Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 40

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 40
snurðulaust fyrir sig og má margt til tína. Helst voru þó vandræði við sjótöku sem settu okkur þau skilyrði að of lágt súrefnisstig var á fiskinum þegar líða tók á vetur- inn. Við því var brugðist með lækkuðu hitastigi, og má því ör- ugglega ná betri árangri í eldinu í strandkvíunum, þannig að fiskur- inn verði stærri þegar hann er færður út. Hins vegar gekk eldið í flotkvíunum vel að öðru leyti en því að fiskurinn var nokkuð lengi að jafna sig eftir að vera færður út og hafði ekki náð fullri töku fyrr en eftir 2—3 vikur. Hitastig sjávar var um 6°C þeg- ar fiskurinn fór út og náði hæst 10—12°C yfir sumarið en var kominn niður í 4—4,5°C í októ- berlok þegar slátrað var. Þá tók fiskurinn enn mjög vel. Ályktanir. Af þessum tveimur árum má sjá að eldi sem þetta er vel gerlegt, en þá er komið að hagkvæmninni. Miðað við að seiðaverð í dag er tvöfalt hærra en það var fyrir tveimur árum (frameiknað verð) og þá staðreynd að mikill verð- munur er á laxi hvort hann er undir 6 pundum (lbs.) eða yfir, þá er augljóst að stíla verður á að ná laxinum upp í 3,0 kg meðalþyngd eða hærra. Við verðum að laga okkur að markaðnum en ekki markaðurinn að okkur. í haust var t.d. algengt að stærðarflokkur 6—9 pund væri 25% hærri pr. kíló í verði heldur en 4—6 pundin á Bandaríkjamarkaði. Ef gert er ráð fyrir að seiðaverð verði 70 kr/seiði (óseltuvanin) og þessi 25% munur haldist á milli fyrrnefndra stærðar- flokka og um 10% afföll verði yfir eldistímann er hlutur seiðaverðs í hverju kílói 20% fyrir 2,0 kg. fisk en 9,6% fyrir 3,0 kg fisk. Hvernig er þá hægt að ná 3,0 kg meðalþyngd án þess að lengja eldistímann? Ef hægt er að halda uppi vaxtarhraða sem er 0,9% vöxtur á dag yfir þá 17 mánuði sem eldistíminn er þá er markinu náð. Sá vöxtur þykir ekki sérlega mikill, en það hefur alla jafnan reynst erfiðara að halda stöðugt uppi góðum vexti þegar út í stærri framleiðslu er komið heldur en í tilraunum. Þá er líka orðin spurn- ing um það að koma sem mestum fjölda upp og er oft teflt djarfar með ásetning en skynsamlegt væri. Það er því atriði að spila rétt á þéttleika, súrefnisstig og hitastig til að fá sem hagkvæmasta nýtingu á eldisrýminu. Einnig fer alltaf einhver tími í það fyrir seiðin að jafna sig eftir flutninga til stöðvar- innar og þegar fært er út í sjó. Auk þess hægir á prósentulegum dag- vexti eftir því sem fiskurinn stækk- ar. Samt sem áður vitum við það að í okkar tilviki er með reynslunni hægt að bæta árangur í eldinu. Einnig er hægt að byrja með stærri seiði og ef byrjað er með 100 gr. seiði í stað 40 gr. sparast um þriggja mánaða eldis- tími, og þó seiðin verði færri sem hægt er að hafa í tilteknu eldisrými kemur hærra markaðsverð á stærri fiski til með að bæta það ríflega upp. í þriðja lagi hefur komið í ljós mikill munur á milli laxa- stofna hvað vaxtarhraða snertir. þess vegna gætu kynbætur örugg- lega gert mikið strik í reikninginn. En eins og málum er háttað núna hefur þessu lítið eða ekkert verið sinnt hjá hinum almennu seiðaeld- isstöðvum. Til dæmis tókum við seiði inn í stöð í vor af tveimur stofnum, sunnlenskum og norð- lenskum, frá sömu eldisstöð. Þeir voru auðkenndir, en aldir við sömu skilyrði. í byrjun voru báðir hóparnir 40 gr. en í byrjun sept- ember var norðlenski stofninn 100 gr. en sá sunnlenski 240 gr. að meðalþynd. Þó svo að þessi mun- ur geti jafnast upp þegar á eldið líður (sem sumir vilja halda fram) er það ólíklegt þegar eldistíminn er aðeins (1 Vi) ár að sá munur jafnist á þeim tíma. Einnig getur verið að seiði þessara stofna geti þurft mismunandi meðferð fyrir göngubúningsbreytingu til þess að hafa sömu möguleika til hrað- vaxtar. Enn einn þátturinn sem kemur inn í þetta hraðeldi er kynþroski. Hjá Olni hefur enginn þynþroski orðið þessi tvö haust, þó að þetta hafi verið vandamál í sumum eldisstöðvum sem alið hafa fiskinn hratt. það eina sem við getum þakkað það er að við höfum fiskinn í ljósi allan tímann allan sólahringinn. Hagræðing í eldisstöð með skipt eldi er mikilvægt atriði til þess að nýta stöðina sem best. Til að forð- ast það að lenda með of smáan fisk að hausti í flotkvíum er sá möguleiki að halda áfram með smæsta hlutann af seiðunum ann- að ár í landi og nýta þar með líka pláss á meðan ekki þarf að nota það allt fyrir næstu seiðakynslóð. Loks er atriði sem ekki er hægt að komast hjá því að nefna þar sem það spilar meira og minna inn í vaxtarskilyrði fisksins, en það er peningafyrirgreiðsla til fisk- eldisstöðva. Ekki er hér talað um stærri fiskeldisstöðvar sem fengið hafa fyrirgreiðslu erlendis frá, heldur um minni stöðvarnar sem ætla sér að byggja á innlendu fjármagni. Það var ekki fyrr en á þessu ári sem stofnlán komust í eðlilegt horf og þeir sem höfðu byrjað fyrir þann tíma áttu í erfið- leikum við að fá nokkra fyrir- greiðslu. Og enn er ekki útséð um það hvað verður gagnvart rekstr- arlánum. Þetta verður til þess að þessar stöðvar geta ekki komið eldismálum sínum í það horf sem annars væri hægt. Það er enn dýrt að vera fjárvant. 80 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.