Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 16

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 16
Tilraun með gotkassa fyrír blárefi 1985—1986 Þýðing á grein eftir Kjell Nydahl og Fjalar Fors sem birtist í Finsk pálsdjurblad, nr. 9, 1986. í tilraunum með mismunandi gerðir gotkassa fengust um tveimur hvolpum fleira undan hverri paraðri læðu sem hafði ver- ið í venjulegum gotkassa með gangi (ranghala) heldur en undan læðum sem höfðu verið í kössum án gangs. Kassarnir voru settir til læðnanna strax eftir pörun. Samsvarandi tilraun var gerð með fjóra hópa á loðdýrabúinu Oravais Hus í Kortesjarvi árið 1985. (sjá töflu). Um þriðjungur af læðunum voru hvolpalæður. I þeirri tilraun voru kassarnir settir inn um hálfum mánuði fyrir got. Þegar gangarnir voru festir við kassana varð af talsverður hávaði, sem olli miklum óróa hjá læðunum. Niðurstaða. Menn komust að raun um að geldar læður og læður sem höfðu fyrirfarið hvolpum sínum urðu miklu fleiri við það að setja kassa með gangi inn til læðnanna um hálfum mánuði fyrir got en ef þeir voru látnir inn þegar eftir pörun. Ástæðan fyrir þeim mun á hvolpa- fjölda sem varð í tilrauninni er vafalítið fyrirgangurinn og hávað- inn af hamarshöggum þegar gangar voru settir við búrin. Hafa litlir gotkassar einhverja kosti fram yfir venjulega gotkassa? Gerð var tilraun með svokallaða smákassa á tilraunabúinu í Max- mo árið 1985. í henni voru tveir hópar (sjá töflu). Þriðjungurinn af læðunum voru hvolpalæður. Kass- arnir voru settir inn í göngubúrin (springbúr) strax eftir pörun. Smákassar Smákassinn er að því leyti frá- brugðin venjulegum kassa að inngangurinn er laustengdur við hann og hann er smærri. Hornlistar kassans eru stórir og við það minnkar gólfflötur hans. Af því leiðir að hvolpahópurinn liggur alltaf nærri læðunni eða ef læðan er óróleg af einhverjum ástæðum og heldur sig mikið utan kassans, þá hnipra hvolparnir sig saman í hnapp og halda á sér hita. Hvolpur sem er einn og yfirgefinn úti í horni í stórum kassa kólnar fljótt og getur lent í vanhalda- hópnum. Vegna þess hve kassin er lágur er auðvelt að taka skilrúmið burtu. Tafla 1. Fxjósemi í tilrauna- og samanbuxðarhóp 1985 Blárefur x blárefur Hvolpar eftir Paraðar læður, Fjöldi hvolpa paraða læðu Hópur fjöldi 30. júní 30. júní Samanburðarhópur.......... 120 781 6,5 Tilraunahópur 1 .......... 120 708 5,9 Tafla 2. Fxjósemi í tilrauna- og samanburðarhóp 1985. Hvolpar eftir Paraðar læður Fjöldi hvolpa paraða læðu Hópur fjöldi 30. júní 30. júní Samanburðarhópur.......... 80 439 5,5 Tilraunahópur 2 .......... 80 362 4,5 Samanburðarhópur: Venjulegur breiður kassi úr tré (mynd 2). Tilraunahópur 1 og 2: Venjulegur breiður kassi úr tré með gangi (mynd 3). Tafla 3. Got-prósenta og fxjósemi í samanburðarhóp og tilraunahóp og fjöldi geldra læðna og læðna sem höfðu fyrirfarið hvolpum sínum. Fjöldi Geldar læður Hvolpar paraðar Got + sem drápu Fjöldi eftir par. Læðuhópur læðna % hvolpana, % hvolpa læðu 7 daga 7 daga 30.6. 30.6. Samanb.hópur ...... 44 77,3 10+5=34,1 237 232 5,39 5,27 Tiiraunahópur...... 39 84,6 5+4=25,6 271 249 6,95 6,38 Samanburðarhópur: Venjulegur breiður kassi úr tré (mynd 2). Tilraunahópur: Smákassi með áföstum gangi (mynd 1). 104 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.