Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 33

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 33
4. Votheysverkun er tiltölulega lítið útbreidd heyverkunaraðferð hér á landi. Of fáir bændur hafa fullkomin tök á aðferðinni. Jafnvel þó að einstaka bændur, með mikla og langa reynslu í vot- heysverkun, geti verkað jafngott vothey án söxunar af neinu tagi eins og með söxun, er varhugavert að draga úr gildi hannar almennt eins og ég tel að lesa megi út úr umræddir ritstjórnargrein. Nú þegar hafa fáeinir bændur haft samband við undirritaðan og spurt hverju ritstjórnarskrifin sæti, — hvort allt tal hingað til um söxun hafi verið markleysa. Tilefni þess að ofangreind atriði eru hér gerð að umtalsefni eru fram komnar fyrirspumir. Svíar kanna nýjar framleiðsluaðferðir Sænska stjórnin hefur, að tillögu nefndar sem um málið fjallaði, ákveðið að verja hárri upphæð til rannsókna á því hvort haga megi landbúnaðarframleiðslu öðru vísi en nú er gert, án þess að hún minnki. Ekki hefur verið skil- greint nákvæmlega hvaða aðrar aðferðir eigi að nota. Látið er nægja að nota orðalagið, „aðferð- ir þar sem líffræði og vistfræði eru í fyrirrúmi". Á fjárlögum 1986 og 1987 er veitt til þessa verkefnis 120 milljónum sænskra króna, og það fé fæst með svonefndum um- hverfisverndarskatti á jurtalyf og tilbúinn áburð. Til einstakra viðfangsefna er m. a. veitt 28 milljónum kr. til sérstakra aðgerða gegn súrnun þeirri er hrjáir sænskan jarðveg. Sérstök fjárveiting er til skógar- verkefnis er nemur kr. 200 mill- jónum á fimm árum. í landbún- aðarhlutanum á m. a. að rannsaka hvernig minnka megi kadmíum- magn í tilbúnum áburði og draga úr notkun jurtalyfja. Um 15 milljónum s.kr. eru veittar til að reyna að framleiða etanól úr korni. ndur Það borgar sig að fjárfesta í ryðfríum vatnshitadunk úr HWT stáii. Úttök fyrir heitt og kalt vatn að ofan Vinylklæddur að utan góð einangrun Vatnsvarðar tengingar Ný suðutækni Aftöppun 3/8" Galvaniseraður sökkull Stillanlegir fætur Eigum á lagerdunka í stærðunum: 22-80—120—200- 300 lítra. Leitið upplýsinga um verð og greiðslukjör. EF EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI I6995 Freyr 25

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.