Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 35

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 35
Hátt á þriðja hundrað sláturhross seld úr landi Fyrir allnokkru var aðalfundur Félags hrossabænda haldinn í Bændahöllinni í Reykjavík. Bar það margt á góma og m.a. rætt um sölu á hrossakjöti erlendis, sem bæði hefur farið fram með þeim hætti, að hrossunum hefur verið slátrað hér heima eða flutt lifandi út. Eins og kunnugt er hafa tilraun- ir verið gerðar með útflutning á hrossakjöti til Japan. Of dýrt reyndist að úrbeina kjötið en í þess stað var hafinn útflutningur á „pístólum", (afturhlutum), af ný- slátruðum hrossum. Sent var út kælt kjöt í gámum vikulega, frá 2 nóvember 1985 til 28. janúar 1986, í hvert sinn af 25 hrossum. Japanir hræddust ekki fituna, þeir greiddu vel fyrir kjötið af stærstu og feitustu hrossunum og skilaði það 70% af grundvallarverði til bænda. En er á leið og hrossin urðu rýrari lækkaði verðið og fór niður í 50% grundvallarverðs. Mikil vinna var lögð í þennan tilraunaútflutning og m.a. gerður sérstakur samningur við Sláturfé- lag Suðurlands um þátttöku. Á umræddu tímabili voru flutt út 23.553 kg kjöts af 278 hrossum, — úrbeinað kjötið meðtalið. Seinnipartinn í sumar hófust við- ræður við japanska innflutnings- fyrirtækið „Tri Ocean“, fyrir milli- göngu Jónasar Hallgrímssonar, vera meiri. En dýr mundi dráttar- vél, keypt í tómu varahlutum. Ég tel óþarft að birta nafn þess, sem fer með umboðið, en vil taka það fram, að þau skipti, sem ég hef átt við það fyrirtæki, hafa engin verið kvörtunarverð. Þeir, sem séð hafa þennan, reikning hafa sumir spurt mig: Því í fjandanum fórstu að borga þetta? Mér kom aldrei til hugar annað en greiða hljóðkútinn. Ef maður biður einhvern að kaupa um áframhaldandi verslun en flutningskostnaður reyndist of hár til þess að af þeim viðskiptum gæti orðið. Tilraun með þennan út- flutning verður hafin á ný næsta haust og þá leitast við að lækka flutningskostnaðinn. Kaupendur hafa samþykkt að reyna að taka við kjötinu úrbeinuðu, pökkuðu á sérstakan hátt og síðan frystu. f>að gefur möguleika á ódýrari og hæg- ari vinnslu og mun minni flutn- ingskostnaði. Þessi útflutningur verður að skila framleiðendum a.m.k. 50% skilaverðs ef hann á að geta keppt við útflutning sláturhrossa. Hann hefur skilað 35% grundvallar- verðs en auk þess stutt að útflutn- ingi reiðhrossa. Þann 15. apríl sl. voru flutt út 52 sláturhross með M/S Alca. Meðal- vigt var aðeins 325 kg pr. hross. Til þess að ná lágmarks útflutn- ingsverði — 35% skilaverðs til framleiðenda, var flutningsgjaldið með skipi aðeins reiknað kr. 4 500 á hest og er það langt undir kostn- fyrir sig hlut, og sá Ieggur gjaldið út fyrir honum, og svo er hann ekki tekinn, þegar til kemur, það eru vægast sagt ekki heiðarleg viðskipti. Ég geri stundum hluti fyrir fólk, sem það biður um. Það hefur ekki komið fyrir, að þeir væru ekki teknir, þegar þeir eru tilbúnir, utan í eitt skipti, og Þjóð- verji var þá kaupandinn. Honum er ekki eftirsóknarvert að líkjast. 1. desember 1986. aðarverði. Með þessari ferð fóru 216 reiðhross og báru þau uppi flutningskostnaðinn. Þann 11. október voru 215 slát- urhross flutt út með M/S Irish Rose. Meðalvigt á hross, reiknuð úr skipi, var 363 kg en við útskip- unarhöfn 378 kg. En þrátt fyrir hærri meðalvigt náðist ekki hærra skilaverð en 35% af grundvallar- verði því að reiðhestarnir voru nú færri, eða 173. Markaðsnefnd urðu það veruleg vonbrigði að ekki fengust nógu mörg slátur- hross í skipið, en í það vantaði 150 hross. Hefði sú tala náðst hefði reksturinn í heild skilað 5—10% hærra skilaverði og auk þess minnkað birgðir hér innanlands. Félag hrossabænda getur með engu móti tekið á sig fjárhags- áhættu, sem nemur hundruðum þúsunda króna, vegna skuldbind- ingar um lágmarksútvegun á slát- urhrossum og þurfa síðan að grípa til örþrifaráða til að útvega þau sláturhross, sem á vatnar, þegar skipið er að koma hér í höfn. Brýnt er að félagsmenn og aðrir framleiðendur standi saman um þær leiðir, sem bjóðast til afsetn- ingar og unnið hefur verið að með góðum árangri undanfarin ár. Augljóst er að án þessa útflutn- ings á sláturhrossum er ekki hægt að bjóða niður fultningsgjald á reiðhestum um meira en helming og þar að auki bjóða upp á þrjár útskipunarhafnir í þremur lönd- um, þrátt fyrir þetta lækkaða verð. -mhg Freyr 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.