Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 30

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 30
Rafeindabylting í framleiðslu MF 3000 dráttarvéla Tvö ný vörumerki verða dráttarvélarnar. „Autotronic“ er nafn á sjálfstýri- búnaöi sem veröur á vélunum. „Datatronic" gerðirnar verða með sömu sjálfstýringu og að auki verða þær með sjálfvirkri stjórn á spyrnu auk þess sem þær gefa fjölþættar upplýsingar um vinn- una, þannig að beita megi dráttar- vélinni af sem mestri hagkvæmni. Þróunarsaga dráttarvéla hefur verið stöðug. Fáar en gagngerar breytingar hafa haft mikilvæg áhrif á notagildi og framleiðslu- getu vélanna. Sem dæmi um slík tímamót má telja sprengivélina, lofthjólbarða, átaksstillta Fergu- son vökvakerfið, fjölhraða gírk- assa og hljóðeinangruð hús. Rafeindastýrð kerfi eru kjarn- inn í þeirri „byltingu" sem nú er að hefjast. Þau gera mögulegt að stjórna fljótt og örugglega gangi vinnunar eftir upplýsingum sem vélarnar nema sjálfkrafa. Þessar upplýsingar getur ökumaður at- hugað á skjá, og þannig veit hann hvernig henn getur beitt vélinni á sem bestan hátt, gert vinnuna létt- ari og komið í veg fyrir mistök. Hvort sem kerfið er notað til að upplýsa ökumann eða til að stýra dráttarvélinni er þessi rafeinda- stýrið búnaður ámóta mikilvægur og þær stórstígu framfarir sem áður var getið. Massey Ferguson vélarnar með „Autotronic" eru þannig útfærðar að hægt er að stjórna beint hluta af gírkassa, fjórhjóladrifi, mismunadrifslás, óháðu vinnudrifi og þrítengibeisli. Örtölvustýring er tengd undir gólfið að framan- verðu. Án afskipta ökumanns sér vélin sjálf um að bregðast rétt við breyttum skilyrðum og kemur í veg fyrir mistök. Þegar dráttarvélinni er ekið hraðar en 14 km/klst með fjórhjóladrifi fer það sjálfkrafa úr sambandi og kemur í veg fyrir óþarfa hjólbarðaslit og olíueyðslu. Fjórhjóladrifið fer samt aftur sjálfkrafa í samband, bæði þegar hemlað er á meiri hraða en 14 km/ klst, svo að hemlar virki betur, sérstaklega á hálu undirlagi, og ætið ef mismunadrifslás er settur á. Á afturhjóla- og fjórhjóladrifn- um vélum fer mismunadrifslás sjálfkrafa úr sambandi þegar þrí- tengibeislinu er lyft og hann teng- ist aftur þegar beislið er lækkað. Þetta er kostur sem kemur sér vel þegar verið er að snúa vélinni í vinnu við erfið skilyrði. Mismunadrifslásinn fer einnig úr sambandi ef vélinni er ekið hraðar en 14 km/klst, sem eykur öryggi á vegum, og einnig þegar hemlar eru notaðir, svo að örugg- ari og fullkomnari stýringu sé náð. Ekki er hægt að skipta um hraðastig ef því fylgir hætta á ofálagi á gírkassann, og sé vélin búin skriðgír, Iokast kassinn nema hann sé tengdur í lággír. Fullkomin sjálfstýring er tengd við vinnudrifið um leið og öku- maður setur það á. Þetta kemur í veg fyrir of- eða höggálag og færir nákvæmlega rétt afl yfir á drif- 22 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.