Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 13

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 13
Ami Helgason, fiskifræðingur, Veiðimálastofnun Aðferðir í laxeldi og helstu forsendur 1. Inngangur Áhugi á laxeldi hefurfarið vaxandi hér á landi undanfarið, og eru margir bjartsýnir á að þar sé atvinnugrein, sem íslendingar gœtu verulega látið að sér kveða í. Þennan aukna áhuga má líklega mest þakka miklum umsvifum í laxeldi í Noregi á síðustu árum. Þar hefur verið unnið markvisst að því í 10—15 ár að byggja upp kvíaeldi á laxi, og hefur náðst sá árangur, að ársframleiðsla Norð- manna er komin yfir 30.000 tonn á ári (1985), og stefnir enn hærra. Hér á landi hefur þróun í laxeldi verið hæg þar til fyrir örfáum árum. Seiðaeldi hefur að vísu ver- ið stundað um langt árabil, en nær eingöngu í þeim tilgangi að ala seiði til sleppingar í ár og vötn. Hafbeit hefur einnig verið stund- uð frá nokkrum stöðum í landinu og fáeinir hafa verið með matfisk- eldi á laxi. Heildarframleiðslan á árinu 1985 var um 820.000 göngu- seiði, 90 tonn af laxi úr eldi og tæp 60 tonn úr hafbeit. Á síðustu þrem árum hafa orðið miklar breytingar í íslensku fisk- eldi. Frá 1984 hefur eldisstöðvum fjölgað úr 40 í 102, og enn fleiri eiga eftir að bætast við á næstu misserum. Þegar ný atvinnugrein byggist upp jafnhratt og orðið hefur í fiskeldi hér á landi, er óhjákvæmi- legt að því fylgi vandkvæði. Laga- leg staða fiskeldis er óljós, og það rúmast illa innan þess ramma sem hefðbundnum atvinnuvegum er búinn. Það hefur m.a. haft í för með sér erfiðleika í að fá fyrir- greiðslu af ýmsu tagi við að koma upp eldisfyrirtækjum. Skortur á menntuðu og hæfu eldisfólki til að standa að og reka eldisstöðvar hefur verið áberandi. Síðast en ekki síst hafa ekki gefist færi á að sannreyna ýmsa mikilvæga grund- vallarþætti í eldisferlum með til- raunum. Fjölmargar eldisstöðvar hafa því hafið rekstur með lítt reyndum aðferðum, reynslulitlu starfsliði og óvissu um fyrir- greiðslu á meðan reksturinn er að komast á legg. í grein þessari er gefið stutt yfirlit yfir helstu eldisferla, sem beitt er í laxeldi. Ekki er fjallað um framkvæmd einstakra aðferða í smáatriðum, heldur reynt að benda á helstu skilyrði sem þarf að uppfylla, til að þær séu mögu- legar. Þessar upplýsingar ættu að hjálpa þeim, sem telja sig hafa aðstæður fyrir laxeldi, til þess að meta raunverulega möguleika. Auk þess eru í greininni útskýr- ingar á þeim lagalegum skyldum, sem hvfla á eldisrekstri samkvæmt gildandi lögum, og hvernig ber að snúa sér í því að fá lögboðnar umsagnir, viðurkenningu og starfsleyfi fyrir reksturinn. 2. Eldisaðferðir og staðarval Lax má ala ýmist í fersku vatni eða sjó, og það ræðst af tímaskeiði í ævi fisksins, eða afurðum sem sóst er eftir, hvort á betur við. Sérhver Freyr 53

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.