Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 10

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 10
og öllu inn“ þá þarf mjög stórar einingar. Við þurfum að fá út í einu 5—10 þús. hænur. Hérlendis er engin útungunarstöð, sem getur annað því. Við erum bara með smástöðvar, sem reknar eru á undanþágu. Því er það, að Sam- band eggjaframleiðenda ákveður að stofna fyrirtækið ísunga í því augnamiði að leysa þetta vanda- mál. Og þá þarf að svara tveimur spurningum. Hvað á stöðin að vera stór og hvar á að staðsetja hana? Ef við víkjum þá fyrst að stærðinni þá sýndist rétt að reikna með því, að við þyrftum að fá fast að 10 þúsund hænur út úr einni útungun. Áhöfnin mátti þá ekki vera minni en 3000 verpandi hæn- ur og vélarnar þyrftu að taka 40 þús. egg. Við þurftum því uppeld- ishús fyrir þennan fjölda auk varp- húss fyrir fuglana og svo útungun- arstöð, sem væri í a. m. k. 500 m fjarlægð frá öðrum húsum, svo sem fyrir er mælt í reglugerð. Næst var þá að fá varpfugla, „foreldradýr“, og í ársbyrjun 1985 var farið að þreifa fyrir sér um það, enda þótt húsnæðismálin væru enn óleyst. Þá gerist það að Alifuglabúið á Reykjum kemur upp útungunrstöð þar sem ætlað var að klekja út innfluttum eggj- um. f fyrrasumar fær stöðin svo egg, þeim er ungað út og ungarnir aldir þarna áfram. En þessi tilraun mistókst. Út úr henni komu að- eins 1000 hænur, sem að auki voru ekki heilbrigðari en svo, að ekki þótti ráðlegt að flytja þær hingað að Hvanneyri. Varð því að ráði að flytja þær í Brautarholt við Borg- arnes, þar sem við gátum fengið pláss fyrir þær. Til að byrja með voru ungarnir undan þeim hafðir í einangruðu húsi í Mosfellssveit- inni en síðan fluttir í uppeldishúsið hér. Síðan hafa þeir verið hér í sumar og ættum við að fá unga út af þeim nú um áramótin. Pá eigum við að vera komnir með um 3000 hænur. Og þá er loksins hægt að fara að tala um eitthvað hér, sem heitir útungun. Útungunarstöð tsunga á Hvanneyri. (Ljósm. M.E.). Uppeldishús tsunga á Hvanneyri. (Ljósm. M.E.). um þá ákvörðun. Stóru fram- leiðendurnir, sem höfðu á bak við sig meirihluta framleiðslunnar en voru í minnihluta í Sambandinu, voru henni andvígir og klufu sig út úr samtökunum. Þegar svo var komið áttu hinir smærri um tvo kosti að velja, að gefast upp eða koma upp dreifingarstöð á eigin spýtur. Síðari kosturinn var valinn. Næsta skref var svo það, að sumarið 1984 var komið upp eggjadreifingarstöð í Kópavogi, á vegum Sambands eggjaframleið- enda. Pá urðum við fyrir nýrri hindrun því að í reglugerð, sem gefin var út um þessi mál segir að hagsmunafélag megi ekki vera dreifingar- og söluaðili. Þá er það, sem fyrirtækið Isegg er stofnað um eggjadreifingarstöðina í Kópa- vogi. Nú er ísegg í Kópavogi en ísungi hér á Hvanneyri. Já, það er annar þáttur þessa máls. Þegar við stöndum frammi fyrir því að þurfa að „skipta öllu út 98 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.