Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 21

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 21
Aðalfundur Æðarræktarfélags íslands 1986 Aðalfundur Æðarrœktarfélags íslands var haldinn 8. nóvember sl. í Reykjavík. Var þetta 17. aðalfundur félagsins. Fundurinn var vel sóttur og komu fulltrúar úr flestum landshlutum. Félagsdeildir eru starfandi í öllum landshlutum nema á Suðurlandi. Félagsmenn eru 300. Æðarhreiður í klettaskjóli (Ljósm. Arni Snœbjörnsson). í upphafi fundar minntist for- maöur félagsins, Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur, Gísla Kristjánssonar ritstjóra, sem lést í desember sl., en Gísli var einn af stofnendum Æðarræktarfélags ís- lands og heiðursfélagi þess síðustu árin. í máli Sigurlaugar kom m.a. fram að Æ.í. er að vinna að því í samráði við sjávrútvegsráðuneyti og Hafrannsóknastofnun að gerð verði könnun á því hversu mikið af æðarfugli farist árlega í grá- sleppunetum. Einnig benti hún á að umræða væri í gangi um sjóða- gjald af æðardún, og virtust flestir fundarmenn meðmæltir því að greiða áfram í Stofnlánadeild, þó gegn því að lánað væri út á fleiri framkvæmdir en nú er gert. Á liðnu ári átti Æ.í. þátt í því að sett var lágmarksverð á æðardún til útflutnings og varð það til þess að birgðir þær sem komnar voru sl. vor seldust upp á sumarmánuð- um. Þá hefur utanríkisráðuneytið tekið því vel að auglýsa æðardún og afla markaða í gegnum sendi- ráðin. Næsta sumar verður efnt til landbúnaðarsýningar í Reykjavík og mun Æ.í. taka þátt í þeirri sýningu. Nefnd á vegum mennta- málaráðuneytis er að vinna að því að kanna aðferðir við fækkun máva og hrafna. Æ.í. á fulltrúa í nefnd þessari og væntir góðs af því starfi. í máli Magnúsar G. Friðgeirs- sonar, framkvæmdastjóra Bú- vörudeildar Sambandsins, kom fram að dúnn selst ekki eins ört og sl. haust en þó eru horfur alls ekki slæmar. í athugun er t.d. að senda 300 kg af æðardún til Japans fljót- lega og binda menn vonir við markað þar. Magnús sagði verð á æðardún til bænda nú vera kr. 15 300 á kg, ef þeir koma með dúninn hreinsaðan. í tengslum við leiðtogafund stórveldanna í Reykjavík sl. haust var æðardúnn kynntur ásamt öðrum íslenskum vörum og gaf Búvörudeildin fjór- ar æðardúnssængur sem íslenskir bændur síðan afhentu leiðtogun- um tveimur. Að lokum sagði Magnús, að enn bærist of mikið af lélegum dún til hreinsunar og þyrfti þar um að bæta. I máli ráðunautar, Árna Snæ- björnssonar, kom m.a. fram að áhugi á æðarrækt væri nú mikill og hafa margir sem eru að byrja með varp, eða eru að endurvekja gam- alt varp, haft samband. Hann fór sl. sumar um Vesturland, Vest- firði, Skagafjörð og víðar og hitti æðarbændur, þar á meðal marga sem eru að koma upp nýju varpi. Hann hefur látið gera nýja gerð varpskýla hjá Vírneti hf. í Borg- arnesi og verða skýli þessi reynd á nokkrum stöðum næsta vor. Þá benti hann á að langt væri komið að gera skrá um allar varpjarðir á landinu. Talsvert ber á því að örn geri usla í æðarvörpum og eru margir æðarbændur þreyttir á þeim undirtektum sem þau mál fá. Nokkrir aðilar voru með unga- uppeldi á sl. vori og er nú komin talsverð reynsla á þann þátt og auðveldara það leiðbeiningar til þeirra sem nú eru að byrja. Veiðistjóri, Páll Hersteinsson, gerði grein fyrir starfsemi emb- Frh. á bls. 12. Frjeyr 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.