Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 26

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 26
bótaframfarir að öðru jöfnu að geta aukist um 33%. Pá ættu 3— 5% framfarir á ári að breytast í 4—6,7% framfarir, en með 6,7% framförum á ári tvöfaldast vöxtur- inn á 11 árum. Kynbótaframfarirnar í Noregi hafa verið mældar með saman- burði við óvalinn stofn sem hefur verið haldið við með tilviljana- kenndu úrvali frá byrjun kynbóta- starfsins og einnig með saman- burði við villtan fisk. Framfarir í kynbótum á regn- bogasilungi hafa verið svipaðar og við kynabætur á laxi eða um 4% á ári. Norðmenn hafa valið sinn kyn- bótafisk með hliðsjón af því að hann verði ekki kynþroska fyrr en eftir tvö ár í sjó. Arangurinn af þessu úrvali er sá að í flestum tilfellum verður ekki meira en 10% af fiskinum kynþroska eftir eitt ár í sjó. Eftirspum eftir kynbættum fiski. Mikil eftirspurn er í Noregi eftir hrognum úr kynbættum laxi frá Sunndalsöra. A þessu ári hafa fiskeldismenn beðið um 15000 — 20000 lítra af hrognum þaðan, en hámarksframleiðsla á árinu getur varla orðið yfir 4000 lítrar. Kyn- bótastöðin á Kyrkjesæteröra hef- ur því miklu hlutverki að sinna þegar hún kemst í gagnið. Sérstaða íslands í kynbótum laxfiska. Hér á íslandi er framleiðsla á laxi lítil t.d. miðað við Noreg, en mikl- ar líkur eru á að laxeldi geti orðið mikilvæg atvinnugrein hér. Til þess að vera samkeppnisfær- ir í framtíðinni um sölu á laxi verðum við að hefja kynbætur til að auka arðsemi eldisins. Af landfræðilegum ástæðum getum við sennilega ekki stundað sams konar eldi og Norðmenn þ.e. kvíaeldi í sjó allt árið um kring, nema í einstöku tilfellum. Til þess eru veður of óhagstæð við strendur landsins. Hafbeit er aftur á móti hefðbundin eldisgrein hér á landi og þar hefur fengist mikil reynsla á undanförnum árum. ísland er það land í Evrópu sem hefur hvað best skilyrði til að stunda hafbeit sökum þess að lax- veiðar í sjó eru bannaðar og endurheimtur eru góðar. Kynbætur á hafbeitarlaxi koma sterklega til greina til að auka þyngd fiskjar úr sjó og einnig hugsanlega til að auka endur- heimtur. Þekking á kynbótamögu- leikum í hafbeit er mjög takmörk- uð, en ýmislegt bendir til að þær eigi að geta skilað árangri. Einnig koma fleiri eldisaðferðir til greina þar sem hægt er að stunda kynbætur, svo sem strand- eldi þar sem lax er alinn til slátr- unar í kerjum á landi eða skipti- eldi þar sem lax er alinn í kerjum á landi og fluttur í kvíar í sjó á sumrin þegar veður og hitastig sjávar eru hagstæð. Sennilega má gera ráð fyrir því að kynbættur eldisfiskur skili yfir- leitt betri vexti heldur en óvalinn fiskur, enda þótt hann sé færður yfir að nýjum eldisaðstæðum. Huga þarf vel að kynbótamark- miðum og væntanlegum árangri í kynbótum áður en lagt er út í miklar fjárfestingar á þessu sviði. Hér er ástæða til að benda á, að íslendingar hafa mikla sérstöðu í hafbeit, langa reynslu og góðan árangur, eins og áður er bent á. Þess vegna ætti að Iáta úttekt á kynbótamöguleikum á hafbeitar- laxi ganga fyrir öðrum kynbóta- verkefnum. Hlutdeild bænda í fiskeldi. Frh. af bls. 52. tempruðu 6—8°C vatni sem hent- aði vel til bleikjueldis. Annar hugsanlegur staður væri við Anda- kílsárvirkjun, en þar mætti nýta starfslið Bændaskólans á Hvann- eyri. Leggja þyrfti áherzlu á að þessar tilraunir væru í umsjá at- hafnasamra bænda, sem hefðu áhuga á fiskeldi, eða hjá ábyrgum opinberum aðilum. Pað gæti hindrað dýr mistök sem hefðu óheillavænleg áhrif á frekari þró- un greinarinnar. 7. Álaeldi Mikið hefur verið rætt um álaeldi á undanförnum árum og hefur því jafnvel verið fleygt að það henti sem aukabúgrein. Állinn þrífst bezt við 25°C hitastig og krefst því mikillar orku. Nýlegar upplýsing- ar benda til þess, að álaeldi eigi mjög erfitt uppdráttar í Norður- Evrópu. Margar stöðvar hafa lok- að eftir stuttan rekstur og fáar bætzt við. Þess utan byggir allt álaeldi á innflutningi á glerála- lirfum, sem hefur í för með sér verulega smithættu. Svíar hafa orðið fyrir verulegum áföllum af þessum sökum á undanförnum árum. Ljóst er að ísland hefur nokkra sérstöðu varðandi álaeldi vegna jarðhitans. Hins vegar virðist ljóst að við þurfum að byggja á glerála- innflutningi eins og aðrar þjóðir á norðlægum breiddargráðum. Fyrstu tilraunir með álaeldi hér á landi þyrfti því að framkvæma á einangruðum stað þar sem hætta á smiti í vatnakerfi landsins væri í lágmarki. Ennfremur þyrfti eldið að vera mun arðvænlegra heldur en eldi á innlendum fiskum til þess að það borgaði sig að taka áhætt- una sem fylgir árlegum innflutn- ingi á glerál. Álaeldi verður því ekki stundað sem búgrein meðal bænda í nánustu framtíð. 66 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.