Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 39

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 39
Þórólfur Antonsson Ölunn hf., Dalvík Skipt laxeldi Síðustu ár hefur verið reynt að þróa hérlendis mismunandi eldisaðferðir eftir að Ijóst varð að við gœtum ekki farið í einu og öllu eftir aðferðum Norðmanna við eldi á laxi frá gönguseiði upp í matfisk. Kom þar helst til mismunur á staðháttum og veðráttu, þar sem víðast þótti ekki henta að hafa sjókvíar hér við land árið um kring vegnafárra skjólgóðra staða og hœttu á undirkœlingu sjávar yfir vetrartímann. í fyrstu var reynt strandkvíaeldi þ.e. ker staðsett á landi, sem dælt er í sjó og fiskurinn alinn þar í sláturstærð, og eru nú slíkar stöð- var starfandi. Grundvöllurinn fyrir þeim er að nota einnig jarð- hita til þess að hafa sjóinn heitari allt árið og ná þar með hraðari vexti og meiri umsetningu. Ókost- urinn aftur á móti er sá að stofnkostnaður er meiri þar sem það útheimtir ker, dælubúnað, jafnvel yfirbyggingu á kerin o.s.frv. Laxeldisstöðin Ölunn hf., á Dalvík fór þá leið að hafa tvískipt eldi, þ.e.a.s. að byrja með göngu- seiði í strandkvíum og færa fiskinn síðan út í sjókvíar eftir eins árs eldi í landi og halda eldinu þar áfram sumarlangt og fram á haust og slátra síðan. Verður hér stuttlega sagt frá tveggja ára reynslu við það eldi. Hugmyndin á bak við skipta eldið er það að nýta betur strand- kvíarnar heldur en ef þær væru notaðareingöngu. Gönguseiði eru keypt af seiðaeldisstöðvum mán- aðamótin maí-júní og þau alin í strandkvíum í eitt ár. Heitu vatni er blandað út í sjóinn og haldið uppi um 9°C hita yfir veturinn. í lok maí er laxinn færður út í sjó- kvíar. Þá er hægt að taka inn í strandkvíarnar næstu kynslóð af gönguseiðum og byrja nýjan hring. Við þetta sparast tvennt. Annars vegar eldisrými á landi þar Þórólfur Antonsson. sem mesta þyngdaraukning verð- ur í snjókríum (í kílóum talið) og þyrfti því allt að þrefalt stærra eldisrými í landi ef sjókvíar væru ekki notaðar með. Hins vegar tími, vegna þess að hægt er að taka strax inn næstu kynslóð eftir eitt ár. Á móti kemur kaup og rekstur á sjókvíum og léleg nýting þeirra, aðeins um 6—7 mánuðir á ári. Niðurstöður eldisins, síðustu tvö árin. Ölunn hf. tók til starfa sumarið 1984. Vegna framkvæmda sem stóðu yfir það sumarið voru seiði ekki tekin inn í stöðina fyrr en í byrjun október það ár. Pau voru á bilinu 40—80 gr. og höfðu verið geymd í hálfsöltu vatni um sumar- ið þannig að byrja þurfti að seltu- venja þau að fullu. Reynt var að halda uppi 11°C, en það var lækk- að í 9—10°C þegar líða tók á veturinn. Þegar laxinn var færður út var hann að meðaltali um 700 gr. Einnig höfum við haft sjóbirt- ing í hluta stöðvarinnar og var hann um 450 gr. Úr voru flokkuð lélegustu seiðin sem þá voru um 200 gr. að meðalþyngd og haldið áfram með þau inni. Um haustið var öllum fiskinum slátrað og reyndist laxinn þá vera um 1,7 kg eða á bilinu 1,0—2,8 kg. Sjóbirt- ingurinn hætti að vaxa í ágúst þó að fóðraður væri fram í septem- berlok og var þá um 650 gr. að meðaltali. Seiðin sem tekin voru inn vorið 1985 voru 40 gr. að meðaltali og voru þau alin við 9°C hita mestan tímann. Þau voru flokkuð um miðjan vetur í tvo stærðarflokka. Um vorið voru þau seiði sem skilin voru eftir úr síðasta árgangi orðin 1,3 kg að þyngd. Stærri flokkurinn af hinum seiðunum var 1,0 kg og sá minni 500 gr. Ekkert var flokkað úr. Tveir fyrrnefndu hóparnir voru settir saman í flot- kví (A) og síðasttaldi hópurinn í sér flokví (B). Hætt var að fóðra fiskinn í lok október og um miðjan nóvember var fiskurinn úr kví A orðin 2,3 kg en úr kví B 1,5 kg. Ekki er hægt að taka þessar tölur hráar og álykta sem svo að þetta sé vaxtarhraði lax við þessar aðstæður, því að eldið gekk ekki Freyr 79

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.