Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 18

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 18
Mynd 4. Venjulegur gotkassi, smœkkaður (54x40x37 cm). Mynd 5. Hár breiður kassi (43x43x66 cm) með gcegjuglugga og inngangi. kassann. Vel sést inn í kassan um gluggann. Hátt er frá búrbotni í inngang gotkassans. Lendi lítill hvolpur í búr kemst hann tæpast aftur inn í kassann. Tilraunahópur 2. Kringlóttur flatbotnaður gotkassi með gangi. Kassanum má snúa við á eftirfarandi tvennan hátt: 1) Maður fjarlægir aðeins ganginn og lokið af kassanum og lætur hann standa þannig, eða 2) maður snýr kassanum þannig að opið þar sem gangurinn var, vísi niður til þess að hann standi stöðugur. Jafn- framt er fjöl eða harður pappi lagður undir kassann svo að hvolparnir detti ekki úr honum. Líklega verður þröngt í kassanum fyrir stóran hvolpahóp. „Forstof- an“ svonefnda sem er í venju- legum kössum er ekki á þessari gerð. Vera má að þessi gerð búra henti betur silfurrefum vegna þess að venjulega eiga þeir færri hvolpa. Næsta ár verður hægt að fá þessa gerð kassa með skálarlaga plastbotni sem verður hlýrri og heldur hvolpunum betur saman í hóp. Ganginum verður breytt þannig að í stað þess að vera beinn, myndar hann vinkil. Við það verður dimmra í kassanum. Tilraunahópur 3. Sjá smákassa. Niðurstöður Frjósemi blárefa á búrinu var fremur slök, 5,12 hvolpar á par- aða læðu. Líta verður á niðurstöð- ur tilraunanna að nokkru með þetta í huga. Kassarnir í viðmiðunarhópnum hafa áður verið notaðir á tilrauna- búinu og við athuganir í fyrra gáfu þau góða raun þó ekki væri gangur eða ranghali við þau. Pess vegna er lélegur árangur nú tor- skilinn. Tölurnar sýna þó, að hvolpalæður eru allstór hluti af hópnum, en það hefur ekki hag- stæð áhrif á frjósemina. Þar að auki hafa gömlu læðurnar í hópn- 106 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.