Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 16

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 16
seiðaeldisstöð. Gönguseiðin hverfa á haf út líkt og náttúrulegur fiskur, og að 1—2 árum liðnum snúa þau aftur til sleppistaðarins sem fullvaxinn, kynþroska lax og eru þá tekinn í gildru til slátrunar. Hvort hafbeit er hagkvæmur kostur eður ei fer fyrst og fremst eftir verði gönguseiða á hverjum tíma og endurheimtum úr sjó. Meðalheimtur á undanförnum árum hafa verið náiægt 7% í helstu hafbeitarstöðvum í landinu, en hafa sveiflast frá 0% og upp í 20% í einstökum tilvikum. Meðal- þyngd á endurheimtum laxi hefur verið um 3 kg sem þýðir að fyrir hver 100 gönguseiði sem sleppt er, hefur um 21 kg af laxi skilað sér úr sjó. Á meðan gönguseiði kosta um 80 kr. stykkið og söluverð á laxi er um 250 kr. hvert kíló, þá þarf a.m.k. 11% endurheimtur til þess að standa undir gönguseiða- verðinum einu saman, og hafbeit því tæplega arðbær að svo stöddu. Hinsvegar verður hún það strax og gönguseiðaverð lækkar. Á íslandi eru bestu aðstæður til þess að stunda hafbeit með At- lantshafslax vegna þess að hér við land er ekki stunduð veiði á laxi í sjó. Víðast erlendis, þar sem Átiantshafslax heyrir til, eru þær almennar og stór hluti af laxinum veiddur áður en hann nær heima- ánni (hafbeitarstöðinni). Almennt má því gera ráð fyrir því, að heimtur úr sjó geti orðið betri í hafbeit á íslandi heldur en í öðrum löndum. 3. Lagaskyldur laxeldisstöðva. Lögum samkvæmt heyrir laxeldi undir landbúnaðarráðuneyti og Veiðimálastofnun (Lög nr. 76/ 1970 um lax- og silungsveiði). í þeim eru lagðar ákveðnar skyldur á þá, sem ætla að stunda fiskeldi, og kveðið á um eftirlitsskyldu veiðimálastjóra með eldisstöðvum í landinu. Samkvæmt lögunum verður hver sá, sem ætlar að stunda fisk- eldi að gera veiðimálastjóra grein fyrir áformum sínum, skýra frá eðli og og umfangi eldisins, leggja fram teikningar af fyrirhuguðum mannvirkjum og sýna skilríki sem staðfesta rétt til vatnsafnota. Á grundvelli þeirra upplýsinga gefur Veiðimálastjóri síðan út viður- kenningu á eldistöðinni, ef öllum skilyrðum hefur verið fullnægt. Ákvæði í lögum um náttúru- vernd (lög nr. 47/1971 og reglu- gerð 205/1973 ásamt breytingum 640/1973) ná til reksturs fisk- eldisstöðva, og verður því að fá umsögn Náttúruverndarráðs um fyrirhuguð eldisáform áður en hafist er handa um framkvæmdir. Hlutverk Náttúruverndarráðs er einkum að fjalla um hugsanleg áhrif fiskeldis á náttúru lands- ins,t.d. mengunarhættu, skaðleg áhrif á lífríki, spillingu á landi o.s.frv. Samkvæmt lögum um hollustu- hætti og heilbrigðiseftirlit (nr. 109/ 1984) og „reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur, sem getur haft í för með sér mengun“ (nr. 390/1985), þá má ekki hefja rekst- ur fiskeldisstöðva fyrr en að fengnu starfsleyfi frá heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneyti. Holl- ustuvernd ríkisins sér um alla vinnslu á umsóknum fyrir ráðu- neytið, og er verkssvið hennar einkum að fjalla um frárennslis- mál fiskeldisstöðva með tilliti til mengunarhættu. Stofnunin er stefnumarkandi um frágang frá- rennslismála eldisstöðva í dag. Af öðrum lögum, sem að ein- hverju leyti snerta rekstur fisk- eldisstöðva eru m.a. bygginga- reglugerð frá 1979 og skipulagsreglugerð frá 1985, en Félagsmálaráðuneyti ásamt Skipulagi ríkisins fer með þau mál. Einnig verður lögum sam- kvæmt að hafa samvinnu við Sigl- ingamálastofnun ríkisins, Sjómæl- ingar íslands og viðeigandi hafn- aryfirvöld þegar eldiskvíum í sjó er valinn staður. 4.Niðurlag Hér hefur verið stiklað á stóru um ólíka valkosti í laxeldi. Að vonum er ógjörningur að benda á ein- hverja eina leið, sem besta kost- inn í laxeldi, enda ráða breytilegar aðstæður á hverjum stað mestu um hvað getur gengið. Þegar hvað mestur vöxtur var í norsku kvíaeldi, var framleiðsla á gönguseiðum þar í landi langt undir því að anna eftirspurn. Hófst þá innflutningur gönguseiða til Noregs, m.a. frá íslandi, og var verðið sem fékkst mun hærra en hafði tíðkast hér á landi fram að því. Til marks um áhrifin á verðlag á gönguseiðum hér á landi á þessu tíma má benda á,að raunhækkun hefur verið um 60% á 3 árum (sjá línurit). Fiskeldismenn hér á landi brugðust við þessum nýju mögu- Ieikum í kringum 1984, og mikil uppbygging hófst í seiðaeldi. Á þessum þremur árum hefur fram- leiðslugetan aukist margfalt og er orðin á bilinu 7—10 milljónir gönguseiða á ári. Framleiðslan hefur ekki enn náð hámarki og var rúmlega tvær milljónir gönguseiða á þessu ári, en gæti fimmfaldast á næstu tveimur árum ef öll fram- leiðsluaðstaða væri nýtt. Ýmsar blikur eru á lofti á gönguseiðamörkuðum erlendis. Norðmenn hafa lagt áherslu á að byggja upp seiðaeldi þar í landi og telja sig anna innanlandsþörf eftir 2—4 ár, og hætta þá innflutningi. Margt bendir einnig til þess, að verð fari lækkandi þegar meira jafnvægi kemst á milli framboðs og eftirspurnar. Má því ætla, að gönguseiðaeldi verði ekki til fram- búðar sú gullkista sem það hefur verið undanfarin 2—3 ár. Gönguseiðaeldi hér á landi er sem stendur háð útflutningi afurð- anna. Ef þeir möguleikar minnka er hætta á erfiðleikar skapist í greininni hér á landi a.m.k. um tíma, því að eftirspurn eftir göngu- seiðum innanlands í hafbeit eða matfiskeldi hefur ekki aukist í 56 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.