Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 22

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 22
5. tafla. Áætluð byijun áburðardreifingar og sláttar árin 1846—1985, meðaltöl. Áburðar- dreifing Sláttur Veðurstöð byrjar byrjar Vík í Mýrdal 23. apríl 26. júní Hólar í Hornafirði 30. júní Reykjavík 2. maí 28. júní Hvanneyri 8. maí 1. júlí Hæll í Gnúpverjahreppi 30. júní Stykkishólmur 10. maí 4. júlí Eyvindará á Fljótsdalshéraði 14. maí 6. júlí HólaríHjaltadal 8. júlí Akureyri 11. maí 1. júlí Sandur í Aðaldal 17. maí 8. júlí Suðureyri í Súgandafirði 12. maí 4. júlí Hlaðhamar í Hrútafirði 18. maí 16. júlí Raufarhöfn 21. júlí Meðaltal 5. júlí 6. tafla. Áætluð byrjun áburðardreifingar og sláttar á Hvanneyri árin 1978—1985. Áburðar- Ár dreifing Sláttur 1978 ............................................... 29. apríl 3. júlí 1979 ............................................... 28. maí 16. júlí 1980 ............................................... 28. apríl 26. júní 1981 ............................................... 30. apríl 2. júlí 1982 ............................................... 3. maí 30. júm' 1983 ............................................... 16. maí 9. júlí 1984 ............................................... 30. apríl 27. júní 1985 ............................................... 1. maí 24. júní og er látin eyða hitasummunni sem fyrir er, þangað til hún er orðin að engu. í næsta hlýinda- kafla er svo byrjað að nýju að safna í hitasummuna. Eins og ráða má af teikning- unni, stendur þroski gróðursins í nokkuð góðu samhengi við hita- summuna, sem komin er á hverj- um árstíma. Eftir gróðrinum fara svo ýmsir búnaðarhættir og bú- störf, svo sem vinna á túnum, sáning og uppskera. Snemma á árum Veðurstofunnar var farið að skrá ýmsa af þessum atburðum á veðurstöðvum. Þær skýrslur eru einna ýtarlegastar frá árunum 1925—1945. Með því að bera þetta saman við hitamælingar á landinu á sama tíma, er hægt að setja fram meðaltöl hitasumm- unnar, miðað við byrjun vor- gróðurs, og ýmsa vor- og sumar- vinnu bænda. Niðurstaðan kemur fram í 3. töflu. Frá Hvanneyri er til nokkuð af gróðurfarsathugun- um, einkum frá síðari árum. Sam- anburður þeirra við hitasummu kemur fram í 4. töflu, og er byggð- ur á skýrslum frá árunum 1978— 1985. Þar kemur fram, að kart- öflur séu settar niður, þegar hita- summan er orðin 230, aðeins meiri en hún taldist við niðursetn- ingu kartaflna á landinu 1925— 1945. Hins vegar sýnist svo sem á Hvanneyri sé fyrr byrjað að slá en almennt gerðist á landinu 1925— 1945, miðað við hitasummu. Mun- urinn svarar til einnar viku, eins og kemur fram á teikningunni. Þetta er þó ekki ósennilegt, því að ráðgjafar bænda, og þar með búmennirnir á Hvanneyri, hafa mjög hvatt bændur til að flýta slætti frá því sem almennt hefur tíðkast, svo að fóðurgildi grasanna rýrni sem minnst á velli. í þessum töflum er ekki til- greint, hvenær byrjað var að dreifa tilbúnum áburði á vorin. Þær upplýsingar væri þó gagnlegt að hafa til þess að geta gefið bendingar um það hvenær heppi- legt væri að byrja áburðardreif- ingu. Þau bústörf, sem helst eru sambærileg í 3. töflu, eru líklega túnávinnsla. Hún hófst með því að mokað var úr áburðarhlössum á túninu. Til þess urðu þau að vera orðin klakalaus. Þegar jörð er orðin svo þíð, ætti að mega fara að komast um á léttum vinnuvélum, þar sem tún eru þurrust og litkast fyrst á vorin. Ávinnslan hófst þeg- ar hitasumma var orðin 80 að jafnaði, nokkrum dögum eftir að vorgróður byrjaði. Við þetta mætti ef til vill miða fyrstu dreif- ingu tilbúins áburðar. Frekari rök fyrir því eru þau, að íslenskar tilraunir sýna yfirleitt því meiri árangur af áburði, sem honum er dreift fyrr á vorin, helst snemma í maí, en einmitt á þeim tíma hófst ávinnsla á túnum víðast á landinu í meðalári, samkvæmt reynslunni. Hér þarf þó eflaust að taka fleira til greina en hita. Ýmsir telja t.d. að heppilegast sé að bera á, þegar hlýja og raki eru fram undan, að öðru jöfnu. Ráðgjöf um byijun áburðardreífingar og sláttar. í framhaldi af þessum hugleiðing- um má velta því fyrir sér, hvort hægt sé að auðvelda bændum að ákvarða, hvenær heppilegast sé að fara að bera á, og síðan að slá, eftir veðurfari. Auðvitað kemur fleira til en hitafarið, svo sem þurrkar og úrfelli, en hlýjan er þó mjög mikilsvert atriði. í Stykkis- hólmi hefur hiti verið mældur samfellt síðan 1845, í nóvem- berbyrjun. Þaðan eru því til 140 ára hitameðaltöl fyrir hvern mán- uð, og með dálitlum reikningi má ætlast vel á um meðalhita hvers dags eftir því. Með hliðsjón af samanburði á Stykkishólmshita og 110 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.