Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 24

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 24
og minkarækt aðeins 3, og í kanín- urækt ekkert, svo að dæmi sé tekið af nýbúgreinum. Sama má segja um leiðbeiningaþjónustu ný- búgreina, þar er ríkjandi mannfæð og fjárskortur. Til dæmis er eng- inn starfandi ráðunautur í fiskeldi hjá Búnaðarfélagi íslands og að- eins einn í loðdýrarækt. Þarna þarf að gera stórátak um leið og rannsóknir til aukinnar hag- kvæmni í hefðbundnum búrekstri yrðu efldar. Það starf sem unnið hefur verið af Rala, búnaðarskól- anum og leiðbeiningaþjónustunni hefur skilað sér margfalt til hags- bóta fyrir bændur og þjóðarbúið í heild. Nú þarf að virkja þessar stofnanir sérstaklega til að finna hagkvæmar leiðir til lausnar þeim vanda sem nú er uppi í íslenskum landbúnaði. Og til að standa undir nafni ætti Framleiðnisjóður að auglýsa og veita styrki til fram- haldsmenntunar í nýbúgreinum. Þeir bændur sem hafa aðstöðu á jörðum sínum til búháttabreytinga þurfa að hafa aðgang að öflugri leiðbeiningaþjónustu um leið og þeim og öðrum sem ætlað að byrja búskap væri gert skylt að leita sér lágmarksþekkingar og reynslu á þeim búrekstri sem þeir ætla að stunda. Sókn er besta vömin. A sviði markaðssóknar og vöru- þróunar er mikill óplægður akur þótt víða megi sjá eitt og eitt plógfar. Það er nú einu sinni svo að engin vara selur sig sjálfkrafa nú á tímum markaðshyggju og sölumennsku, hversu holl og góð sem varan er. Óskum neytenda um fituminni mjólkurvörur og kjötflokka verður að mæta, enda eru líkur á því að slíkar kröfur verði ennþá háværari í framtíð- inni. Reyna verður að hafa kjö- tvörur sem ferskastar og því verð- ur að endurskipuleggja slátrunar- tíma og meðferð á kjöti. Til þess að þetta sé hægt, þarf að endur- skoða úrvinnslu og milliliðakerfið og gera það hagkvæmara og virk- ara í sölu og markaðsmálum. Bændur í neðsta þrepi launastigans. Ásamt föstum niðurgreiðslum á kindakjöti og mjólk hafa stjórnvöld líka þann möguleika að halda niðri gjaldalið verðlags- grundvallarins þannig að laun bóndans haldist og helst hækki þótt minna framleiðslumagn sé til- skiptanna. Þar vegur þyngst áburður og kjarnfóður ásamt kostnaði við vélar. Ekki mun af veita. Nýlega kom fram á Alþingi (Alþingistíðindi 1986) að á verð- lagi ágústmánaðar 1986 var launaliður bóndns kr. 637 þús. hinn 1. október 1983, en kr. 700 þús. hinn 1. júní 1986 sem þýðir í raun að laun bóndans ná ekki að fylgja launum í verðlagsgrundvell- inum haustið 1986. Það er þó ljóst að bændur eru fallnir niður í neðsta þrep í launastiga lands- manna. Óryggissjónarmið. í landbúnaðarumræðunni má ekki gleymast mikilvægi þess að íslend- ingar geti framleitt sem mest af matvælum innanlands og nota til þess sem mest af heimafengnum aðföngum. Því að „tímasprengj- urnar“ eru úti um allan heim í líki kjarnorkuvera, efnaverksmiðja, kjarnorkuflauga, sem sumar eru „sprungnar“, samanber slysið í Chemobyl á síðasta vetri og úr- gangseitrið sem stöðugt berst út í vatn, jarðveg og andrúmsloft víðs- vegar í heiminum. Ut frá öryggis- og heilbrigðis- sjónarmiði hlýtur að vera, ef til langs tíma er litið, ómetanlegt að geta framleitt sem mest af matvæl- um á okkar tiltölulega ómengaða landi, þótt niðurgreiddar umfram- birgðir matvæla og aðfanga fáist fyrir lítið í dag í nágrannalönd- unum. Á krossgötum. Þótt landbúnaðurinn sé nú á krossgötum er ekki þar með sagt að forystulið bænda eigi að hlaupa í blindni á eftir skriffinnum ráðu- neytanna inn á fyrsta öngstræti, sitja þar sem fastast og bíða eftir að bændur veslist upp og hætti búskap. Þvert á móti tel ég að verði rétt leið farin eigi íslenskur landbún- aður bjarta framtíð. En þær breytingar sem landbúnaðurinn þarf að ganga í gegnum krefjast lengri aðlögunartíma og verða að byggja á langtíma landnýtingar og byggðaáætlun. Heimildir: Alþingistíðindi 8. hefti 1986, þingskjal 215. Búmarksskrá Framleiðsluráðs, Freyr 13. hefti 1986. Rannsóknarverkefni 1986. Fjölrit RALA nr. 119 1986. Landnýting í Islardi, og forsendur fyrir landnýtingaráætlun. Landb.ráðun. maí 1986. Viö áramót. Frli. af hls. 7 grunnsævi er og fiskimið? Það veit enginn. Geislamengun af völdum slyssins í Tsjernobyl varð sums staðar mikil svo sem í Skandinavíu, en allgóð yfirsýn hefur fengist um hana. Súrt regn útrýmir fiskum í vötnum og skógar eyðast. Fiskur deyr af völdum mengunar undan ströndum Danmerkur og mengun sjáv- 16 Freyr ar er víðar mikil. Næst okkur heggur hins vegar gat á ózonlagi jarðar á norðurslóðum, þannig að útfjólubláir geislar, hættulegir öllu lífi ná til jarðar. Hvert um sig eru þessi atriði og önnur ónefnd e.t.v. ekki ógnvænleg né óbætanleg og jafnvel sum ofmetin, en saman- legt eru þau ógnun við viðhald lífs á jörðunni. Út frá því sjónarhorni minnka önnur vandamál. M.E.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.