Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 13

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 13
Anna Guðrún Þórhallsdóttir, hlunnindaráðunautur B.í. Meðferð og verkun silungs Silungsveiðar hafa aukist á undanförnum árum og er það vel. Markaðsmálin hafa hins vegar verið mjög á reiki og mönnum gengið misjafnlega að selja sína vöru. Anna Guðrún Pórhallsdóttir. Ástæður mismunandi sölu og sölutregðu eru margar. Það magn sem innaniandsmarkaður getur tekið á móti er takmarkað og sumir eru betur í sveit settir en aðrir til að koma sínum silungi á markaðinn. Hið sama gildir um silung til útflutnings. Svolítið hef- ur verið tekið á móti silungi til útflutnings í örfáum héruðum og því hefur þorri bænda ekki haft tök á að losna við silung sinn á þann markað. Það er heldur ekki hægt að Ioka augunum fyrir því að sumum bændum gengur betur að selja silung en öðrum vegna þess að þeir hafa betri vöru í boði. Um silung og annann vatnafisk gildir það sama og um aðra matvöru. Rétt og góð meðferð skilar betri vöru. Hér á eftir verður drepið á nokkur atriði sem máli skipta hvað varðar veiðar, meðferð og verkun silungs svo að góð vara fáist. Hvert er framboðið og hver er eftirspumin? Áður en veiðar hefjast þarf við- komandi veiðimaður að gera sér grein fyrir hvaða fiskur sé í vatn- inu og áætla magn og stærðar- dreifingu. Þessar upplýsingar fást með samráði við fiskifræðinga. Einnig þarf að kanna hvort hægt sé að selja fiskinn, og hvernig kaupandi vill hafa hann, þ.e. hvort kaupendur vilja fá urriða eða bleikju, stóran eða smáan fisk, slógdreginn, slægðan eða flakaðan o.s.frv. Vitjun Yfir sumarmánuðina er nauðsyn- legt að vitja um tvisvar á sólar- hringi, því að í hlýju vatni er fiskurinn fljótur að skemmast, ef hann drepst í netunum. Fiskur sem drepst í netunum verður aldrei fyrsta flokks vara og því lengra sem líður á milli vitjana, því hærra hlutfall af fiskinum er dauður í netunum. Þegar vitjað er, á báturinn að fara meðfram netinu um leið og það er dregið um borð. Sé báturinn dreginn áfram á netinu, strekktist á því og meiri hætta er á að sá fiskur sem í netinu er merjist og rýrni sem söluvara (sjá mynd 1 og 2). Alltaf ætti að taka netin upp í bátinn þegar vitjað er. Sé einungis tekið úr netunum, án þess að hreyfa meira við þeim safnast fljótt mikið slý og gróður á þau og veiðni þeirra minnkar. Séu netin mjög Mynd 1. Fiskur sem hefur marist undan netum. (Ljósm. A. G. P.). Freyr 101

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.