Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 11

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 11
Raðað í bakka fyrir útungunarvél. (Ljósm. R.B.). Ungar að skríða út. (Ljósm. R.B.). Hvað olli þvísvo einkum að Hvanneyri varðfyrir valinu? Til að byrja með litum við einkum til þess að koma stöðinni upp á Kjalamesinu og voru Álfsnes- melar þá hafðir í huga. En áður en lagt var í nokkrar framkvæmdir þar spurðist Sveinn Hallgrímsson, skólastjóri á Hvanneyri, fyrir um það, hvort við væmm ekki fáan- legir til að reisa stöðina þar. Hafði hann þá í huga að hænsnaræktin yrði valgrein við skólann, þó að rekstur stöðvarinnar yrði í hönd- um Sambands eggjaframleiðenda. Um þetta náðist samkomulag. Auðvitað fylgja því bæði kostir og gallar að hafa stöðina hér, en ávinningurinn sýndist okkur þó meiri en annmarkarnir. Stöðin er byggð fyrir Ián og framlög úr opin- bemm sjóðum. Því er það eðlilegt að búgreinin í heild hafi hennar sem mest not. Þeim tilgangi verð- ur ekki betur náð með öðrum hætti en þeim að stöðin sé tengd búnaðarnámi við skólann, svo að þeir, sem við þessa búgrein vilja fást, geti fengið hér einhverja grandvallarþekkingu á þessu sviði. Það var einnig fjárhagslega hag- stætt að byggja hér. Hér þurfti ekki að greiða nein lóða- eða aðstöðugjöld og gmnnar voru til- búnir með öllum lögnum að hús- vegg. Þetta var ákaflega mikils virði, sparaði okkur a.m.k. 3 millj. kr. í fjárfestingu. Því má svo bæta við að dýralæknir er búsettur hér á staðnum og fylgist hann með heilbrigðisþættinum. Fóðuröflun er hinsvegar dýrari hér en t.d. á Kjalarnesinu og einnig er kostn- aðarsamara að koma ungunum frá sér. En hvað um það, Hvanneyri varð fyrir valinu af því að okkur sýndist meira mæla með því en móti og hér er stöðin komin og að verulegu leyti tilbúin. Og þannig er staðan nú á þessari stundu. Nú eruð þið búnir að koma hér upp tveimur húsum en þurfið þrjú. Já, við emm búnir að koma upp húsi fyrir útungunarstöðina og uppeldishúsi og erum að byrja á varphúsinu. Guðjón Kristinsson dýralæknir, sem var starfandi á Keldum, eftir að hafa lokið dýra- læknanámi í Þýskalandi, þar sem hann sérhæfði sig í alifuglasjúk- dómum, hannaði stöðina fyrir okkur. Krefst þetta ekki margbrotins og kostnaðarmikils vélabúnaðar? Jú, ætli megi ekki segja það. Við töldum okkur þurfa vélbúnað fyrir 40 þús. egg. Um ýmislegt var að velja. Áttum við t.d. að fá tvær vélar fyrir 20 þús. egg, eina 40 þús. eggja vél, eða fleiri og smærri? Við skyggndumst um bekki. Frá Hollandi var hægt að fá 40 þús. eggja vél með klekjara fyrir 18 þús. egg. Hjá Funki í Danmörku var fáanleg 60 þús. eggja vél. Báðar þessar vélar voru búnar allri þeirri tækni sem nú er þekkt í sambandi við slíkar vélar og að öllu leyti sjálfvirkar. í ljós kom, að tvær 20 þús. eggja vélar með klekjara voru dýrari en danska 60 þús. eggja vélin, og Freyr 99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.