Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 9

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 9
Tilraunastarfsemi og kynbœtur eru undirstaða farsællar þróunar í fiskeldi hér á landi. Myndin sýnir startfóðrunar- og tilraunahús í Laxeldisstöð ríkisins. (Ljósm. Sumaríiði Óskarsson). slíkar stöðvar í eign stórfyrirtækja einkum á suðvesturhluta landsins. Nokkrar stöðvar hafa verið byggðar sem eingöngu henta til eldis á sumaröldum seiðum (1 gr). Mikill markaður er fyrir sumar- seiði víða um land og hlutfallslega hagstæðara að framleiða þau mið- að við fjárfestingu. Dæmi um slíka stöð er eldisstöðin að Fossatúni í Lundareykjadal. Fleiri stöðvar gætu risið í nágrenni laxveiðiánna á komandi árum, einkum þar sem magn af köldu vatni og/eða jarð- hita er takmarkað. Minni stöðvar eru viðráðanleg fjárfesting og rekstrareining fyrir bónda sem þó verður að hafa verulega fagþekk- ingu í fiskeldi. Rétt er að benda á, að starfstími slíkrar stöðvar er að- eins hluta úr árinu, frá nóvember og fram í júní, en sá tími er oft minna ásetinn hjá bændum en sumartíminn. Ef um nægilegt vatnsmagn er að ræða, (ca 50 sekúndulítra af lind- arvatni og 3—5 sekúndulítra af 90°C heitu vatni) borgar sig tví- mælalaust að reisa stærri stöð og stefna á gönguseiðaeldi eða eldi stórseiða (500 gr.) fyrir kvíaeldi. Svo stór stöð er frekar við hæfi samtaka bænda, svo sem veiði- og fiskræktarfélaga eða annarra fjár- sterkra aðila. Starfslið stöðvarinn- ar er 3—4 menn og verulegur hagnaður getur orðið á starfsem- inni ef vel gengur. Starfsmenn þessarar eldisstöðv- ar eru að mestu í fullu starfi, og hér þarf að vera stöðvarstjóri með reynslu og þekkingu ef vel á að fara. Stöðin er í rekstri allt árið og sumarið er mikill álagstími fyrir starfsmenn. Bændur sem tækju sér þetta fyrir hendur væru í fullu starfi og gætu lítið sinnt öðrum búskap. Silungsseiði (urriði, bleikja) hafa hingað til selst á mun lægra verði heldur en laxaseiði. Því væri Iíklegt að eigendur eldisstöðva reyndu í lengstu lög að framleiða lax og Iétu aðra framleiðslu sitja á hakanum. Undantekning gætu verið stöðvar sem ættu hagsmuna að gæta á vatnasvæðum þar sem sleppa þyrfti silungsseiðum í rækt- unarskyni. Aukin eftirspurn eftir silungsseiðum gæti hins vegar hækkað verð þessara afurða nægi- lega til að stöðvareigendur sæju sér hag í að vera með þær á boðstólum, einkum ef eftirspurnin er örugg milli ára. Sveiflur í eftir- spurn eftir laxaseiðum hafa oft verið verulegt vandamál hér á landi þó að hörgull hafi verið undanfarin 4 ár. Segja má að rekstraröryggi þeirra stöðva, sem hér hefur verið minnst á, sé allgott. Yfirleitt er sjálfrennsli á köldu vatni og sjúk- dómahætta virðist vera minni í seiðaeldi heldur en framhaldseldi, að því tilskildu að fagleg umsjón í stöðinni sé góð. Eldi á laxi í kexjiun á landi Ef ala á lax í fulla stærð (4 kg) í kerjum á landi krefst það veru- legrar fjárfestingar í eldisbúnaði og tækjum. Þar við bætist að rekstrarkostnaður á stöðinni, einkum í raforku og mögulega hitaorku, er orðinn mikill í lok eldistímanns. Af þessum sökum þarf umsetningin í stöðinni að vera mjög hröð til að lækka kostn- að á framleitt kíló. Ýmislegt bend- ir til þess, að stytta megi heildar- eldisferilinn um eitt ár miðað við hefðbundið norskt eldi, að því tilskildu að jarðhiti sé nýttur til að halda kjörhita á laxinum allan eldistímann. Það eldi sem hér um ræðir er bundið við staði þar sem hægt er að fá verulega orku til upphitunar Freyr 49

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.