Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 8

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 8
Ami ísaksson, veiðimálastjóri, Veiðimálastofnun Hlutdeild bænda í fiskeldi Inngangur Allt frá því fiskeldi hófst hér á landi fyrir nœrfellt 20 árum hefur verið Ijóst að fisk- eldismöguleikar hér á landi eru mun flóknari heldur en gerist í nágrannalöndum okkar. í Noregi hefur laxeldi nœr eingöngu byggst á því, að ala laxinn ísjókvíum og virðist það vera mögulegt alltfrá Stavangri í suðri til Tromsö í norðri vegna áhrifa Golfstraumsins sem vermir alla vesturströnd Noregs. Árni ísaksson. Skotar hafa einnig þróað sjókvía- eldi á vesturströnd Skotlands en jafnframt byrjað að dæla sjó á land, þar sem möguleikar til eldis í kvíum eru takmarkaðir. Færeying- ar hafa aðallega farið út í sjókvía- eldi en hafa mjög takmarkaðan fjölda staða. Reikna má með, að á íslandi þróist fiskeldisaðferðir sem verði sniðnar eftir staðháttum hér á landi og gæti þar orðið um blöndu þeirra aðferða sem áður er getið að ræða, auk hafbeitar sem er séríslenskt fyrirbrigði, þar eð við höfum einir þjóða í Atlantshafi algjört bann við laxveiðum í sjó. Par sem við búum við mun breyti- legra veðurfar heldur en ná- grannaþjóðirnar hefur jarðhiti orðið ein af meginforsendum fisk- eldis hér á landi. Vaxtarhraði hjá fiski er ná- tengdur hita á eldisvatni. Eldistil- raunir hafa leitt í ljós að hægt er að ala laxaseiði við kjörhita (12°C) í 600—800 gramma stærð á einu ári í stað 40 gramma stærðar sem hefur verið hefðbundin gönguseiðastærð. Þessi aukni hraði í vexti getur sparað allt að eitt ár í eldi á Iaxi í markaðsstærð miðað við norskar aðstæður. Þetta atriði verður að teljast mjög mikil- vægt þar sem laxeldi hér á landi krefst mun meiri fjárfestingar heldur en tíðkast í nágrannalönd- unum. Mun nú verða vikið að helztu lax og silungseldisaðferðum sem líklegt er að verði notaðir hér á landi auk þeirra, sem þegar eru í gangi. Helztu eldisaðferðir eru sem hér segir: 1. Eldi laxa- og silungsseiða. 2. Eldi á laxi í kerjum á landi. 3. Eldi stórseiða og áframeldi í kvíum. 4. Eldi í sjókvíum. 5. Hafbeit. 6. Silungseldi. 7. Álaeldi. Ekki er líklegt að þeir bændur sem aðstöðu hafa til eldis (heitt og kalt vatn) einskorði sig við eitt afbrigði eldis. Hugsanlega breyta menn áherzlum í eldinu eftir sveiflum í markaðsmálum og framleiða ýmist sumarseiði, gönguseiði eða silungsseiði allt eftir því hvar eftirspurnin liggur. Þetta á sérstaklega við, þegar um vönduð eldismannvirki er að ræða. Hins vegar má búast við að silungseldi verði fremur stundað í óvandaðri útitjörnum og jafnvel nýtt afgangsvatn sem áður hefur verið notað á dýrari fisk. Að þessu verður vikið í kaflanum um sil- ungseldi hér á eftir. Mun nú verða vikið að hverri aðferð fyrir sig, einkum með tilliti til hlutdeildar bænda í slíku eldi. Eldi laxa- og silungsseiða Eldi Iaxaseiða er orðin gróin atvinnugrein hér á landi og slíkar stöðvar hafa verið reistar víða í dreifbýli. Stærri stöðvarnar fram- leiða flestar gönguseiði og er al- geng stærðareining 150—200 þús- und gönguseiði. Dæmi um slíkar stöðvar í eigu bænda eru Norður- lax á Laxamýri og Hólalax á Hól- um. Seiðamarkaður fyrir þessar stöðvar hefur verið til hafbeitar eða kvíaeldis innanlands, en einnig hefur verið um nokkurn útflutning að ræða, einkum til Noregs. Ekkert er því til fyrir- stöðu, að gönguseiðastöðvar rísi í nágrenni þéttbýlis svo fremi að kalt vatn og jarðhiti sé fyrir hendi. Á síðari árum hafa risið ýmsar 48 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.