Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 20

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 20
Meðal þeirra verkefna, sem hér um ræðir, má nefna rannsóknir á áhrifum sjúkdóma á refastofninn, rannsóknir á orsökum lambavan- halda í sumarhögum, rannsóknir á áhrifamætti svefnlyfja til fækkun- ar svartbaks og rannsóknir á áhrifamætti varphúsa til að koma í veg fyrir tjón af völdum hrafna í æðarvarpi og til að verja dún gegn veðrum og vindum. Þá er rétt að geta þess, að ýmsar nauðsynlegar rannsóknir er ekki hægt að framkvæma, þar eð heim- ild til tímabundinnar friðunar refa og minka á afmörkuðum svæðum er ekki að finna í lögunum. Má þar nefna eyrnamerkingar yrð- linga á grenjum til þess að fylgjast með, hve langt frá fæðingarstað sínum dýr veiðast. Þetta er nauð- synlegt að vita, ef svo færi að hundaæði bærist til landsins, sem ávallt er hætta á að gerist með smygluðum gæludýrum. Það kæmi í hlut veiðistjóraembættisins að skipsuleggja sérstakar aðgerðir á afmörkuðu svæði, ef vart yrði hundaæðis, en eins og sakir standa veit enginn, hve stórt slíkt svæði þyrfti að vera. Rannsóknir er- lendis sýna, að rauðrefir, sem smitast hafa af hundaæði, haga sér að öllu leyti eðlilega þar til u. þ. b. sólarhringi áður en þeir drepast, en eftir að æðið rennur á þá, fara þeir sjaldan langar vega- lengdir. Því er nauðsynlegt að afla upplýsinga um, hve langar vega- lengdir heilbrigð dýr ferðast á ýmsum tímum ársins í mismunandi vistkerfum. Einfaldasta Ieiðin til þess er að eyrnamerkja yrðlinga við greni og fá síðan upplýsingar um, hvar þeir veiðast eftir að þeir ná fullorðinsaldri. Fyrir slíkar að- gerðir skortir lagaheimild, eins og sakir standa. Dýrustu refaveiðarnar, miðað við fjölda þeirra dýra sem nást, eiga sér stað á hinum víðáttumiklu óbyggðum landsins. Nauðsynlegt er að rannsaka, hvort sami árang- ur geti náðst með minni tilkostn- aði á þann hátt að styrkja sérstak- lega vetrarveiðar úr skothúsum á jöðrum óbyggða, en leggja í stað niður grenjaleitir í ákveðinni fjar- lægð frá byggð, t. d. á svæðum í meiri en 10—15 km fjarlægð frá næsta byggða bóli. Slíkar tilraunir er ekki hægt að framkvæma að óbreyttum lögum. Hröfnum, svartbökum og nokkrum öðrum mávategundum hefur fjölgað mjög á þessari öld og valda þessir fuglar mörgum skreiðarframleiðendum og æðar- ræktendum töluverðu tjóni. Það er hins vegar óraunhæft að ætla, að hægt sé að fækka þessum fugla- tegundum að því ráði, að tjón verði úr sögunni, nema tímabund- ið og staðbundið. Hér verður því að höggva að rótum vandans, sem að öllum líkindum er fyrst og fremst fólginn í miklu framboði á lífrænum úrgangi frá mönnum að vetrarlagi, þegar náttúruleg afföll ættu að vera mest meðal þessara tegunda. Þetta er kannski augljós- asta dæmið um nauðsyn þess að huga að fleiri aðferðum en veiðum til að koma í veg fyrir tjón, en alveg örugglega ekki hið eina. Markmiðið með stofnun veiði- stjóraembættisins var að koma í veg fyrir tjón og áhrifaríkasta leiðin að því marki hefur oftast verið talin veiðar á viðkomandi tegundum. Það er hins vegar rétt að leggja áherslu á nauðsyn þess að missa ekki sjónar af tilgangin- um með því að einblína of mikið á meðalið. Þess vegna hlýtur það að vera stefna veiðistjóraembættisins að leita sífellt nýrra aðferða, sem einar sér, eða notaðar jafnframt hinum hefðbundnu veiðum, gefa betri árangur á hagkvæmari hátt en áður hefur þekkst. Aðalfundur Æðarræktarfélags íslands. Frh. afbls. 13. ættisins þ.á m. aðgerðum gegn vargi, en þröngur fjárhagur stend- ur starfseminni fyrir þrifum. í máli fundarmanna kom fram, að alls staðar þar sem menn veiðistjóra komu og fækkuðu vargfugli hefði ríkt mun betri friður í varplöndum á eftir. Æðarræktarfélag íslands er nú fullgildur aðili að Stéttarsambandi bænda og gerði fulltrúi Æ.Í., Sveinn Guðmundsson bóndi Mið- húsum, grein fyrir störfum sínum á aðalfundi Stéttarsambandsins og að þar hefði hann lagt kapp á að kynna mikilvægi æðarræktar. í fréttum frá æðarræktrdeildum kom fram að varp gekk víðast all vel, þrátt fyrir að vargur ýmiss konar herji sífellt á æðarvörp. Á fundinum komu fram tillögur um að stofna tvær nýjar æðarrækt- ardeildir, aðra í V.-Húnavatns- sýslu og hina í S.-Þingeyjarsýslu og Eyjafirði. Fundurinn sam- þykkti þessar tillögur. Gestir fundarins, þeir Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri og Sveinbjörn Dagfinnsson ráðu- neytisstjóri, fluttu fundinum kveðjur og minntu á mikilvægi æðarræktar á tímum samdráttar í hefðbundnum búgreinum. Við stjórnarkjör baðst Eysteinn Gíslason Skáleyjum undan endur- kjöri, en hann hefur setið í aðal- stjórn undanfarin 6 ár og þar á undan í varastjórn. í hans stað var kjörinn í aðalstjórn Hermann Guðmundsson Stykkishólmi. Aðalstjórn Æðarræktarfélags íslands skipa nú: Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur formaður, sr. Þorleifur Kristmundsson Kol- freyjustað og Hermann Guð- mundsson Stykkishólmi. í vara- stjórn eru: Árni G. Pétursson Vatnsenda og Agnar Jónsson Reykjavík. Fulltrúa á aðalfundi Stéttarsambands bænda er Sveinn Guðmundsson, Miðhúsum, Reyk- hólasveit. 12 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.