Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 21

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 21
Hitasumma 1. mynd. Hitasumma á Hvanneyri, meðaltal árin 1846—1985, ásamt áœtluðum dagsetningum gróðurfars og búnaðarhátta. grasinu, en hún er byggð á athug- un minni á mælingum á fjórum veðurstöðvum árin 1973 og 1974. Þýðing sólargangs fyrir gróður. Flestar jurtir upprunnar á norð- lægum slóðum hafa lagað sig þannig eftir aðstæðum, að þær taka meiri framförum, þroskast hraðar, þegar dagur er langur að öðru jöfnu. Þar með er þó ekki sagt, að vöxtur þeirra sé endilega meiri. Norðan til í Noregi þroskast bygg til dæmis á styttri tíma en í Suður-Noregi, miðað við sama hita. Þar virðist muna um 3—4% á þroskunarhraða fyrir hverja breiddargráðu, en það er í góðu samræmi og hlutfalli við lengdar- mun dagsins, eftir því sem norðar dregur. Til þess að taka þessi áhrif sólargangs með í reikninginn tel ég því rökrétt að margfalda dag- legu viðbótina við hitasummuna með hlutfalli dagsins í sólarhringn- um. Þetta hlutfall er sýnt hér á undan, fyrir mismunandi árstíma og breiddargráður á landinu. Eftir þessu að dæma ætti þroskunin ekki aðeins að verða hraðari á Norðurlandi á sumrin, heldur ætti hún líka að vera örari yfir hásum- arið en snemma vors, miðað við sama lofthita. Samhengi hitasummu og gróðurfars Hér á eftir verður reiknað með að hitasumma sé fundin með því að leiðrétta venjulegan lofthita til 5 sentímetra hæðar. Meðalhita dagsins í þeirri hæð er svo breytt í gróðurhita með því að deila með (1—T/30), eins og áður er lýst, en útkoman margfölduð með hlut- falli daglengdar á þeim stað og árstíma, sem um er að ræða. Út- komunni er svo bætt við hitasummuna frá gærdeginum. Þannig fást hitasummutölur, sem fara yfirleitt hækkandi dag frá degi, eins og má ráða af teikning- unni, sem fylgir hér með, og á við Hvanneyri í meðalári 1846—1985. Þar byrjar að safnast í hitasummuna snemma í apríl, hægt í fyrstu, en svo með vaxandi hraða, eftir því sem á vorið líður, og hækkunin er örust snemma í júlí. Þetta eru meðaltöl í 140 ár. En í einstökum vetrum getur farið að safnast í hitasummuna í hlýindaköflum um miðjan vetur. Ef síðan gerir frostakafla, reiknast viðbótin við hitasummuna með mínusmerki, 3.tafla. Hitasumma, eftir gróð- urfari og búnaðarhátt- um á landinu. Gróðurfar og Hita- búnaðarhættir summa Vorgróður byrjar.................. 60 Túnávinnsla byrjar ............... 80 Kartöflur settar niður .......... 215 Túnahreinsun byrjar ............. 310 Túnasláttur byrjar .............. 840 4. tafla. Hitasumma eftir gróð- urfari og búnaðarhátt- um á Hvanneyri. Gróðurfar og Hita- búnaðarhættir summa Birki fer að grænka ............... 180 Tún algræn ........................ 220 Kartöflur settar niður ............ 230 Túnvingull fer að skríða .......... 530 Snarrót fer að skríða ............. 650 Sláttur byrjar .................... 715 Vallarfoxgras fer aðskríða .......................... 770 Freyr 109

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.