórum, æðarræktendum og öðrum áhugasömum einstakling- um og stofnunum, alls tæplega 1000 aðilum. I því er að finna ýmiss konar leiðbeiningar um veiðiaðferðir og gagnlegar upplýs- ingar um viðkomandi dýrategund- ir. Einnig er fréttabréfið nokkurs konar tengiliður veiðimanna og þeirra aðila er stunda rannsóknir á veiðidýrunum. Þá er birt þar ár- lega skrá yfir verðlaunaupphæðir fyrir unnin dýr og viðmiðunartaxt- ar um laun veiðimanna. Rannsóknir á vegum embættis veiðistjóra Veiðistjóraembættið stendur einnig fyrir ýmsum rannsóknum, er miða að því að afla vitneskju um árangur veiðiaðgerða, sem og á þeim þáttum í umhverfinu, er haft geta áhrif á viðgang og vöxt þeirra tegunda, er undir embættið falla. Einnig er lögð áhersla á rannsóknir, er varpað geti ljósi á umfang þess tjóns, er viðkomandi dýrategundir valda og aðgerðir, er komið geti í veg fyrir slíkt tjón. Undirbúningur þessara rann- sóknarverkefna hófst árið 1985 og eru mörg þeirra því skammt á veg komin. I sumum tilvikum er um að ræða samstarf við aðrar stofn- anir og má þar nefna Líffræði- stofnun Háskóla íslands, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins og Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði. Freyr 11

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.