Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 14

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 14
Tafla 1. Sex flokkar í laxeldi eftir afurðum og eldisaðferðum. 1. Seiðaeldi Ferskvatnseldi á laxaseiðum allt að sjógöngustærð. 2. Sjókvíaeldi Sjóeldi á laxi í sláturstærð í netbúrum í sjó. 3. Strandeldi Sjóeldi á laxi í sláturstærð í kerjum staðsettum á landi. 4. Landeldi Ferskvatnseldi á laxi í sláturstærð í kerjum staðsettum á landi. 5. Fareldi eða Skiptieldi Sambland af 2 og 3 eða 2 og 4. 6. Hafbeit Hafbeit á laxi eldisstaður þarf að uppfylla ákveðin skilyrði til að þar sé hægt að stunda laxeldi, og eru þau breytileg eftir eldisaðferðum. í meginatriðum má greina milli 6 flokka í Iaxeldi eftir afurðum og eldisaðferðum, sjá töflu 1. Flokkar laxeldis eftir afurðum og eldisaðferðum. Verður nú fjallað stuttlega um einkenni þessara aðferða og for- sendur fyrir möguleikum þeirra. 2.1. Seiðaeldi. Seiðaeldi felur í sér hrognatöku úr kynþroska fiski, klaki á hrognum og að Iokum eldi á seiðum allt að sjógöngustærð. I stuttu máli er eldisferill þann- ig, að hrogn eru tekin að hausti og þau sett í klak við u.þ.b. 8—10°C. Fljótlega upp úr áramótum klekj- ast seiðin út, og í lok kviðpoka- skeiðs tekur frumfóðrun við og síðan stríðeldi við 10—12°C þar til fiskurinn nær markaðsstærð. Laxaseiði eru m.a. seld sem sumarseiði í fiskrækt, og ná þau þeirri stærð (um 5 g) í júní—júlí. Séu þau alin áfram, ná þau göngu- stærð (um 20 g) á tímabilinu sept- ember—desember. Þá eru þau sett í geymslu við náttúrulega birtu í köldu vatni og höfð þannig fram á vor. Á tímabilinu maí—júlí „smolta" seiðin og eru þá tilbúin að fara í sjó. Eldisferillinn tekur því 18—20 mánuði frá hrognatöku og þar til gönguseiði eru tilbúin. Svonefnt stórseiðaeldi er frá- brugðið gönguseiðaeldi að því leyti, að í stað þess að kæla niður fiskinn þegar göngustærð er náð, er hann áfram stríðalinn fram að smoltun, og með réttri meðferð og flokkun er hægt að ná 400—800 g gönguseiðum um vorið. í seiða- eldi er mikilvægast að hafa góða vatnsuppsprettu. Helst er sóst eftir jafnheitu, sýklalausu lindar- vatni, og jarðhita í einhverri mynd, til að hita eldisvatnið í a.m.k. 10—12°C. Aðferðir við að fá æskilegan hita á vatnið í eldiskerjum eru breytilegar eftir eðli og samsetningu vatns sem á að nota. Þær geta ýmist verið bein notkun á tempruðu lindarvatni, blöndun á tempruðu vatni og köldu lindarvatni eða hitun á köldu lindarvatni með varma- skiptum frá hitaveitu. Staðarval fyrir seiðaeldisstöð er fyrst og fremst bundið mögu- leikum á vatnsöflun. Þó eru aðrir þættir sem einnig skipta þar máli, t.d. staðsetning miðað við væntan- legan markað, mengunarhætta, nálægð við náttúruleg vatnakerfi o.s.frv. Vatnsnotkun í seiðaeldisstöð er mismikil eftir árstímum. Miðað við hefðbundinn framleiðsluferil á gönguseiðum er þörfin mest á haustin þegar stærstur hluti vænt- anlegra gönguseiða er í eldi í upp- hituðu vatni. Lætur nærri, að til að framleiða 100.000 gönguseiði þurfi 25—30 sekúndulítra af eldis- vatni á þeim tíma. 2.2. Sjókvíaeldi Sjókvíaeldi er algengasta aðferðin við matfiskeldi á laxi erlendis. Hún er fólgin í því, að laxaseiði eru sett í fljótandi netbúr úti í sjó á vorin og þau alin þar í 2—3 ár, eða þangað til æskilegri sláturstærð er náð. Þessi aðferð hefur þá ótví- ræðu kosti að vera ódýr og einföld í framkvæmd miðað við aðrar að- ferðir í matfiskeldi. Hins vegar fylgja henni ókostir, sem því mið- ur eru þyngri á metunum við ís- lenskar aðstæður heldur en t.d. norskar. Helstu annmarkar á heilsárseldi í sjókvíum hér við land eru ótrygg- ar umhverfisaðstæður. Sjávarhiti við íslandsstrendur er víðast þann- ig, að hætta er á undirkælingu (kælingu sjávar niður fyrir 0°C) seinni hluta vetrar (janúar— mars). Ef það gerist, þá er hætta á að fiskurinn drepist, en dauða- mörk hjá laxi eru talin vera á milli 0,5 til 1,0 °C. Miðað við hefð- bundnar aðferðir, þá þarf lax að vera a.m.k. 1—2 vetur í sjónum áður en æskilegri sláturstærð er náð. Er því talsverð áhætta fólgin í heilsárseldi á laxi í sjókvíum. Þegar sjókvíum er valinn staður þarf að hafa eftirfarandi atriði í huga. í fyrsta lagi verður að vera a.m.k. 10—15 metra dýpi á staðn- um til að tryggja að aldrei sé minna en 3—4 metrar frá botni og upp í netpoka, en pokadýpt er algengust 7—10 metrar. I öðru lagi verða kvíarnar að vera í vari fyrir ágangi sjávar og veðurs, einkum í nkjandi áttum að vetrar- lagi. í þriðja lagi þarf að vera hæfilegur straumur við kvíarnar til að tryggja nauðsynlega endurnýj- un á sjó og flytja frá úrgangsefni og fóðurleifar. Þegar sjókvíum er valinn stað- ur, er gagnlegt að hafa langtíma- mælingar á sjávarhita af nálægum slóðum til samanburðar. Þó verð- ur að varast að taka slíkar mæling- ar of bókstaflega, því að reynslan hefur sýnt, að staðbundin frávik frá meðalhitamælingum á ákveðn- um svæðum getur verið mjög mikil. Hér á landi er lítil almenn 54 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.