Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 43

Freyr - 15.01.1987, Blaðsíða 43
Mynd 2. Örmerktir laxar sem villtust á milli hafbeitarstöðva í sleppitilraunum á árunum 1978—1982. stöðvanna fái eittnvað af þessum laxi. Væntanlega munu ár í ná- grenni Reykjavíkursvæðis fá mest af honum. Menn spyrja sig því óhjákvæmi- lega, hvort þessi þróun komi til með að hafa óæskileg áhrif á við- komandi ár. Þar sem áhrif á veiði yrðu a. m. k. í upphafi sennilega jákvæð, má segja, að einu hugsan- legu neikvæðu áhrifin væru ein- hverskonar erfðafræðileg meng- un, þ. e. hafbeitarlaxinn mundi blanda blóði við þá stofna sem fyrir eru. Sú spurning vaknar hvort stofninum væri hætta búinn. Ekki er vafi á því að hafbeitar- stofn, sem ætti uppruna sinn í nágrenni viðkomandi vatnasvæð- is, gerði hér minnstan skaða. Hafbeit og ratvisi Mikið hefur hér verið rætt um svokallaðar lyktarslóðarkenning- ar, þ. e. að gönguseiði myndi slóð í sjó fyrir lax til að rata eftir, og hver stofn hafi meðfædda lykt. Samkvæmt þeim kenningum gæti blöndun hafbeitarstofns og nátt- úrulegs stofns haft óæskileg áhrif á ratvísi. Þess skal getið, að það er nánast ekkert í hafbeitarrann- sóknum hér á landi né annarsstað- ar sem bendir til þess, að áður- nefndar kenningar eigi við rök að styðjast. Án þess að fara út í smáatriði vil ég aðeins minnast á nokkur atriði. 1. Seiði af Kollafjarðarstofni, alin þar og sleppt í ýmsum haf- beitarstöðvum og ám, svo sem Lárósi á Snæfellsnesi, Vogalaxi á Vatnsleysuströnd og Elliða- ám hafa sáralítið villst í Kolla- fjarðarstöðina þó hún sé í sumum tilvikum mjög nærri (tafla 1, mynd 2) 2. Upplýsingar úr sleppitilraun- um í tilraunastöðinni í Ims í Noregi hafa sýnt að stofnar, sem aldir eru í eldisstöð og sleppt í önnur vatnakerfi held- ur en heimaána, skila sér ætíð á sleppistaðinn. Þeir skila sér lítið sem ekkert í ána sem klak- ið var tekið úr né eldisstöðina þar sem seiðin voru alin. 3. Annað gott dæmi sem sýnir, hve flókin ratvísi laxins er, varðar flutning á göngulaxi úr Kollafirði austur í Kálfá í Gnúpverjahreppi fyrir all- mörgum árum. Af um 150 löxum sem fluttir voru, gengu tveir síðsumars aftur í Kolla- fjarðarstöðina og höfðu þá hopað niður Þjórsá til sjávar og fyrir Reykjanes til Kollafjarðar að nýju. Bandarískar upplýsingar varðandi Kyrrahafslax styðja þessa reynslu. Þar hafa menn komist að því, að laxinn notar bæði segulsvið jarðar og ýmis himintungl til að rata, ásamt Iykt heimaárinnar. Tekið skal fram, að það sem hér hefur verið sagt á sérstaklega við göngur laxins meðan hann er í sjó. Það kastar í engu rýrð á það að laxinn notar lyktarskynið til að þekkja ána sína á síðustu stigum göngunnar. Hins vegar er jafnljóst að aðflutt laxaseiði geta auðveld- lega tileinkað sér viðkomandi lykt og ratað eftir henni sem náttúru- leg seiði væru. Miðað við við þessar upplýsing- ar, hef ég ekki trú á því, að ratvísi fisks sé mikil hætta búin, þó haf- beitarstofnar blönduðust eitthvað í árnar. Önnur atriði eru þar Freyr 83

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.