Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 30

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 30
RER RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISINS Jarðskaut og þýðing þeirra Eitt afþví sem huga þarfað á sveitabýlum eru jarðskautin, sem liggja útfrá spenninum, þar sem heimtaugin tekur við af háspennulögninni. Mennirnir á myndinni standa við spennistöðvarstaurinn við Vindás. Jarðrask sést ncer á myndinni. Bilanastraumur sem leiðir til jarðar í gegnum t.d. vatnslögn býlisins, leitar uppi þessi jarð- skaut. Rafmagnið leitar uppruna síns. Ef jarðskautin eru slitin, rýrnar eða eyðileggst með öllu gildi þeirra, og mikil hætta skapast, bæði í námunda við skaut- ið og í íbúðar- og gripahúsum. Mjög er þó algengt að jarð- skautin séu rofin. Ber þar margt til. Ábúendaskipti geta valdið því að nýir eigendur séu ekki kunnug- ir staðháttum og viti ekki hvar skautin eru grafin í jörðu, eða hvernig þau liggja. Við skurðgröft eða annað jarðrask eru skautin slitin, jafnvel án þess að menn átti sig á því, hvað gerst hafi. Pá eru dæmi þess að skautvír, sem liggur utan á spennistöðvarstaur hafi verið skorinn í sundur með sláttu- þyrlu. Auk þeirra áverka, sem jarð- skautin kunna að verða fyrir af völdum heimamanna, er talsvert um skemmdir á jarðskautum af völdum framkvæmda á vegum Pósts og síma. Er full ástæða fyrir bændur að hafa góðar gætur á slíku. Sjálfsagt er fyrir bændur að kynna sér og eignast eintak af teikningu af legu jarðskauta hjá hlutaðeigandi rafveitu, og fá eftir- litsmenn hennar til að koma og mæla skautin. Jafnvel þótt þau séu heil í jörðu, getur gildi þeirra breyst með tímanum af ýmsum ástæðum, t.d. vegna fram- kvæmda, sem hafa haft áhrif á rakastig jarðvegsins, sem þau liggja í- 118 Freyr Til þess að undirstrika mikil- vægi þess sem hér hefur verið rakið, skulu tilfærð tvö dæmi úr skýrslum Rafmagnseftirlitisins, sem segja sína sögu. Dagana 12. og 13. nóvember 1986 varð tjón á bænum Vindási í Eyrarsveit á Snæfellsnesi vegna yfirsláttar á 19 kV línu með þeim afleiðingum að verulegar bruna- og skammhlaupsskemmdir urðu á töflubúnaði íbúðarhússins, ásamt ýmsum tækjum og búnaði, svo sem frystikistu, rafhitunarofnum, heitavatnsgeymi og stjórnbúnaði fyrir mjólkurtank. Með tilliti til aðstæðna verður að telja mikla heppni að ekki urðu slys á mönnum, m.a. við jarð- skautsmælingar, og tjón varð mun minna en búast hefði mátt við. í 23. tbl. Freys 1986 var greinar- stúfur um spennujöfnun í gripa- húsum, en það atvik, sem hér er sagt frá, er einnig til áréttingar því sem þar var sett fram. Að Vindási reyndist spennu- jöfnunartaug, sem lá frá töflu íbúðarhússins niður í kjallara, vera ótengd við vatnskerfi, þannig að bilunarstraumar fóru um hlífð- artaug í streng að fjósi, en þar var hlífðartaugin tengd við mjalta- kerfið, og það einnig tengt byrsl- um og vatnskerfi fjóssins. Má af þessu sjá, að ef hlífðar- taugin hefði ekki verið fyrir hendi, hefðu allir gripir fjóssins verið í

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.