Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 39

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 39
Dýr mjólkursamningur í EBE Eining um að minnka mjólkurframleiðslu. Áralöngum samningum vegna gífurlegar offramleiðslu á mjólk í löndum Efnahagsbandalagsins lauk rétt fyrir síðustu jól. Þegar landbúnaðarráðherrar Bandalags- ins náðu sögulegu samkomulagi. En ekki stóð á gagnrýni frá bændasamtökum landanna á samninginn. Ljóst er að samkömulag þetta verður dýrkeypt til að byrja með, jafnvel þó að það leiði hugsanlega til sparnaðar seinna meir. Bráða- birgða útreikningar sérfræðinga í Brússel sýna, að aukaútgjöld vegna samningsins næsta ár geta orðið um tuttugu milljarðar króna, en árið 1989 er áætlað að um 80 milljarðar króna sparist. Samningurinn er í aðalatriðum á þessa leið: 1) Mjólkurkvótar verða lækkaðir um 9,5% á tveimur árum (um 6% fram til 1. aprfl 1987 og afgangurinn 1. apríl 1988). 2) Reglur um svonefnt fyrnigjald (sem hefur þau áhrif að mjólk- raunar yfir fimm sýslur. í land- námi þess risu síðan á legg fimm eða sex kaupfélög og stýrði Mark- ús, sonur Torfa, einu þeirra um árabil. Um allt þetta fjallar Játvarður Jökull í bók sinni með miklum ágætum. Og það er naumst ofmælt hjá honum, að Torfi hafi verið fjögurra manna maki. Hann stofn- aði skóla og rak hann í 27 ár. Hann smíðaði meira en 800 verk- færi og tæki, sem hér voru áður óþekkt, t.d. 125 plóga og kenndi mönnum að nota þau. Hann gerð- ist forgöngumaður áhrifamikilla verslunarsamtaka. Hann var fyrir- myndar bóndi og fágætur upp- alandi og heimilisfaðir. Hvert þessara starfa um sig er þannig að eðli og umfangi að það væri ærið nóg einum manni. urframleiðsla verður óarðbær yfir ákveðin mörk verða hertar. 3) Danska mjólkursamlagakvóta- kerfið heldur áfram og sömu- leiðis verður framvegis unnt að jafna kvóta innansvæða (flytja til ónotaðra kvóta). Þessi tvö atriði báru Danir mjög fyrir brjósti við samningana. 4) Bændur sem hætta að fram- leiða mjólk fá fjárbætur fyrir það. í Danmörku verður hluta bótanna varið til búhátta- breytinga. 5) Niðurgreiðslur á undanrennu- dufti verða afnumdar yfir vetrarmánuðina. Auk þess segir í samningunum að ráð- herranefndin muni fylgja því eftir að EBE-ráðið breyti eftir tillögu sinni um heimild til að fella niður niðurgreiðsur á smjöri og undanrennudufti þegar nauðsyn krefur vegna óhóflegra uppkaupa á þessum afurðum. Frumvarp um þetta Játvarður Jökull hefur hér skrif- að ágæta bók um óvenjulega mikilhæfan athafnamann. Sjálfur er hann fágætur maður að kjarki og manndómi. í fjölda ára hefur hann búið við líkamlega lömun. Þegar honum urðu ónýtar hend- urnar til skrifta brá hann pinna í munn sér og leikur með honum á leturborð ritvélarinnar. Og nú er hann auk heldur farinn að fást við tölvuna. Með þessari bók hafa höfundur og útgefandi reist Torfa í Ólafsdal verðugan minnisvarða. En hún er einnig minnisvarði um mann, sem með einstæðu viljaþreki skrifar bækur við aðstæður, sem knúið hefðu flesta aðra til algerrar upp- gjafar. -mhg er lagt fram í febrúar. 6) Áætlun verður gerð um að losna við smjörbirgðirnar (þær eru nú 1,3 milljónir tonna), en fjármálaráðherrum bandalags- ins er falið að leysa dæmið um kostnað við þær aðgerðir. Með öllu er þó óljóst hvernig á að losna við smjörfjallið. írski landbúnaðarráðherrann A. Deasy hefur látið svo um mælt að ódýrara væri að henda smjörinu í sjóinn en að borga fyrir að geyma það, en sú hug- mynd verður þó ekki að veru- leika. Aftur á móti verður leitað að kaupendum í Sovét- ríkjunum og örðum löndum og eitthvað af smjörinu verður notað í skepnufóður eða selt fátæku fólki. Ekki er vitað hvað það kostar að losna við birgðirnar, en þing Efnahags- bandalagsins hefur áður gert tillögu um að stofna sérstakan sjóð með 100 milljarða fram- lagi á ári í þessu augnamiði. Heimild: Information — J.J.D. Leiðrétting I viðtali undirritaðs við Auðun B. Ólafsson, framkvæmdastjóra Markaðsnefndar landbúnaðarins, sem birtist í 23. tbl. Freys, eru taldir upp þeir menn, sem skipa Markaðsnefnd. Nafn eins þeirra, fulltrúa Búnaðarfélags íslands í nefndinni, Sigurgeirs Þorgeirs- sonar, sauðfj árræktarráðunautar, hefur þó fallið niður. Er velvirð- ingar beðist á þessum mistökum. (mhg. Freyr 31

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.