Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 29

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 29
og gefa þær þá 51 ltr. flæði á mínútu. Jafnframt eru vélarnar búnar tveimur stjómventlum fyrir vökvaúrtök, samanlagt 4 vökva- úrtök, sem nota má t.d. við - moksturstæki o. fl. Hvorn vökva- ventil fyrir sig má nota sem ein- virkan eða tvívirkan eftir þörfum, með því að snúa snerli. Kaupend- ur IMT dráttarvélanna þurfa ekki að kaupa sér dýran stjórnventil með moksturstækjum því að hann er innifalinn í vélarverðinu. Hefur þá verið getið hér helstu breyting- anna frá eldri IMT dráttarvélun- um til þeirra nýrri. IMT 549-567-569 og 577 eru allar búnar gírkassa, sem er með 10 hraðastigum áfram og tveimur afturábak. Tvöfalt tengsli er standardbúnaður, svo og fullkom- in vinnuljós framan og aftan. Við viljum sérstaklega vekja athygli á IMT 569, sem nú er í fyrsta sinn boðin hér á landi. í>að er í raun sama dráttarvélin og IMT 567 en munurinn liggur í því að 569 er 6 hestöflum sterkari. Hún er með beinni innspýtingu, þýðgeng og kemur þægilega á óvart, aflmikil dráttarvél á mjög vægu verði. Þá bjóðum við og, í fyrsta sinn, IMT 545. Er það samskonar vél og 549 en með þeirri breytingu, að hún hefur 6 hraðastig áfram en hin 10. Mjög öflugur stálrammi umlyk- ur nef vélarinnar og varnar skemmdum við ákeyrslu. Hún hefur nýtískulegt útlit og er hin þægilegasta í meðförum. Vinsældir og verð IMT er nú að hasla sér völl í V- Evrópu og Ameríku og verið er að byggja upp þjónustunet á Norður- löndunum. Vélunum var mjög vel tekið af viðskiptavinum Vélaborg- ar hf. og á sl. ári var IMT önnur mest selda vélin hér á landi. Segir sú staðreynd meira en mörg orð. Fyrstu vélarnar af eldri gerðinni komu hingað í ágúst 1985 og má af því marka, að þær hafa höfðað vel til kaupenda. Annmarkar eldri vélanna voru einkum hávaði í húsi og afstaða ökumanns til stjómtækjanna. Þar sem úr því hefur nú verið bætt má ætla að vélamar höfði til enn fleiri kaupenda en hingað til. Verðið á IMT er líka einn af þeim höfuðþáttum, sem hafa haft áhrif á sölu þessara véla. í sam- ræmi við þá stefnu Vélaborgar/ Bútækni að hafa ávallt á boðstóln- um vélar til bústarfa á lágu verði hefur tekist að ná samningi við IMT verksmiðjurnar um mjög hagstætt verð. Svo er það með þessa nýju IMT dráttarvél, þrátt fyrir nýjungarnar. Nemur verð- munurinn á henni og næstu sam- bærilegri vél tugum þúsunda. Verð vélanna er sem hér segir: Á tímum eins og þeim, sem nú fara í hönd í íslenskum landbúnaði er ekki hvað síst mikilvægur fyrir bændur að geta haldið fjárfesting- arkostnaði sem lægstum. Með hliðsjón af því og reynslu okkar af IMT, erum við óhræddir að mæla með þessum dráttarvélum. Heilladrjúg samvinna Ýmsir hafa spurt um uppruna þessara véla. Um hann getum við upplýst það, að framleiðslan bygg- ist á samvinnu milli IMT og Mass- ey Ferguson, en hún hófst í kring- um 1950. Árið 1976 voru svo byggðar upp nýjar verksmiðjur á grundvelli þessarar samvinnu. Vélarnar eru með díeselvélum, sem þróaðar hafa verið í samvinnu við Perkins. Ýmsir hlutar þeirra koma m.a. frá Bretlandi t.d. CAV olíuverkið. IMT framleiðir um 40 þús. dráttarvélar á ári í nýtískulegri verksmiðju og eru því með stærstu dráttarvélarframleiðendum heimsins. Jugóslavía er gamal- gróin iðnaðarþjóð, með mikla hefð í framleiðslu stáls, skipasmíð- um, rafiðnaði o. fl. Aðrar vélar Vélaborg byggði í upphafi við- skipti sín á sviði landbúnaðarvéla við Pólland. Eru þeir ófáir orðnir, jarðtætararnir, sem fluttir hafa verið inn frá Póllandi. Þessi við- skiptatengsl eru ennþá fyrir hendi. Fóðuröflunin er einn mikils- verðasti þátturinn í afkomu hvers sveitaheimilis. Skiptir því miklu að vel takist til með hana. í því á tækjakosturinn verulegan þátt. Pöttinger fjölhnífavagnarnir hafa notið mikils trausts vegna góðrar hönnunar, sem skilar sér í því að orkan, sem fer í að fylla vagninn, er allt að 38% minni en þarf við vagna annarar gerðar. Vagnarnir eru vélbúnir og verð þeirra, miðað við búnað og gæði, mjög hagstætt. Vélaborg hefur einnig flutt inn sláttuvélar frá sama framleiðanda, sem hafa reynst mjög vel og verið ódýrar. Stoll í Vestur-Þýskalandi sjá okkur fyrir heyþyrlum og stjörnu- múgavélum. Þær eru ódýrar og hafa reynst vel í prófunum hjá Bútæknideild. Vélaborg flytur einnig inn tumalosara frá Vogel und Noot í Austurríki. Þeir koma til landsins tilbúnir til notkunar annað hvort við einfasa eða þriggja fasa raf- magn. Þeir eru nú komnir á nokkra bæi hérlendis og er látið vel af þeim. Frá Danmörku flytur Vélaborg inn Gyro/Veto moksturstækin, en á síðasta ári fengum við einka- umboð fyrir T.T.Agro, stærsta landbúnaðarvélaframleiðanda Dana. Veto moksturstækin eru vönduð framleiðsla og passa á flestar þær gerðir dráttarvéla, sem nú em í notkun hérlendis. Gyro framleiðir einnig mjög vandaða áburðardreifara úr ryðfríu efni. Loks má geta þess, að lífleg viðskipti eru í sambandi við notað- ar vélar og tæki, sem Vélaborg tekur að sér að miðla fyrir við- skiptavini sína. Fréttatilkynning. Freyr 117

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.