Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 9

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 9
Utungunarstöð Isunga á Hvanneyri Viðtal við Skarphéðin Össurarson, forstöðumann stöðvarinnar Þegar fréttamaður Freys brá sér upp að Hvanneyri á dögunum fann hann meðal annarra að máli Skarphéðinn Össurarson, forstöðumann útungunarstöðvarinnar ísunga, sem þar er nú smátt og smátt að komast í það horf sem fyrirhugað er. Skarphéðinn var beðinn að greina lesendum Freys nokkuðfrá þessu fyrirtœki og vékst hann vel við því. Það er þá kannski þar fyrst til að taka, sagði Skarphéðinn, að árið 1983 samþykkti Samband eggja- framleiðenda að setja á stofn dreifingarstöð. í júlímánuði þetta sama ár komu svo hingað til lands, á vegum Búnaðarfélags íslands, þrír menn frá Noregi og héldu hér fræðslufund með Sambandi eggja- framleiðenda. Þetta var hinn gagnlegasti fundur og meðal þess, sem þar upplýstist var, að hænsnastofnar okkar væru affalla- samari og einnig afurðarýrari og fóðurfrekari en gerist hjá þeim mönnum erlendis, sem stofnar okkar eru frá. Þetta voru nú ekki beinlínis uppörvandi frétti. Og við spurð- um: Hvað er hægt að gera til úrbóta? Og svarið var: Þið þurfið að einangra útungunina frá ann- arri starfsemi. Og hvemig verður það gert? Með því að farga öllum fuglum samtímis úr hverju húsi og taka nýja inn, þrífa og sótthreinsa búrin og húsin öll og reyna þannig að slíta þá sýklakeðju, sem ávallt fylgir þessum dýrum. Nú er það á hinn bóginn svo, að allir eggjaframleiðendur hér sitja að einum og sama markaðinum. Og þá rekum við okkur á aðstöðu- mun einstakra framleiðenda. Stærri framleiðendur, sem eru með sína áhöfn í fleiri en einu húsi, þurfa ekki að farga fuglun- um úr öllum húsunum í einu. Starfsemin hjá þeim stöðvast því ekki við breytinguna. Þeir geta Skarphédinn Össurarson við úlungunarvélina. haldið áfram að selja. Hinir smærri, sem eru með alla sína fugla í einu húsi, geta það ekki. Þeir missa af markaðnum á meðan breytingin stendur yfir. Og hvað er þá til ráða? Jú, í framhaldi af þessum fundi með Norðmönnum var svo farið í alvöru að ræða um að koma upp dreifingarstöð, þótt ekki væri þá nema til þess að geta „skipt öllu út og öllu inn“, eins og það er gjaman orðað. Og það varð úr að á fundi hjá Sambandi eggjafram- leiðenda í desember 1983 var sam- þykkt að setja á laggirnar dreifing- arstöð. Ekki voru þó allir einhuga Freyr 97

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.