Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 34

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 34
Siguxjón Davíðsson Laxeldi í Tálknafiröi / fornum heimildum um gœði jarða hér á landi er mjög sjaldan minnst á veiðiréttindi í ám eða vötnum sem hlunnindi. í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er t.d. aðeins getið slíkra hlunninda á tveimur jörðum á sunnanverðum Vestfjörðum, og er þar aðeins minnst á silungsveiði. Sigurjón Davíðsson. Jörðin Fjörður á Skálmarnesmúla er talin eiga rétt á silungsveiði í Vattardalsá og Saurbæ á Rauða- sandi er talið til hlunninda silungs- veiði, (Bæjarós). Elstu heimildir um silungsveiði á íslandi er þó að finna í Þoskfirð- ingasögu, þar sem segir frá land- námsmönnum í Austur-Barða- strandarsýslu. Þar er þess getið, að fósturbræðralagsmennirnir Ketilbjörn Gillason á Gillastöðum og Þórir hinn fríði Oddsson á Uppsölum, (síðar Gull-Þórir á Þórisstöðum), hafi tekið fisk úr Berufjarðarvatni — „og báru ílœk þann, er þar er nær, og fœddusí þeir þar. Sá heitir nú Alifiskalœk- ur. Par var veiði mikil.... Þar er því staðfest heimild um fiskrækt á ísiandi fyrir þúsund árum. Hvergi er þess getið að lax hafi gengið í ár á Suður-Vestfjörðum, en nafn Laxár í Reykhólasveit gefur til kynna að í hana hafi lax gengið frá önduverðu. Sjálfsagt hefur slæðingur af laxi alla tíð sótt í nokkrar ár við norðanverðan Breiðfjörð, þó að ekki sé það talið til hlunninda ábúðarbýla. Norðan Bjargs er ekki vitað að lax hafi gengið í ár fyrr en kemur að innsveitum við ísafjarðardúp. Jarðhiti á Vestfjörðum Landið norðan Breiðafjarðar er víða nokkuð sprungið. Þessar sprungureru alldjúpar. Vatn, sem fellur í þær, kemur aftur upp úr glufunum hér og þar, mismunandi heitt. Norðan fjarðar í Tálknafirði er ein slík sprunga, svo og fyrir botni hans. Þar kemur upp all mikið vatn á nokkrum stöðum 13—40°C heitt. Sýrustig þess (pH) er að jafnaði um 9,5 við 15°C, en uppleyst efni í því eru afar lítil og útfelling því að heita má engin, (uppleyst efni 65—110 milligr. pr. lítra). Að tilstuðlan hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps hófst Orku- stofnun (Orkusjóður) handa á vormánuðum 1977 að bora til- raunaholur í landi Sveinseyrar og Stóra- og Litla-Laugardals. Mesta vatnsmagn fékkst úr holu í Litla- Laugardal, 80—110 1 á sek., og hiti var þar mestur 74°C. A Sveinseyri voru boraðar tvær hol- ur er gáfu hvor um sig 20 1 á sek., hiti í annarri 17 stig en 21 stig í hinni. í uppsprettu í sama hjalla og borað var, er hitinn hinsvegar 26 stig og vatnsmagnið 16,5 1 á sek. Tilraunin miðaðist við að ná nægilega heitu vatni til húshitunar í byggðinni. Vegna hins lága hita- Laxeldisstöðin á Gileyri ( Tálknafirði. 74 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.