Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 18

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 18
Ami ísaksson, veiðimálastjóri, V eiðimálastofnun Hafbeitaraöstaöa Helstu forsendur Hafbeit á laxi hefur verið stunduð hér á landi í nœrfellt 20 ár, lengst í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði en nokkru skemur í Lárósi á Snœfellsnesi, Botni í Súgandafirði og víðar. Á síðustu árum hafa bœtzt við staðir svo sem Pólarlax í Straumsvík, Vogalax á Vatnsleysuströnd, Fljótalax í Fljótum og ÍSNÓ í Lónum í Kelduhverfi. Staðhættir á hinum ýmsu stöðum eru mjög breytilegir. í eftirfarandi greinargerð verður reynt að gera grein fyrir þeirri aðstöðu sem æskilegt er að sé fyrir hendi til að hagstætt sé að stunda hafbeit. Fullyrða má að helztu skilyrði fyrir góðri hafbeitaraðstöðu séu sem hér segir: 1. Nægilegt ferskvatn fyrir klakklausa göngu seiða í sjó og endurheimtu á fullvöxnum laxi. 2. Gott aðdýpi til að tryggja ör- ugga göngu laxins og aðstöðu til að dæla sjó í sleppitjarnir. 3. Aðstaða til eldis fyrir stáípuð seiði í nokkra mánuði, annað hvort í flotkvíum eða eidis- tjörnum. 4. Stöð sem elur gönguseiði þarf að vera sambyggð eða í heppi- legri fjarlægð. 5. Sjór úti fyrir þarf að vera næringarríkur og bjóða upp á gott viðurværi fyrir laxinn. 6. Sjávarveiði á laxi bönnuð eða a.m.k. í mjög smáum stíl. 7. Fjarlægð í næstu hafbeitarstöð nægilega mikil Segja má að þessi skilyrði séu mjög breytileg eftir Iandshlutum og þurfi sérstaklega skoðunar við á hverjum stað. Petta verður að hafa í huga við lestur þess sem hér fer á eftir, þar sem reynt verður að alhæfa um hina ýmsu landshluta. Verður nú rætt um hvert þeirra atriða sem minnst var á. 58 Freyr Magn af ferskvatni Reynsla í Laxeldisstöð ríkisins hefur sýnt, að hægt er að stunda hafbeit án mikils vatnsmagns. Eiginleikar vatnsins virðast þann- ig skipta meira máli heldur en magnið. Þannig gengur lax greiðar í 300 sekúndulítra læk sem er í vexti eftir stórrigningu heldur en mun stærri læk í þurrkatíð. Ekki er auðvelt að setja nákvæm mörk um það vatnsmagn sem þarf, en viðmiðunartala gæti verið 500 sek- úndulítra rennsli. Aðdýpi Sérstaklega er erfitt að fullnægja þessu skilyrði á Vesturlandi og Vestfjörðum, þar sem munur á flóði og fjöru er verulegur, allt að 4,5 metrar. Oft eru þar miklar grynningar við árósa á fjöru og heilir firðir geta verið svo til þurrir á stórstraumsfjöru. Þetta torveld- ar göngu seiða í sjó og göngulax kemur aðeins inn á flóði. Þessi vandi var leystur farsællega í Lár- ósi á Snæfellsnesi, en þar var byggður 300 metra garður. Hann lokaði Lárvaðli, sem var grunnur fjörður, og myndaði Lárvatn sem hefur verið notað við hafbeitar- sleppingar í mörg ár. Sambærilega aðstöðu mætti útbúa víða á Vest- urlandi, einkum við Breiðafjörð. Er Hagavaðall á Barðaströnd gott dæmi þar um. Ýmsar hafbeitarstöðvar hafa verið reistar á óvenjulegum stöð- um undarfarin ár. Þar má nefna Pólarlax í Straumsvík og Vogalax á Vatnsleysuströnd, sem báðar byggja á dælingu á grunnvatni, þar sem engin á rennur til sjávar á staðnum. Aðdýpi er mikið við báðar þessar stöðvar, sem er hag- stætt að því er seiðasleppingar og endurheimtu á laxi varðar. Hins vegar hefur komið upp erfið staða í tengslum við göngu á laxi í fersk- vatn, þar sem veðurfarslegir þættir (rigning) hafa engin áhrif á útrennsli. Þetta vandamál er nán- ast óleyst enn. Aðstaða til sleppingar og aðlögunar Algengast hefur verið að sleppa seiðum úr flotbúri eftir um það bil mánaðar fóðrun á sleppistað. Flotbúr er mjög hentugt til slepp- ingar, ef hafbeitaraðstaða tengist stöðuvatni eða vaðli við sjó. Slíkar kvíar er hægt að hafa allstórar og kostnaður við sleppingu á hvert seiði verður minnstur með þessari aðferð. Aðferðin hefur m.a. verið notuð í Lárósi og Lónum í Keldu- hverfi. Þegar hafbeitaraðstaða tengist ekki stöðuvatni eða tjörn, er nauðsynlegt að byggja sleppitjarn- ir. Slíkar tjarnir geta verið mis- munandi að gerð, en algengt er að hér sé um malarskurði að ræða með timburmunk í útrennsli. Tjarnirnar eru mun kostnaðar- samari heldur en flotkvíar miðað

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.