Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 23

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 23
Á eyðibýlum í sveitum eftir að fjölga mikið? (Ljósm. Jón Eiríksson). ákveðin verðmæti sem ekki má kasta frá sér hugsunarlaust. Hefð- bundinn landbúnaður byggir á viðkvæmum grunni, það er bú- sýslu með lifandi búfénað sem lifir fyrst og fremst á tún- og úthaga- gróðri landsins. Skyndilegur mikill samdráttur eins og nú er fyrirhugaður getur haft mjög al- varlegar afleiðingar þegar til lengri tíma er litið. Það er hægt að slökkva undir einum ofni í ál- verkssmiðju þegar markaður þrengist og bíða betri tíma. En góð jörð sem lögð er í eyði í dag, þegar bóndinn hefur selt fullvirðisrétt sinn og flutt af henni í leit að atvinnu, verður um leið drep í þau sár sem dreifbýlið hefur nú þegar orðið fyrir vegna viðvar- andi fólksflótta úr sveitunum. Hagspekingar landbúnaðarins og skriffinnar ráðuneytanna mega ekki gleyma sér í gráum leik með kvóta- og hagtölur landbúnaðar- ins. Hlutina má nefnilega reikna út á marga vegu og ýmis verðmæti komast aldrei inn á hagskýrslur. Hver er langtímastefna íslenskra stjómvalda í landbúnaðar- og byggðamálnm? Margar af stjórnunaraðgerðum í landbúnaði síðasta áratug hafa einkennst af skammtímalausnum, á þeim bæ hefur oftast verið tjald- að til einnar nætur í staðinn fyrir að reyna að líta Iengra fram í tímann. Til dæmis er kúabændum í fersku minni þegar þeir fengu ekki að vita um framleiðsurétt sinn fyrir verðlagsárið 1985-1986 fyrr en það var nærri hálfnað, mörgum til stjórtjóns, enda löngu vitað að vel rekið bú þarf að byggja á áætlun nokkar ár fram í tímann. í niðurstöðum Landnýtingar- skýrslu Landbúnaðarráðuneytis- ins segir meðal annars. „Nefndin telur skorta upplýsingar og póli- tískar ákvarðanir til að hún geti lagt fram eiginlega og raunhæfa landnýtingaráætlun fyrir landið allt að svo stöddu. Ýmsar grund- vallarforsendur vantar. Til dæmis liggur ekki fyrir langtímastefna frá stjórnvöldum í framleiðslumálum landbúnaðarins og byggða- málum...“. Er þá ekki eitthvað bogið við að senda Framleiðnisjóð á bændur til að kaupa þá frá búskap þegar nefnd á vegum landbúnaðarráð- herra kemst að þeirri niðurstöðu að langtímastefna í landbúnaðar- og byggðamálum er ekki til í hús- um stjórnvalda. Langtímaáætlun fyrir hvert búmarkssvæði. Talsvert hefur verið safnað af upplýsingum sem langtíma land- búnaðaráætlun þarf að byggja á, en mikið starf er óunnið. Meðal annars þarf að gera ítarlegar bú- rekstrarkannanir á öllu landinu og safna þeim niðurstöðum sem þar fást og öðrum tiltækum upplýsing- um, svo sem bústærð, ástandi og stærð túna, beitarþoli, húsakosti, hlunnindum, veðurfari og svo framvegis inn í aðgengilega tölvu- unna jarðabók fyrir allt landið. Með slíkar upplýsingar í höndun- um þarf að gera langtíma byggða- og landnýtingaráætlun sem fyrst 10—15 ár fram í tímann fyrir landið allt og síðan séráætlun fyrir hvert búmarkssvæði, með það sem eitt af meginmarkmiðum að nýta sem best möguleika hvers svæðis, halda sem flestum jörðum í ábúð og efla atvinnu í sveitunum. Fleira inn í kvótaútreildng. Samtiga slíkri landbúnaðaráætlun þyrfti að taka ákvörðun um hámarksbústærð þar sem byggt væri á fjölskyldubúi sem grunn- einingu. Og taka um leið tillit til við kvótaútreikning hvort jarðir hafi miklar tekjur af hlunnindum (t.d. laxi) og öðrum atvinnu- rekstri. þannig væri reynt að jafna þann mikla aðstöðumun sem er í dag milli fjölskyldna sem lifa á landbúnaði. Um leið yrði öll búvörufram- leiðsla í landinu sett undir eina framleiðslustjórn, því að augljós- lega líður sauðfjárræktin fyrir að vera undir strangri framleiðslu- stjórn á sama tíma og aðrir kjöt- framleiðendur spila frjálst. Vandi nýrra búgreina er margur. Eitt vandamál er það að þekkingu og reynslu vantar á mörgum svið- um, en þann þátt þarf að stórefla áður en bændum er sagt að sigla af gömlu miðunum á ný mið. í þess- um efnum hafa ráðamenn brugð- ist við seint og hægt. Sem dæmi má taka að á skrá Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins fyrir árið 1986 er getið um tæplega 200 tilraunaverkefni, þar af eru í refa- Freyr 15

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.