Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 31

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 31
skaftið fyrir viðkomandi vinnu- tæki. Þannig er álag léttrar heyvinnuvélar mjúkt og komið er í veg fyrir óþarfa slit á tengsli fyrir vinnuvélar sem valda miklu álagi. Ef vinnuvél verður fyrir ofálagi fer aflúrtakið sjálfkrafa úr sambandi, en það varnar skemmdum og óþarfa sliti. Það fer einnig úr sam- bandi ef lághraðaaflúrtaki er beitt við meiri vélarhraða en 1900 sn/ mín. Ennfremur er kerfið notað við að stýra vökvaþrýstingnum. Það er tengt aðvörunarljósi í mæla- borði og slær sjálfkrafa út allan vökvabúnað ef bilunar eða skemmdar verður vart í vökva- kerfinu, þ.e. ef aðvörunarljósið lýsir lengur en tvær sekúndur. Auk alls þessa hafa MF „Data- tronic" vélarnar háþróað upplýs- ingakerfi sem tengir saman sjálf- virka spyrnustýringu og gefur nýja möguleika til aukinna afkasta. Allar upplýsingar, þ.á m. um spyrnustýringu koma fram á tölvumæli sem er í einskonar stjórnborði innbyggðu í aftari stólpa á hægri hlið hússins. Með því að snúa hnappi á stjórnborðinu má velja þær upp- lýsingar sem ökumaður vill sjá. Þær eru eftirfarandi: — Vélarhraði. — Aflúrtakshraði. — Aksturshraði. — Olíueyðsla á klst. — Olíueyðsla miðað við yfir- ferð. — Afköst á klst. — Rekstrarkostnaður. — Spyrna (í raun). — Spyrna (leyfð). — Vinnubreidd með vinnutæki. — Unnið flatarmál. — Olíunotkun. — Olíubirgðir. — Aksturslengd. — Tími að næstu viðhaldsað- gerðum. — Fjöldi, t.d. bagga. Rekstrarkostnaður, sýndur í hlutfallstölu, er unninn úr reikni- tölum kostnaðar við viðhald, olíu, afskriftir og vinnulaun, og byggir Séð inn í húsið á Massey Ferguson 3000 — hér sameinast þaegindi — öryggi og sjáljvirkni í stjórnun. á meðaltalstölum fyrir hinar ýmsu stæðir dráttarvéla. Upplýsingarnar eru sýndar í tölum. Með því að þrýsta á skynj- ara koma þessi gildi fram sem 100, og sýna þannig samanburðartölur sem ökumaður getur notað til að breyta um stjórn á vélinni án þess að þurfa að fara í flókinn útreikn- ing. Sem dæmi má nefna að ef við óskum upplýsinga um olíueyðslu gæti skipting í hærri gír breytt tölunni 100 í 95, og gefið til kynna Ný tækni Frh. afbls. 21. Stjórnborð og mælar eru vatns- og rykþéttir og öll áletrun greypt í. Snúningsmælir er rafeindastýrður og í mælaborðinu eru mörg að- vörunarljós og ýmsir mælar. Með því að nota plast hefur verið unnt að hanna fyrirferðarlítið stjórn- borð sem um leið gefur stjórnand- anum góða yfirsýn yfir allar upp- lýsingar sem á því birtast. Þökin eru úr glerstyrktu plasti sem stenst mótstöðu á við 45 kg þunga sem félli úr 1,5 m hæð — eins og krafist er í alþjóðlegum öryggisstuðlum. Auk þess að tæring stórminnkar er auðveldara að hljóðeinangra, hlutfallslega minnkandi olíueyðslu fyrir gefið verkefni. Þá gæti öku- maður óskað eftir upplýsingum um afköst og kostnað og ef þær reiknitölur færu niður fyrir 100, gæti hann strax séð hvaða áhrif olíusparnaðurinn hefði á kostnað og afköst, auk þess sem heildar- kostnaður hefði verið lækkaður. Ökumaður getur ætíð séð raun- hæfar tölur með því að ýta aftur á skynjarann. Sami skynjari er einnig notaður til að endurmeta önnur atriði á listanum. Annar skynjari er notaður til að hafa áhrif á tímagreiningu þeirra upplýsinga sem koma fram. Þriðji skynjarinn hefur áhrif á spólun að aftan. Þegar ökumaður hefur með fyrsta skynjaranum stillt á það hlutfall spólunar sem hann er tilbúinn að vinna eftir, vinnur stjórnbúnaðurinn sjálf- Icrafa við rafeindastýringuna á þrítenginu og þegar farið er fram úr þessum mörkum færist lyftan til eða álagið þar til spólun er innan gefinna marka. Aksturshraðastilling í MF „Datatronic“ vélunum nýtist einnig þegar unnið er með ýmis önnur rafeindastýrð vinnutæki eins og þau sem notuð eru til að fá meiri nákvæmni í dreifingu og við sáningu. (Fréttatilkynning). þannig að hljóðstyrkur í nýju hús- unum fer niður í 85 dBA. Fyrir- ferð vélarinnar minnkar og vélin nýtist betur þar sem rými er tak- markað, eins og t.d. í byggingum þar sem lágt er til lofts. Þessi nýju efni eru einnig notuð við smíði á brettaframlengingum, verkfærakössum, vatnskassahlíf- um o.fl. þess háttar hlutum MF 300. Að sögn J. Thomas eru þessi nýju efni mjög þýðingarmikil fyrir dráttarvélaiðnaðinn og hjá MF verksmiðjunum sjá framleiðendur fram á fjölmarga aðra möguleika, sérstaklega í hönnun. Thomas er sannfærður um að á næstu árum og áratugum muni þessi efni verða mikið notuð í vélaiðnaði. (Fréttatilkynning). Freyr 23

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.