Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 22

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 22
Stefán Aðalsteinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Jónas Jónasson, Veiðimálastofnun Kynbætur á laxfiskum Megininntak kynbóta Megininntak allra kynbóta er aðfinna þá einstaklinga sem hafa mikla yfirburði yfir aðra einstaklinga í sinni kynslóð í þeim eiginleikum sem við viljum bœta. Stefán Aðalsteinsson Þegar við höfum fundið þessa ein- staklinga notum við þá sem for- eldra að næstu kynslóð. Með því fjölgum við þeim einstaklingum í stofninum sem hafa til að bera þau einkenni sem við erum að sækjast eftir. Samtímis komum við í veg fyrir að slöku einstaklingarnir fái að auka kyn sitt og fækkum þar með í lakari hluta stofnsins. Árangur kynbótanna fer eftir fernu: Hann fer eftir því hve vel okkur hefur tekist að velja kynbóta- gripina, þ.e. hve mikið þeir bera af öðrum gripum í sinni kynslóð. Það kallast úrvalsyfirburðir. Hann fer eftir því hve mikill breytileiki er í stofninum í þeim eiginleika sem verið er að kyn- bæta. Breytileikinn er mældur með stærð sem kölluð er staðal- frávik. Hann fer eftir því hve mikinn Jónas Jónasson þátt erfðaeðlið á í ágæti völdu gripanna. Þann þátt mælum við með stærð sem heitir arfgengi. Hann fer eftir því hve Iangur tími líður á milli ættliðaskipta. Því fyrr sem nýr og betri ættliður tekur við af þeim fyrri þeim mun örari verða kynbótaframfarirnar í stofninum. Sérstaða fiskakynbóta. Laxfiskar geta eignast mjög mikinn fjölda afkvæma á ári. Af- kvæmin fá allt erfðaefni sitt frá foreldrunum. Með því að skoða nógu mörg afkvæmi er hægt að fá mjög góða mynd af erfðaeðli for- eldranna. Hægt er að slátra mörgum ein- staklingum úr alsystkinahóp til að dæma um það hve góður hópurinn er. Komi í ljós við skoðun á slátur- fiskunum að hópurinn sé góður, er enn eftir fjöldi alsystkina, sem nota má til undaneldis. Það er einnig einkennandi fyrir fiskakynbætur, að breytileiki milli fiska er mjög mikill, og þónokkur hluti þessa breytileika stafar af arfgengum mismun milli fiska. Markmið kynbóta á laxfiskum. Meginmarkmið allra kynbóta er að bæta stofninn þannig að hver nýr ættliður skili eigandanum meira verðmæti en næsti ættliður á undan. Af þessari skilgreiningu er ljóst, að það er markaðurinn sem ræður því, hver kynbótamarkmið- in eiga að vera. Fullyrða má að eitt af aðal- markmiðunum í kynbótum á lax- fiskum hlýtur að vera að auka vaxtarhraða fiskanna. Aukinn vaxtarhraði leiðir til þess að fiskurinn kemst fyrr en ella upp í ákveðinn þunga. Þannig má stytta vaxtarskeiðið, ef það er talið hagkvæmt. Eins má nota aukna vaxtargetu til þess að ná aukinni þyngd á fiskinum við slátrun, án þess að þurfa að lengja vaxtartímann. Það er lausn sem getur hentað við aðrar aðstæður. Það er galli á stofni laxfiska ef hátt hlutfall fiska verður kyn- þroska áður en þeir eru búnir að ná markaðsstærð. Við kynþrosk- ann staðnar vöxtur fiskjarins. Hann leggur mikla orku í að fram- leiða hrogn og svil, hann tapar 62 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.