Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 32

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 32
LOÐKANÍNURÆKT lA‘iðhcininj>ur fyrir kanínuræktendur eftir Peter Hoefer IUinuA»rfrlai> ÍslaiuU 1986 Búnaðarfélag íslands hefur nú gefið út leiðbeiningabækling fyrir kanínuræktendur. Höfundur bæklingsins er þjóðverjinn Peter Loðkanínurækt Hoefer, sem stundað hefur loð- kanínurækt síðan 1963 og er einn af forvígismönnum kanínurækt- enda í Þýskalandi. Er því síst að efa „að sá viti hvað hann syngur“. Hlöðver Diðriksson, formaður Landssambands kanínubænda, átti hugmyndina að útgáfu þess rits en þýðinguna annaðist Diðrik Jóhannsson, forstöðumaður Nautastöðvar Búnaðarfélags ís- lands. Jónas Jónsson búnaðar- málastjóri ritar formála og segir þar m. a.: „Þó að efni ritsins sé miðað við þýskar aðstæður og ekki reynt að staðfæra það er það von útgefanda, að ritið reynist þeim gagnlegt, sem hafa hafist handa um kanínuræktun eða hyggja á hana“. Til þess að gefa nokkra hug- mynd um efni bæklingsins skal hér getið helstu kaflanna: Saga loðdýraræktarinnar. Fóð- ur. Hirðing fiðunnar (ullarinnar). Aðferðir við klippingu, klipping- artími og klippingarborð. Flokkun fiðunnar. Ræktun og pörun. Steggurinn. Got og gotkassi. Fyrsta kyngreining. Hreiðureftir- lit. Úrval og uppeldi unganna. Ættbókarfærsla. Loðkanínur sem tómstundagaman og alvörurækt- un. Sjúkdómar í kanínum, sjúk- dómsgreining og lækning. Fjölmargar myndir eru í ritinu. Bæklingurinn Loðkanínurækt er 48 síður og offsetfjölritaður. Hann kostar kr. 300 og fæst hjá Búnað- arfélagi íslands. Leikmanni sýnist að rit þetta sé nauðsynlegt hverjum þeim, sem fæst við kanínurækt. mhg. Ársskýrsla Búreikningastofu landbúnaðarins 1985 ÁRSSKÝRSLA BÚREIKNINGASTOFU LANDBÚNAÐARINS 1985 Út er komin Ársskýrsla Búreikn- ingastofu landbúnaðarins, fyrir árið 1985. Ábyrgðarmaður skýrsl- 120 Freyr unnar er Jóhann Ólafsson, for- stöðumaður Búreikningastofunn- ar. í greinagóðu yfirliti um efni skýrslunnar sýnist allt það koma fram, sem meginmáli skiptir. Verður hér rakin sú slóð, sem þar er lögð, þótt ekki verði alls staðar nákvæmlega fylgt orðalagi yfir- litsins. Á árinu 1985 færðu 197 bændur búreikninga, í samvinnu við Bú- reikningastofu landbúnaðarins. Til úrvinnslu voru teknir 117 reikningar þeirra bænda, sem stunda nær eingöngu sauðfjárrækt og/eða mjólkurframleiðslu. Reikningarnir voru flokkaðir í þrjá flokka eftir bútegundum: kúabú, sauðfjárbú og blönduð bú. Þau bú voru talin kúabú þar sem framleiðslutekjur af nautgripum eru 70% eða meira af heildar- framleiðslutekjum búsins en sauðfjárbú þau þar sem meira en 70% framleiðslutekna eru af sauðfjárrækt. Blönduð bú verða aldrei með meira en 70% af fram- leiðslutekjum frá sauðfjárrækt eða nautgriparækt. Samkvæmt þessari reglu reyndust kúabúin vera 68, blönduðu búin 21 og sauðfjárbúin 28. Kúabúin reyndust stærst, 831 ærgildi að meðaltali, þá blönduðu búin, 552 ærgildi en sauðfjárbúin minnst, 363 ærgildi. Flest voru kúabúin á Suður-, Vestur- og Norðurlandi en sauðfjárbúin á Austur- og Norðurlandi. Niðurstöður rekstrarreiknings sýna að meðalfjölskyldutekjur af landbúnaði eru kr. 850 814. Fram- leiðslukostnaður er kr. 1 497 561 og framleiðslutekjur kr.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.